Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 9
sinni við mig.— „Ég hef tekið eftir því,“ sagði hann einu sinni við mig, „að þeir, sem fara vel með kvæði eru oft hagmæltir." — „Hefurðu aldrei reynt að gera vísu?“ spurði hann. Ég kvað það fjarri lagi, það hefði ég aldrei reynt. — „Eigum við að reyna?“ sagði hann. Ég frétti seinna, að hann hefði verið prýðilega hagmæltur. „Þú skalt byrja,“ sagði hann, „það er léttara, ég skal reyna að prjóna neðan við.“ Og þangað til var hann að, að ég fór að reyna að hnoða saman einhverri vitleysu. Hann botnaði samstundis og hló siðan hressilega og sagði, að þetta væri bara gott hjá okkur. Ég held nú, að þetta hafi verið léttmeti, eins og eðlilegt var. Og ekkert af þessu hefur festst mér i minni. En ég hafði gaman af þvi, og alltaf fannst mér síðan hann Magnús gamli i Miðskógi skemmtilegur maður. Ég held, að ríkt hafi ánægja, gleði og friður á heimilinu í Miðskógi. Alla tið siðan, kom ég þar við, er ég átti leiö þar um, og heildaði upp á gamla manninn. Stundum spurði hann, kíminn á svip. „Hefurðu ort nokkuð nýlega, Agúst minn?“ Það leið að hvitasunnunni. Barnshugurinn var fullur tilhlökkunar. Kannski fengi ég einhverjar gjafir, að minnsta kosti ný föt. Ég var viss um það. Tvennt hafði ég aldrei eignazt fyrr.- slaufu og útlenda skó. Ég hafði alltaf gengið á sauðskinnsskóm. En hvað ég fengi meira, vissi ég ekki, fyrr en á sjálfan hátíðis- daginn. Ég fór gangandi til kirkjunnar ásamt heimilis- fólkinu, enda leiðin stutt. Allt var á ferð og flugi á sjálfum kirkjustaðnum og margar konur í óða önn að undirbúa börnin undir fermingarathöfnina. Þeir, sem áttu langt að sækja, gátu vitanlega ekki verið í þeim fötum á leiðinni, sem þeir ætluðu að vera í I kirkjunni. Sumar fermingarsystur minar voru I skautbúningi. Kirkjusókn var þá miklu meiri en nú er orðin, og á stórhátíðum var venjulega fjöldi fólks við kirkju. Þetta var upplyfting fyrir fólk, tækifæri til að sýna sig og sjá aðra. Ég held, að ræða prestsins hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Enn man ég þó örfáa drætti. „Verið góð við alla smælingja, sem verða á vegi ykkar í lifinu, alla sem eiga bágt.“ Ennþá man ég vel forsöngvarann, hann Guðmund gamla i Selárdal. Hann átti um þó nokkurn veg að sækja, en lét sig vist sjaldan vanta. Raddmaður var Guðmundur með afbrigðum góður. Ekkert orgel var í kirkjunni. Það kom ekki fyrr en löngu síðar. Skipti því ekki svo litlu að forsöngvarinn væri til staðar. Lá nærri, að messufall yrði, ef hann kom ekki til kirkj- unnar, Ég var fjarska feiminn, er fólkið var að óska mér til hamingju að athöfn lokinni, og kunni hálf illa við allt þettatilstand. Auk þess hafði égama af nýjuskónum; þeir meiddu mig. Ég fékk þarna við kirkjuna þrjú kort og fimm krónur I peningum, sem mamma gaf mér af allri sinni fátækt. Þegar heim kom, beið okkar kaffi og kökur. En ég hugsaði. Skyldi ég ekki fá aðrar gjafir en þessar fimm krónur? Er við vorum búin að drekka kaffið, kom gamla konan, húsmóðirmín, i dyrnarog sagði; „Gústi,komdu snöggvast.“ Það hoppaði í mér hjartað. Nú var ég alveg viss um, að hún ætlaði að gefa mér eitthvað. Hún sagði. „Þú sérð hana Rauðku með rauða folaldinu fyrir neðan túnið. Þetta á nú að vera fermingargjöfin þin; þú mátt eiga folaldið." Mikið varð ég nú feginn. Það var draumur allra drengja þá að eignast hest, svipað og hjá strákum nú að eignast bíl. Ég hafði aldrei búizt við svona stórri gjöf. Eg labbaði út fyrir túnið og virti litla folaldið fyrir mér meó aðdáun. Þetta var tvímælalaust eftir- minnilegasti dagur ævi minnar. Siðan leió rúmur mánuður. Þá kom frænka mín, sem átti heima i Reykjavík. „Húnkemur nú nokkuð seint, fermingargjöfin þfn,“ sagði hún, „þetta er frá okkur systkinunum." — Það var vandað og fallegt vasaúr. Ég átti það i mörg ár.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.