Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 13
Sá Ijóður er oft talinn vera á stjórnmálaflokk- um, að þeir virðast ekki alltaf æði fastheldnir á hugðarefni sín og stefnumið frá einum tíma til annars. Það er bæði gömul saga og ný, að flokkur, sem hverfur úr ríkisstjórn snýst önd- verður gegn öllu því, er hio nýja stjórn hefur til máianna að leggja. Þetta gerist jafnvel þó að ný ríkisstjórn sé ekki frumlegri en svo, að hún haldi sér í sama farinu og hin fyrri. Sama er upp á teningnum, þegar flokkur, sem verið hefur í stjórnarandstöðu, kemst í rfkisstjórn. Þá vill það brenna við, að þau ráð séu vænlegust til að bjarga landi og lýð, er áður var líkt við súr epli. Á síðustu mánuðum hafa æði mörg dæmi af þessu tagi komið fram í dagsljósið. Fram- sóknarflokkurinn var t.a.m. í stjórnarandstöðu hlynntur varnarsamstarfinu við Bandaríkin. Um leið og hann komst f stjórn með Alþýðubanda- laginu snerist hann öndverður gegn þessu sam- starfi. í núverandi stjórn hefur flokkurinn hins vegar tekið upp fyrri stefnu sina i verki, en segist þó í hátíðlegum yfirlýsingum vera á móti. Þannig er þessu einnig farið með Alþýðubanda- lagið. Ráðherrar þess lögðu t.d. grundvöll að samningum þeim, sem nú hefur verið gengið frá við Union Carbide um málmblendiverk- smiðju í Hvalfirði. Um leið og þeir hurfu úr ráðherrastólunum var þessi framkvæmd þegar í stað siðlaust glæpaverk vondra kapítalista. Síð- an kom Sjálfstæðisflokkurinn og skipaði pólitfskan eftirlitsmann af sinni hálfu yfir Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Þegar vinstri stjórnin kom þessu flokksræðiskerfi á, stóð Sjálfstæðis- flokkurinn hins vegar einarðlega á móti og taldi slíka stjórnarhætti með öllu andstæða grund- vallarstefnu flokksins. Þessi dæmi, sem hér hafa verið tilfærð, eru aðeins af handahófi tekin, og að sjálfsögðu mætti tína til margfalt fleiri atriði, þar sem álfka umskipti hafa átt sér stað. Að vísu getur það verið góðra gjalda vert að skipta um skoðun, ef aðstæður hafa breyst. Og f sjálfu sér getur það líka verið hreysti merki að þora að éta ofan í sig fyrri vitleysur. En það mun sanni nær, að hvorugt þetta mun ráða þeim umskiptum, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Hér hefur það gerst, að stjórnmálaflokkarnir telja það vænlegra til árangurs að gína yfir ketilhödd- unni, þegar soðreykinn hefur lagt upp af slátr- inu. En þegar stjórnmálamenn láta slik sjónar- mið ráða gerðum sínum, geta þeir varla vænst þess að njóta óskoraðs trausts fólksins í land- inu. Það skýtur nokkuð skökku við að sjá stjórn- málaflokka, sem barist hafa af hörku gegn hvers kyns flokksræði, láta vel yfir ósómanum um leið og þeir fá aðstöðu til í krafti hins opinbera valds. Við upphaf sjöunda áratugarins urðu í raun réttri þáttaskil í lýðræðisþróun hér á landi. Þá var brotið blað, og það pólitiska haftakerfi, sem ríkt hafði í áratugi, var endan- lega afnumið. Þar með voru úr sögunni pólitískir eftirlitsmenn og þuklarar í viðskipta- ráðum, fjárhagsráðum, útflutningsnefndum og innflutningsskrifstofurh. Þessir agentar réðu áður fyrr æði