Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Síða 14
KARIN BOYE Leiörétting eftir Þörunni Elfu Magnúsdöttur Nafn K. Boye kom ekki rétt fram í Lesbók Morgun- blaðsins 1. des. Það leiðréttist hér með. K. B. (f. 1900, d. 1941). Við fráfall hennar orti Hjalmar Guld- berg hrífandi ljóð, sem Magnús Ásgeirsson þýddi. Dr. Nordal kom i sjúkravitjun til min i Landspítalann og við drukkum te saman, sem elskuleg starfsstúlka færði okkur, en þetta vai um síðdegiskaffileytið. Á vinnuborði mínu. hjólborði, lá bók um Karin Boye, minningar- greinar eftir vini hennar, sem kom út fljótlega eftir lát hennar. Nordal leit i gegnum bókina, en tilefni þess að ég hafði fengið hana aö heiman var það, að K. Boye hafði nýlega verið getið í útvarpi í áróðursskyni, vegna verðlauna-skáldsögu hennar: Kallocain, hryllingsbókar um framtið í heimi, þar sem ofstæki og ofbeldi riður húsum. Oneitan- lega hafði K. Boye orðið fyrir neikvæðum áhrifum i Rússlands- ferð og vildu margir meina að þau áhrif hefðu orðið kveikja sög- unnar. Við, sem viljum telja okkur til- finningalega heilbrigð hörmum hverskonar ofbeldi, skoðanakúg- un og áþján, hverju nafni, sem skaðræðisvaldið nefnist. Karin Boye, þessi mikli húmanisti (að sjálfsögðu) var ofur viókvæm og feimtri slegin yfir því, sem fram fór um víða veröld. Henni fannst heimurinn vera að breytast í fangelsi, í marg- faldri merkingu og einstaklingn- um yrði æ þrengri stakkur skor- inn. Mér verður hugsað til líkra skoðana Stefan Zweigs, sem einnig leysti sjálfur sitt lífshelsi. Vel má einnig í þessu sambandi nefna landa hennar, Vilhelm Eke- lund, en um hann skrifaði danski bókmenntafræðingurinn Alf Henriquis, að hann hefði tæmt bikar lffsþjáninganna til síðustu dreggja! En Ekelund kappkostaði að herða sig upp i vitundinni um sameiginlegan sársauka allra höfuðsnillinga, þeirra, sem iáta lifi sinu blæða i verk sín, og hann trúði á eigin verk: ..min sjal ár sá saligt svállande tung som av gu!d och tunga diamanter.“ v.e. Karin Boye fann einmana- Jeikann nísta sig og leitaði ekki út fyrir eðli sitt að brynju. , Váren gryr i vinterns trakter dár jag frös. Jag vill möta livets makter vábenlös." K.B. 1 samtali okkar Nordals um Karin Boye og nýlega fluttan áróður um verk hennar, Kallo- cain, sagði Nordal: „Aumingja Karin, það var ekki einu sinni farið rétt með nafn hennar, hún var nefnd Boy.“ í anda dr. Sigurðar hef ég reynt að leiórétta villur í minnismolum mínum um hann. Mér hefur þótt miður aó geta ekki farið neitt að ráði út í viðtöl okkar, það hefði gefið greininni liflegri blæ. En þegar til birtingar kom hugsaði ég um að eyða ekki alltof miklu af rúmi vikublaðs, sem ég tel vist að berist mikið efni, auk þess, sem sérstaklega er um beðið og heima- fengið. Við hraðan yfirlestur sýnist mér ekki ástæða til að elta ólar við fáar og meinlitlar villur, þó vil ég vikja að prentvillu i X. kafla, er Nordal kom heim tii min til að láta mig vita, að búið væri að velja nafnið Snorrabraut á hluta Hringbrautarinnar. Þarna hefur slæðst inn viílan „smágata Skiljanlega tók Nordal ekki þannig til orða, hluti af setningu, sem er tilfæró í grein minni, er þannig: „... við höfum verið að skýra götur, sem okkur fannst ekki hæfa nafninu.