Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 1
 EVRÖPA 1975 - ÞRÖUN- IN AUSTAN VIÐ TJALD Seint í maímánuSi átti sér stað sá óvænti og ánægjulegi listviðburður, að Valtýr Pétursson dró fram i dagsljósið 30 myndir, sem hann hafði málað á ára- bilinu frá 1947—1958. Þær höfðu verið á hinum frægu og umdeildu September- sýningum og hafa þessvegna sérstakt listsögulegt gildi. Hér mátti skynja and- blæ fimmta áratugarins; stílfærðar fígúr- ur og hluti, sumt í anda Picassós og fleiri skyldra málara þess tímaskeiðs, holl og góð áhrif og vel útfærð og staðfærð. Þessar myndir voru mjög frisklegar og ferskar, þótt ekki væru þær stórar og nutu sín einstaklega vel á Loftinu hjá Helga Einarssyni — þar er að verða sérstaklega menningarlegt gallerí. Bent hefur verið á gildi þess að myndlistar- menn sýni eldri verk sín á þennan hátt og verður vonandi framhald á þvi. Á fimmta áratugnum heilluðust margir málarar þessa stils af sjó og skipum og öðru þvi er fundið verður i sjávarþorpum. Mynd Valtýs hér að ofan er einmitt af því tagi. Hún heitir Við sjóinn og er máluð árið 1949.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.