miklu um daglegt líf manna. Það var undir þeirra náð komið, hvort menn ffingju spariföt eða saumnálar, svo að ekki sé taiað um bíla og yfirstéttarmunað eins og appelsínur og epli. Þegar vinstri stjórnin var mynduð 1971 var gerð tilraun til þess að hverfa til þessara spilltu stjórnarhátta á nýjan leik. Það var gert með hinu pólitíska eftirlitsmannakerfi, sem sett var yfir Framkvæmdastofnun ríkisins, sem svo var nefnd. Á það var réttilga bent, að með þessum flokksræðis stjórnarháttum var verið að hverfa 30 til 40 ár aftur í tímann. Og heldur skýtur það skökku við, þegar þeir sömu menn, er færðu þessa góðu og gildu gagnrýni fram a sínum tíma, ætla nú að ganga inn í þetta kerfi og láta sér vel líka. Á undanförnum árum hafa verið stigin mikil- væg skref í þá átt að draga úr flokksræði í opinberri stjórnsýslu og peningastofnunum. Engum vafa er undirorpið, að lögmál flokks- ræðisins hafa í mörgum tilvikum leitt af sér spillingu. Það er fyrst og fremst sök kerfisins sjálfs en ekki þeirra manna, sem við það hafa unnið. Og þá er á það að lita, að flokksræðis- stjórnarhættir grafa mjög undan virðingu fólks- ins á stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokk- um. Að vísu er það á stefnuskrá sumra stjóm- málaflokka að viðhalda slíkum stjórnarháttum með það að skálkaskjóli, að þess háttar fyrir- komulag þjóni best hagsmunum heildarinnar. Hins vegar er það afar hryggilegt að sjá frjáls- hyggjuflokka ánetjast þessu úrelta og í mörg- um tilvikum spillta kerfi. Það er ekki einvörð- ungu dapurlegt að horfa upp á menn flökta fyrir vindi með þessum hætti, því að hitt er ekki síður alvarlegt, þegar menn láta soðreykinn leiða sig af réttri leið. Þorsteinn Pálsson. KpM* AN UM NAF hi 'A HESTI a‘ |1'4- URINN H E R. SKÝIÍ) -$> 1 a"’ S£N0l- Boí>HR & ý'R T/ L. s «-'©£>• SUlnR * - RTLQCc f\ M F/Á/M- urt. n£> * Ft fKtiK Fi Stc- UE- 1 Nm veqca r 'fc> NN U R Sí-ÆM # 51CMLD rtEHM 1-9 r V65ÆL' StJEM- HEIMÍKfl PREN/S, fftNW MflRK ERTR ÆTT- úfi FM sröF ITOH ÞflMg- flR T€f*C.. RiRffl íia fl' |£)NflF>' MfleuiR SvllF' d-vr- inu i SÖC.OU ÖifíTT SVWIR 'JJW- FlUíLs líéft- |riLT. PEYI 1 L VflT/J H m l'lL- I'rts ÍER- hlT HRfVf- IMÚ, ÞFÆTfl —^ kVfl f> TéíflN |PU1?T- I UR. Ewd- HÐI v v£> T\u- ElNKft 5ím/i- TÆVCl 55« Króssgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu ne=f HÁVCV- SKU- IH KöfT UuT. K? WR? ÍNSft VTI6I Tör- UNN 9 K o N F» N +* R V IC S u 13 □ □ R X. í> U V fí L L U R D/R 4 a A M A N N KSE Itoifl 4 i R €> \ N 4 M A s K 1 N N K SPIL u F T mn N Ú A Ip A R K A R U T A R EE U N N áL R £> T.l: A £> Vc R '1 U * *iK K R A 4 1 FLJ- ÓTfl u R í> U R ssá. <•> N A £> R A M /~C. F A F $EF- <t R 'O 1 R KÍMfi 4 A HLÍO UK y t 4 U N N A R fe f/ert 1 L M« Ji 5/J-f K A R L F u 4 L 4 R A' FUW MiS IST" líltlNM N A 5 K u R To'riN E L N A Eia KNflffl UR K u T N iiiög sm Ft R T»flN<L- aaR. MTÚIC N 6 S 1 N ssa B o -K zam ’l L I S T Korr.R hik r*> r R T ZtlUS *w0- ."•iL. A A H R A r l © rog-. Tét- uKNflR A* R o' í> U P / N N 6 TflLA* ILLfl \saJ [nJ jjþ R A^ ~R KR- AMIU M A 1 N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.