“ Voru ekki göturnar í suður- hluta Norðurmýrar þær síóustu, er báru heiti, sem endaði á gata? Ég hef ekki kynnt mér þetta, því spyr ég. Svo þakka ég skipti mín við Lesbók og Morgunblað varðandi minnismola mína um dr. Sigurð Nordal. 2. des. Þórunn Elfa Magnúsdóttir. Björn Björnsson EFNIS- HEIMURINN ! efnisheiminum eiga sér stað fjórir ungiingar einn párar á blað undir áhrifum af harrison þrjú sofa fast tvö vafin saman í Ijúfu algleymi ein i örmum burtflogins vinar dreymir um hann? — kannski kaffi, tóbak og tveir molar i nótt skal vakað og skrifað þrjú sofa tvö saman ein örugg i engum örmum LAUF tveir unglingar leiddust eftir álfaskeiði það voru ég og hún við skynjuðum óraunveruleikann þann óraunveruleika. sem býr i sálinni, sem fær hjartað til að hoppa af gleði, fær það til að þjást af sælublöndnum sársauka, fær það til að springa af harmi tveir unglingar leiddust eftir álfaskeiði það voru ég og hún við skynjuðum fegurð himinsins fegurð jarðarinnar fegurð óraunveruleikans þá fegurð sem felst í sorg og gleði tveir unglingar leiddust eftir álfaskeiði það voru ég og hún ég skynjaði hið óendanlega sem tekur þó enda að lokum ég skynjaði ástina sem unga stúlku sú ást var glaðvær sú ást var einlæg það var ást mín í liki ungrar stúlku BREF TIL BJARTMARS Á SANDI frá Steinþóri P. Árdal Ég sá grein eftir þig I Lesbók Morgun blaðsins 17. nóv. — Siðari hluti greinar þinnar, en þvi miður hefi ég ekki séð fyrri hlutann. Tekst strax fram, að það sem ég segi frá hér siðar, held ég alls ekki fram að það sé það eina rétta, — en sannleikann vil ég gjarnan fá staðfestan. Þegar kommúnisminn var að byrja að festa rætur sinar á Akureyri, sem hann sem betur fer gerði þó aldrei að ráði, varð þessi visa til sem þú nefnir i grein þinni: Upp er skorðiS, engu sáS, sllt er í varga-ginum, þeir sem aldrei þekktu ráð þeir eiga að bjarga hinum. Þú segir þessa visu eftir frænda minn Egil Jónasson á Húsavik, og um leið eina af visum hans sem fyrst féllust fætur. Þegar þessi visa flaug um allan Akureyrarbæ sagði faðir minn sálugi, Páll J. Árdal skáld og kennari á Akureyri, að visan væri eftir Sig- mund Sigurðsson úrsmið á Ak., en hann var prýðilega hagmæltur, — nágranni okkar og hefi ég haft þá trú að faðir minn hafi verið gætinn og orðvandur maður. Þegar Þor- steinn Gíslason eigandi og ritstjóri Lögréttu, en faðir minn og hann voru góðir vinir, heyrði fyrrgreinda visu og að hún væri upprunnin frá Akureyri setti Þorsteinn vís- una i Lögréttu og gat þess um leið að hún mundi vera eftir Pál föður minn, en faðir minn leiðrétti næst þegar hann kom til Reykjavíkur, og sagði í Lögréttu að hann hetði gjarnan viljað eiga visuna, en þvi miður væri svo ekki, og gat um leið höfund- ar, Sigmundar Sigurðssonar úrsmiðs á Ak. Mér þykir þetta allt afar einkennilegt; — getur ekki verið með þetta eins og visu sem þú segir frá í grein þinni um Sigurð Sigfús- son siðar Bjarklind, og eignuð var Indriða skáldi á Ytra-Fjalli, en reyndist siðar vera eftir vin minn Steingrím Baldursson i Nesi sem var prýðilega