Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 2
 Austur Berlín og Berlinarmúrinn. Járntjaldið er jafn áþreifanlegt þar sem fyrr. 30 ÁRUM EFTIR STRÍÐ: AUSTAN VIÐ TJALD Um lífskjör og lifnaðar- hætti í Járntjalds- löndunum svonefndu Eftir A. Nagorsky Svo yirAjg{ sem þrcytingar f Áustur-Evrópu geti aðeins sprott- ið af ofbeldi. 1 hinni blóðugu upp- reisn í Ungverjalandi 1956 kom fram nýr leiðtogi, Janos Kadar, sem hefur jafnt og þétt bætt lífs- kjör þjóðar sinnar,' sem kunni honum þó eitt sinn iitlar þakkir fyrir frammistöðu sfna eftir um- rædda uppreisn. Eftir stjórnartfð Alexanders Dubceks f Tékkólsóvakfu 1968 hófst sú kúg- un tékkneskra „villutrúar- manna“, sem enn stendur. Og eftir uppreist pólskra verka- manna árið 1970 komu til valda nýir herrar, sem hétu því, að Pól- verjar skyldu nú loks sjálfir fá einhverja skynsamlega hlutdeild í þeim gæðum, sem þeir fram- leiddu. Allar breytingar, góðar eða slæmar, hafa átt upptök sfn f ofbeldi eða þeim hefur lyktað með ofbeldi. Og oft voru þær keyptar við dýru verði, bæði f mannslffum og örvflnun. Margir hafa haft þá hugmynd um Aust- ur-Evrópulöndin, að þau væru hálfgert andiegt tómarúm — stór fláki f austanverðri Evrópu, þar sem þungbúið fólk og þreytulegt lepti dauðann úr skel og drekkti sorgum sínum f ungversku vfni eða pólskum vodka. Svo hefur virzt, að þar þekktist enginn meðaivegur f neinu; aðeins annað tveggja, uppreisn eða fullkomin örvænting. En nú bregður hins vegar svo við, að ýmsir austur-evrópskir leiðtogar þykjast hafa fundið meðalveginn. Það er að segja að- ferð, sem leiði til bættra lífskjara, en haldi mönnum þó jafnframt í hæfilegum skefjum. Ekki alls fyr- ir löngu fór ég sex vikna ferð um Austur-Evrópu, og verð ég að segja, að ég fæ ekki betur séð en leiðtogarnir hafi nokkuð til síns máls. Því fer að vísu fjarri að gamalgróin spenna sé með öllu hjöðnuð í löndum þessum. En nú hljóðar dagskipunin upp á hægar breytingar. Það táknar í sjálfu sér allstórfeilda breytingu í austur- evrópskum stjórnmálum og efna- hagsmáium, og hefur sú breyting haft sýnileg áhrif til bóta á lif milljóna manna í ríkjum þessum. Fyrir aðeins fimm árum þekktist Vesturlandabúi í Varsjá þegar í stað af klæðnaði sínum. Nú hverf- ur hann gersamlega í fjölda heimamanna. Eitt sinn var stöð- ugur vöruskortur aðaleinkenni verzlana i Búdapest; aðeins ein- stakar vestrænar munaðarvörur voru á boðstólum; en nú eru vestrænar vörur í öðrum hverjum búðarglugga, nauðsynjavörur skortir mjög sjaldan, og þegar það verður líður langt á milli. Hvar- vetna verður vart mikils áhuga á einkabilum. Þykir mikið hnoss að eignast bil og það verður nú æ auðveldara, eins og sjá má á tíð- um umferðartruflunum um mesta annatímann. „Alþýða manna hér hefur aldrei lifað jafngóðu lifi,“ sagði mér vestrænn sendiráðs- maður, sem ég hitti. „Vestur- landabúum er nú loks að verða ijóst, að gjörbreyting hefur orðið austantjalds.