Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 4
Kommisarar, hin nýja yfirstétt í Rúmeníu, stundar hið Ijúfa lif, þar á meðal fjárhættuspil. Til hægri: Byggt yfir „fólkið" i Budapest. Að neðan: Flestir verða að láta sér nægja að horfa löngunaraugum á nýja Moskwits. Skortur á algengum vör- um virðist alltaf landlægur. Austan við Járntjald 1975 stjórnvöld segja. Þó er hitt verra, að áhrifum verðbólgunnar ó Aust- tjir-Evrópuríki hefur ekki verið bægt frá. þeim hefur aðeins verið frestað. Ungverskum yfirvöldum hefur tekizt betur en pólskum bæði í því að hafa hemil á verðbólgunni og einnig að skýra orsakir hennar fyrir almenningi. Þetta hefur stjórninni tekizt vegna þess, að ákveðið traust rlkir nú orðið milli hennar og almennings. En jafnvel I Ung- verjalandi gæti það reynzt hættu- legt að skerða lífskjörin til að koma f veg fyrir frekari verð- bólgu. Þar sem Ungverjar hafa 40% þjóðartekna sinna af verzlun við útlönd, gætu þeir samt þurft að grípa til þessarar aðferðar, ef kreppan harðnar. Að áliti Rúmena réttlæta vandamál Ungverja og Pólverja hinar ströngu áætlanir þeirra sjálfra í efnahagsmálum. Rúmenar hafa ekki aukið fram- leiðslu neyzluvarnings eða dregið úr miðstjórn, heldur hafa þeir fjárfest allt að þriðjung þjóðar- teknanna. Því er vöxturinn örast- ur þar, en jafnframt eru lífskjör- in lökust; aðeins Búlgarir búa við verri kjör. Hinni ströngu mið- stjórn fylgja ýmsir ókostir: uppskera spillist stundum vegna þess, að samgöngur fara í handa- skolum, og vélar standa ónotaðar vegna þess, að gleymzt hefur að gera ráð fyrir varahlutum í fimm ára áætluninni. Samt eru ekki uppi neinar ráðagerðir um stefnu- breytingu; þvílík er hrifningin yf- ir hinum öra vexti. Stjórnvöld segja sem svo, að óski menn örrar þróunar verði að halda traustum tökum um stýrið. Tökin eru raunar traust á flest- um sviðum. Algengast er að sjá á götum Búkarest hermenn vopn- © aða vélbyssum, ferðalög gerast æ torveldari, og menn erU óspart hvattir tíl þess að leggja hart að sér. En hvað bera þeir úr býtum? Látið er að því liggja, að þeim mun öflugra sem iðnrfkið verði, þeim mun auðveldara verði því að halda sjálfstæði sínu fyrir Sovét- rlkjunum. Það er einnig af þess- um sökum, að Ceausescu forseti er dýrkaður svo mjög, sem raun ber vitni. Hann er tákn einingar landsmanna gegn ónefndum er- lendum öflum. Honum hefur opinberlega verið líkt við flesta mikla leiðtoga mannkyns frá Júlfusi Sesari til Abrahams Lincolns og andlitsmynd hans er að finna á áberandi stað I fiest öllum dagblöðum, bókaverzlunum og verksmiðjum. Enda þótt flestum Rúmenum sé vel Ijós hver hætta þeim er búin af Sovétrlkjunum, velta sumir þeirra þvf áreiðanlega fyrir sér hvort ekki sé annarra kosta völ, en þeirra sem nú er boðið upp á. Fáir Rúmenar eiga þess kost að ferðast til útlanda, en þeir eiga mikil viðskipti við Vesturlönd og margir þegna hinna vestrænu allsnægtaríkja sækja þá heim. Svo enn sé vitnað I vestrænan sendiráðsmann, nú i Búkarest, þá „ríkir hér mikil spenna. Það er vandi að spá, en mér segir svo hugur, að valdaskipti séu ekki úti- lokuð. Þá færi Ceausescu frá en I stað hans kæmi maður, sem einnig verði sjálfstæði Rúmeníu en uppfyllti líka betur þarfir almennings. Stjórnin getur glímt við Rússa eða Rúmena, en ekki báða I einu“. Fáir sérfræðingar gera því skóna að upp úr sjóði I Rúmeníu eða Póllandi, til dæmis, enda þótt einhver kurr sé í almenningi. Austur-Evrópuríkin eiga nú að fagna meiri stöðugleika en áður voru dæmi til. Hins vegar skjóta ný vandamál stöðugt upp kollin- um auk hinna vestrænu, inn- fluttu. Þrátt fyrir mikil átök I byggingamálum þessara ríkja eiga þau enn við geysilegan hús- næðisvanda að etja. Þótt laun manna hafi stórhækkað þurfa margir verkamenn enn að greiða sem nemur þriggja vikna launum fyrir vetrarfrakka. Þrátt fyrir það, að ríkin hafi öðlazt meiri sjálfsstjórn á undanförnum árum, mundu margir verða að víkja sæti I höfuðborgum þeirra allra, ef mannaskipti yrðu I stjórn Sovét- ríkjanna. Og þrátt