Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 6
Einar Þorsteinn Asgeirsson arkitekt ARKITEKTIN N OG LISTIN Arkitektor hafa aðild að Bandalagi ísl. listamanna og hafa leitað effir lista- mannalaunum. En hvert er raunverulega hlutverk þeirra? 3. Og margir arkitektar eru, þ6tt leynt fari, að reyna sig við hlutverk stjörnu-arkitektsins á borð við Aalto, Le Corbursier og hvað þeir allir HÉTU. Það er augljóst, að þetta mál snertir mjög mikið ailar umræður um stöðu arkitektsins f þjóðfélaginu og er þvf stór liður f stefnumótun arkitektastéttarinn- ar f heild. Hitt er jafnijóst — það vita allir — að stefnumótandi umræður arkitekta hafa verið á ákaflega frumstæðu stigi. Gagnrýni jafnvel þöguð I hel. Þeir hafa þvf vanrækt hlutverk sitt a.m.k. að þessu leyti og eru komnir f sjálfheldu. Arkitfðindi, félagsblað Al, sem fleiri en arkitektar lesa reyndar sér til skemmtunar, hefur nokkrum sinnum fjallað um eftirleitan félagsins eftir lista- mannalaunum. Eftir þeim skrifum að dæma eru allir arkitektar einkum og aðallega listamenn og það með lögfestu starfsheitinu einu saman. Al er aðili f Bandalagi fslenzkra listamanna, BÍL, en það eitt gerir vitaskuid ekki alla félaga þess að listamönnum eða hvað? Fram kemur í einu bréfa Al að vænzt sé viðurkenningar á því að Al sé f BlL...“ Al sé viðurkennt sem aðili að BÍL með veitingu viður- kenningar til eins eða fleiri úr okkar hópi“. (Bréf Al til Úthlutunarnefndar listamannaiauna 31.1 1971). Þetta er náttúrulega út í bláinn þar sem AÍ ER f BlL. Hvort Al á að vera áfram f BlL er svo önnur saga. Skiptir það yfirleitt nokkru megin máli hvort arki- tektar eru iistamenn eða ekki? Þvf má efalaust svara bæði játandi og neitandi, það fer eftir þvf, hver sá er sem svarar. En meira um það seinna. Einn meginþáttur þessa máls, sem að arkitektum snýr, er án efa sá mannlegi: Það er þessi ákaflega kitlandi tilfinning (ég hef heyrt það af afspurn) að vera listamaður. Skyldi nokkur heilvita maður vilja slá frá sér þessum „unaði", ég taia nú ekki um, ef unnt er að fá löggilta staðfestingu á honum hjá Iðnarráðuneytinu? (!)... Þetta nægir jú arkitektum Og hérna — á arkitektinn heima. I bók sinni „Vfirvaldið og einstaklingurinn“ f jallar Bertrand Russel m.a. um þjóðfélagshlutverk einstakl- ingsins. Þar talar hann um, að allar framfarir, hvort heldur þær séu á sviði mannsandans (intellect) eða þær séu listræns og siðfræðilegs eðlis, séu háðar þeim einstaklingum, sem ekki aðiagast algerlega venju- bundnum hefðum. I þessu sambandi telur hann þátt- takendur f listsköpun ekki eiga líkt þvf eins mikinn hluta f daglegu Iffi fólks nú eins og fyrr á öldum. En þetta sé m.a. vegna þess, að ætfð sé ríkjandi tilhneig- ingin til að gera sérhverja starfsemi að stofnun... „Við heiðrum enn listamanninn, en við einangrum hann einnig: Við hugsum um list sem eitthvað sér á parti, ekki sem hlut samofinn öðru þjóðfélagslífi. Aðeins arkitektinn heldur einhverju af hinu forna starfssviði listamannsins, vegna þess að list hans inniheldur notagildissjónarmiðið.“ Ef við tökum mark á þessum orðum Russels og munum um leið að „forna starfsvið listamannsins" var meira f átt að handverki en nú er talið eðlilegt, eru þessi sfðustu orð hans f garð arkitekta töluvert hrós. En spurningin er, hvort arkitektinn eigi þetta hrós skilið? Spurningin er, hvort starfsemi arkitektsins sé .ekki einnig að verða nokkuð mikið f ætt við stofnun? Og þá einnig hvort arkitektinn sé ekki einmitt sjálfur hlynntur því að verða að enn einni stofnun við hlið „liinna“ listgreinanna? 1. Arkitektafélag tslands (Al) hefur gert tilraunir til þess að fá opinbera viðurkenningu, f formi lista- mannalauna, en fengið synjun. 2. Arkitektar neita stundum f krafti höfundaiaganna að breyta útliti fbúðarhúsa, enda þótt nauðsyn kref ji vegna iekra húsþaka o.s.frv. .Nýjar gardinur — það er búið að eyðileggja húsið mitt". Teikning eftir Sigmund. -- M/. U V.. V/, M/y . r _ • W'V \H V/ II//. % /< \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.