“ Svo má vera. En breytingin sú er þó alls ekki fullkomin, Auk þess hefur hennar naumast orðið vart í sumum löndum. Drungi og þjónslund Búlgara er söm við sig og æðsta ósk þeirra er sú, að land- ið verði sextánda lýðveldi Sovét- rikjanna. Og enda þótt lífskjör séu orðin allsæmileg í Tékkóslóvakíu og Austur- Þýzkalandi, ríkir þar ennþá grimmilegt einræði. Rúmenar, að sfnu leyti, halda hlut sínum af mestu þrjózku; þeir eru eina austantjaldsþjóðin, sem hefur sjálfstæða utanríkisstefnu. Það er þó ekki nóg. Þeir sem koma til Bukarest geta hyllzt til að halda, að þeir hafi villzt i tímanum — nú sé árið 1955 en ekki ’75. Þetta er þungbúin, grámuskuleg borg. Nauðsynjavörur eru margar lé- legar. Göturnar eru ósjaldan mannauðar. Og öll frávik frá flokkslinunni eru bæld niður samstundis. Jafnvel f Póllandi og Ungverjalandi, þeim löndum tveimur, þar sem mest er frjáls- ræði, hefur fryst svolítið í hug- myndafræðilegum efnum, og er hagfræðingum og menntamönn- um stranglega ráðlagt að flana ekki að neinu. Þrátt fyrir þetta virðist mér Tékkneski stórhlauparinn Emil Zatopek. Hann var einn af stuðningsmönnum frjálslyndu afl- anna i Tékkóslóvakiu og missti þess- vegna stöðu sina ( hernum. árangur undanfarinna ára mjög svo álitlegur. Stjórn Edwards Giereks í Póllandi hefur tekizt að lffga við staðnaðan efnahag lands- ins með þvi að stórhækka raun- verulegar tekjur verkamanna og með verðstöðvunum kjöts, brauðs og mjólkur, til dæmis. Vegna vest- rænna innflutningsvara og tækni- þekkingar er vöruval f Póllandi nú mun fjölbreyttara en áður fyrr. Pólskur hagfræðingur komst svo að orði: „Fyrri rikisstjórn skildi aldrei, að gera varð betur við verkamennina, ef framleiðsl- an átti að aukast." Arangur hinna nýju aðferða er eftirtektarverður. Þjóðartekjur hafa hækkað um 7—10% á ári frá 1971, og Pólverjar eiga nú helm- ing verzlunar sinnar við Vestur- 'lönd. Að vísu hefur þetta það í för með sér, að Pólverjar eiga við að etja mesta viðskiptahalla austan- tjalds, en jafnframt hefur þessi efnahagsútþensla aukið útflutn- ingsgetuna að mun. Til dæmis hefur framleiðsla pólskra skipa- smíðastöðva tvöfaldazt frá þvf 1971 og ráðgert er, að hún þre- faldist á þremur næstu árum. Stjórnvöldum Ungverjalands varð miklu fyrr ljóst en stjórn- völdum Póllands, að þau yrðu að búa betur að þegnum sinum. Þeg- ar árið 1968 kynntu skipuleggj- endur Kadars þar nýja skipan, þar sem gert var ráð fyrir þverr- andi miðstjórn i efnahagslifinu og einnig var frjálsum markaðsöfl- um gefinn lausari taumur en áður hafði þekkzt. Mörgum fyrirtækj- um var boðið að bjarga sér sem bezt þau gætu á opnum markaði, og tekjur verkamanna og for- stöðumanna réðust nú fremur en áður af hagnaðinum. Og enda þótt vöxturinn í Ungverjalandi hafi ekki verið jafn ör og i Póllandi undanfarin ár taka umbæturnar í Ungverjalandi hinum þó langt fram. Búdapest er orðin stórum þægilegri borg en Varsjá. Og Ung- verjar kunna sannarlega að not- færa sér hin bættu kjör. Þarf ekki annað en renna augum yfir lang- ar ráðir sumarbústaða, sem risið hafa á bökkum Dónár. „Æðsti draumur Ungverja," sagði erlend- ur maður búsettur i Búdapest, „er sá, að lifa lífinu eins og Austur- ríkismenn." Ein áhrifin af þeirri stefnu austantjaldsmanna að taka meira tiilit til neytenda en áóur, eru þau, að ýmsir þættir stjórnmál- anna eru ekki lengur eins eldfim-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.