vel hagmæltur. Það sem ég óska eftir er bara að fá rétt faðerni að visunni; „Upp er skorið o.s.frv. Þar sem ég brá niður penna langar mig til að koma hér með visu sem vinur minn og skólabróðir Freymóður Jóhannesson fékk frá Þuru i Garði, sem svar við visu sem Freymóður sendi Þuru, en því miður kann ég ekki visu Freymóðs, — en af svari Þuru getur maður getið sér til um efni Freymóðs vísu. — Svar Þuru: Hvað er að óttast? Komdu þá. Hvar eru lög sem banna? Ég get lifað alveg á ástum giftra manna. Freymóður sem er prýðilega hagorður hafði gaman af þvi meðan hann var á Akureyri að senda Þuru í Garði vísur, að ég held aðallega til að fá smellin svör frá henni. Það eru margir sem hafa gert góðar tæki- færisvisur, en þeirra aldrei verið getið, og ætla ég að leyfa mér að koma með 2 vísur eftir nágrannakonu minnar fjölskyldu á Ak- ureyri, Kristjönu Hallgrimsdóttur, konu Þor valds Helgasonar ökumanns. Séra Gook hafði það fyrir sið þegar hann tók nýja meðlimi inn i trúarflokk sinn að fara með þá í sjávarmálið fyrir framan hús Boga Daniels- sonar veitingamanns (þar lágu frárennsli til sjávar) og difa þeim i sjóinn (skira). Nýjungin með fólkið flaug, aðfölskum trúar-loga-. Það er skrítin skirnarlaug, skólprennan hjá Boga. Þegar ég var 18—19 ára heima á Akur- eyri sendi Kristjana mér þessa vísu: Ég þér mundi una hjá í frístundum mínum, væran blund svo vildi ég fá vanga undir þínum. Ég á i fórum minum mikið af smellnum tausavísum eftir föður minn og ýmsa aðra snilldarhagyrðinga. Ég var ekki nema 4ra ára þegar ég varð móðurbróðir og þegar drengurinn óx upp fórum við að reyna að yrkja frammi i eldhúsi en gátum aldrei botnað. Faðir minn sem var 43ja barna kennari var i stofu að leiðrétta stila og fór ég inn til hans og bað hann botna. Hvað heldur þú að þið getið sagði hann, en láttu mig heyra. Brúkið ekki breiðan kjaft bezt er fátt að segja. — (botn föður míns kom strax) Engir hafa af þvi haft, illt að læra að þegja. Ég fann að gamli maðurinn hafði rétt fyrir sér, og hefi þagað siðan. Stúlka i Reykjadal hafði gaman af að skrifa föður mínum alltaf þegar hún fór á ball (dans) og hann sendi henni þá oft svar í visukorni. — Dansarinn fékk þetta: Þú ert frá af þessu striti að þeyta snótunum, nú áttu ekki neista af viti nema í fótunum. — Ég held á sælu himnaranns, hafi ég litlar mætur, — ef að þar er enginn dans, og ekkert rall um nætur. Einkennilegt Bjartmar, að þú nefnir ekki bæinn eða jörðina sem Indriði skáld sat. — Ytra-Fjall og jörð Jóhannesar bróður hans, Syðra-Fjall, en svo voru þessar jarðir nefnd- ar þegar ég var í vegavinnu með föður mínum i Reykjadal 1910—191 5. Ketill sonur Indriða var prýðilega hagorð- ur. Siggeir mágur föður mins var gamall mað- ur og lotinn i herðum. Hann var á leið milli bæja þeirra bræðra Indriða og Jóhannesar, — oggekk með hliðinni frá bæ Indriða, Ytra-Fjalli, að bæ Jóhannesar, Syðra-Fjalli. Ketill sá til gamla mannsins og varð þá þessi vísa til: Þreytan manninn þjáirfrekt, — þarna dæmin skína. — Eins og bæri hann syndasekt, — sina, mína, (og) þina. — Steinþór P. Árdal

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.