fyrir margum- ræddan stöðugleika verða aldrei mannaskipti I stjórnum landanna nema af annarri hvorri þessara orsaka — dauðsföllum eða byltingu. Því er ljóst, að hinn gamli austur-evrópski andi er ekki horf- inn, enda þótt nýr andi svífi nú einnig yfir vötnunum. Lífskjörin hafa batnað og sóknin eftir stöðugleika hefur borið mikinn árangur. En einn þátturinn I arfi Austur-Evrópu er áleitið öryggis- leysi; vitað er, að þrátt fyrir virðingarverðar tilraunir og um- talsverðan árangur hefur almenningur ekki hneigzt til fylgis við kerfið vegna verðleika þess sjálfs. Kerfið er sifellt I prófun, og vofa ofbeldisins er aldrei fjarri. Jafnvel I Ungverja- landi, þar sem almenningur ber einlæga virðingu fyrir stjórninni, virðist hún samt dæmd til þess að falla ævinlega á einu prófi: „Þetta er mjög borgaraleg þjóð,“ segir sendiráðsmaður nokkur. „Ef svo ólíklega vildi til að Sovét- sambandið leystist upp, mundu Ungverjar slást í hóp Vesturlanda þegar í stað.“. Ágúst Vigfusson kennari HÁLFRI ÖLD Fermingin var miklu meiri viðburður I augum barna I gamla daga en nú, þrátt fyrir allar veizlurnar, tilstand- ið og gjafirnar nú á tímum. Sveitabörnin höfðu fæst farið neitt. Þetta var því ekki nein smáræðis upplyft- ing. Ekki vorum við þó lengur en vikutíma hjá prest- inum. Fermingarundirbúningurinn var nú ekki lengri en það. Ég efa þó stórlega, að sá langi tími, sem börnin eru nú hjá prestinum við fermingarundirbúning, sé þeim minnisstæðari en þessi stutti tími, þessi eina vika, varð okkur. Mér eru a.m.k. þessar stundir, sem ég dvaldi hjá sóknarprestinum, enn nokkurn veginn i fersku minni, þótt nú sé hálf öld síðan. Presturinn var sira Jón Guðnason á Kvennabrekku. Ekki man ég nú lengur, hvað við vorum mörg, sem gengum til spurninga og fermdumst þetta vor, árið 1923. Mig minnir, að við vaerum fjórtán. Þótt við ættum heima á mjög litlu svæði, eða I þremur nærliggjandi hreppum, höfðum við sum okkar ekki sézt fyrr. Slik var einangrunin á þessum tíma. Svo einkennilegt, sem það kann að virðast I okkar fámenna þjóðfélagi, er það samt svo, að sum þessara fermingarsystkina minna hef ég ekki séð, síóan við krupum saman fyrir altarinu í Snóksdalskirkju á hvítasunnunni vorið, sem við fermdumst. Ég hef meira að segja aldrei heyrt neitt um sum þeirra síðan. Gaman væri, ef maður ætti mynd af þessum hóp. En þá þekktist hann trúlega ekki. En það, sem mér verður minnisstæðast frá þessum löngu liðnu dögum, er sóknarpresturinn, slra Jón Guðnason, þetta einstæða ljúfmenni, þessi háttvisi öðlingur. Það var eins og einhver undursamlegur friður og hlýja fylgdi þeim manni, hvar sem hann fór. Innileikinn var það samofinn persónuleika h.ans, að öllum hlaut að líða vel I návist hans. Hann lagði ekki beint ríka áherzlu á, að við kynnum einhver ósköp af ritningargreinum utan að, en virtist hins vegar miklu nákvæmari með, að við kynnum vel þá sálma, sem hann hafði sagt okkur að læra. Mér fannst hann leggja meiri áherzlu á siðfræói en trúfræði. En tíminn fór mest í það að tala við okkur um almenn mál, gefa okkur leiðbeiningar, hvernig við ættum að haga okkur, er við kæmum út i llfið og færum að starfa sem ábyrgir borgarar. Hann benti okkur einkum á, hvað við ættum að varast, þegar freistingarnar mættu okkar. Hann varaði okkur við neyzlu áfengra drykkja og sýndi okkur fram á, hvaða afleiðingar hún gæti haft I för með sér. Hann sagði við okkur: Reynið að hugsa sjálfstætt. Berist ekki með fjöldanum hugsunarlaust. Athugið að gera aldrei neitt, sem samvizkan segir ykkur, að sé rangt. Hún er bezti leiðarvisirinn, hún er sá hæstiréttur, sem hver góður maður á að hlýða. Verið trú í starfi. Það er ekki eingöngu gott fyrir þá, sem njóta vinnu ykkar, heldur er það hamingja fyrir ykkur sjálf. Lífshamingjan er fólginn í því að hafa gleði af vinnunni. Ahugi á hinum daglegu störfum er nauðsynlegur, til þess að menn geti notið efnalegrar velgengni.“ Þetta sagði hann við okkur, en bætti svo við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.