Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 8
REYKVÍSKUR KVENNA- BLÓMI VIDÚTFÖR TÓNSKÁLDSINS 22 maí 1922 Konur skörtuðu skautbúningi við útför Sveinbjörns Sveinbjörnssonar 22. maí 1922. Að athöfninni í Dóm- kirkjunni lokinni, var kístan borin í Alþingishúsið, og var þá tekin mynd af konunum í garði Alþingishússins. í tilefni hátíðadags kvenna 19. júní á kvennaári, ergaman að birta myndina af þessum prúðbúnu konum. Þrjár þeirra sem enn eru á lífi, hafa þekkt allar konurnar, nema eina, konuna lengst til vinstri á myndinni. Þær eru: 1. óþekkt 2. Guðrún Brynjólfsdóttir 3. Margrét Steffensen Björnsson 4. Guðný Bríem 5. GuSrún Briem 6. Sigþrúður Guðmundsdóttir Kristjánsson 7. Helga Thorsteinson 8. Sara Þorsteinsdóttir 9. Elísabet Steffen- sen 10. Guðrún Bjarnadóttir 11. Ragnheiður Guðmundsdóttir 12. Guðrún Benediktsdóttir 13. Helga Zoéga 14. Lovisa ísleifsdóttir 15. Sigrún Jónsdóttir 16. Ásdís Gísladóttir Johnsen 17. Geirþrúður Zoöga 18. Sigríður Metúsalemsdóttir 19. Ágústa Sigfúsdóttir 20. Margrét Zoega 21. Ingibjörg H. Bjarnason 22. Guðríður Guðmundsdóttir 23. Anna Kl. Jónsson 24. Jósefína Lárusdóttir Blöndal 25. Sigríður Björnsdóttir 26. Jar- þrúður Johnsen 27. Sesselja Guðmundsdóttir 28. Sigur- laug Indriðadóttir 29. Guðrún Guðmundsdóttir 30. Guðrún Agústsdóttir 31. Elin Magnúsdóttir 32. Bene- dikta Benediktsdóttir (Billa Benedikts) 33. Margrét Jónsdóttir 34. Lilja Kristjánsdóttir. í aftari röð: 35. Hallfríður Proppé (Frtða Stefánsd.) 36. Svanfríður Hjartardóttir 37. Dórothea Proppé 38. Franciska Olsen 39. Charlotte Albertsdóttir 40. Ragn hildur Jónsdóttir 41. María Markan 42. Anna Klemenz- dóttir 43. Elísabet Waage. Ekki munu allar vera á myndinni, sem skautuðu þennan dag, a.m.k. vantar Aðalbjörgu Sigurðardóttur. Ferming fyrir hölfri öld Framhald af bls. S ekki er nema brot. En það, sem ég kann, er á þessa leið: © Hvað er að frétta? Hvernig líður? Hver áþetta, semþú ríður? Enginn dauður, fátt á ferð? Hvað segir hann Klemens núna? Hver fer þarna suður brúna? Hækkar nokkuð hestaverð? Eitt var víst. Ég fór ekki varhluta af spurninga- áráttu gamla mannsins. Ég var varla fyrr setztur inn en hann fór að spyrja mig um hitt og þetta. Fyrst um skepnuhöld á mlnu heimili og skepnufjölda og væntanlegar umbætur á jörðinni, túnasléttur og margt fleira. Þá tók hann til að spyrja mig, hvað við ættum að læra undir ferminguna, hvernig presturinn spyrði okkur og um hvað. Á hann legði nú mesta áherziu. fJr öllu þessu varð ég að reyna að leysa eftir beztu getu. Kona Magnúsar, Guðriður að nafni, sagði stundum við mann sinn. „Góði.vertu nú ekki að þessum eilífu spurningum við krakkann. Hann er orðinn þreyttur og vill f ara út að viðra sig og leika sér við hann Bensa. En Bensi var strákur á heimilinu, litlu eldri en ég. Að visu var ég orðinn þreyttur og vildi fara að komast út, en þó fannst mér þessi gamli maður, með allar sínar spurningar, viðfeldinn og langt frá því að vera leiðin- legur. Það var eitthvað innilegt, hlýlegt, og kannski barnalegt við hann. Eitthvað hressilegt og vakandi við alla hans mögnuðu spurningaákefð. Heimilið í Miðskógi var mjög snyrtilegt, þótt ekki væri ríkidæminu fyrir að fara. Það var eins og einhver virðuleikablær yfir heimilinu. Hver hlutur á sínum stað og allt hreint og þokkalegt. Húsakynni voru sæmileg.eftir því sem þá gerðist, járnvarið timburhús, að vísu fremur lftið. Magnús gamli hélt áfram að spyrja mig í þaula. Endalausar spurningar. Hann vildi fá að vita, hvað mér hefði verið sett fyrir hjá prestinum og hvernig ég kynni það, sem mér hafði verið sett fyrir. Ég varð að fara með sálmana fyrir hann. Það var eins og það væri metnaður hans , að barnið, sem komið hafði verið fyrir hjá honum, kynni ekki verr en önnur börn. Ég fékk hrós hjá Magnúsi fyrir kunnáttu mina á sálmunum og einnig fyrir það, hvernig ég fór með þá. Mér fannst hann vera vel að sér i sálmabókinni. Ég er viss um, að hann kunni ógrynni af sálmum. Ég var alveg hissa, hvað hann varði miklum tíma til að tala við mig, strákhvolpinn. Það var eins og hann hefði gaman af því. „Anzi ferðu vel með sálmana," sagði hann einu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.