Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 10
ÞJÖÐ- MINJAR Eftir Þör Magnússon þjóöminjavörö TVÆR MYNDIR AF JÓHANNESI GUÐSPJALLA- MANNI í kirkjulegri list höfðu guðspjallamennirnir hver sitt einkennistákn eða merki, sem þekkja má þá eftir yfirleitt. Mattheus hefur mann, sem venjuleg- ast er þó sýndur sem eng- iH, Markús Ijón, Lúkas uxa, og Jóhannes örn. Að auki hafa þeir svo tíðast bók i hendi, tákn þess að þeir hafi skrifað guðspjöll in. Hér eru sýndar tvær myndir af Jóhannesi guð- spjallamanni, eins og ís- lenzkir myndskerar háfa sýnt hann á 17. og 18. öídinni. Fyrri myndin er úr Garpsdalskirkju og er ein mynd af fjórum sem sam- an eiga, þ.e.a.s. myndir hinna guðspjallamann- anna eru einnig tilheyrandi sams konar og að auki er í kirkjunni í Garpsdal enn lítill róðukross, sem til- heyrir myndum þessum og hafa þær að líkindum allar verið í altaristöflu í upp- hafi, krossinn í sjálfri töfl- unni en postulamyndirnar i hurðunum. Síðan hefur taflan sundrazt og myndir postulanna komið i þjóð- minjasafnið 1917. Jóhannes heldur á bikar í hægri hendi og virðist eins og signa yfir hann með vinstri hendi. Örninn stendur til fóta honum og yfir er blómskraut, hin sí- fellda undirstaða i islenzk- um tréskurði. í upphafi hefur myndin verið máluð, en það er nú af að mestu. Hin myndin af Jóhann- esi er úr Laufáskirkju við Eyjafjörð, en hún er á graf- letursspjaldi yfir Stefán Einarsson prest þar, d. 1755. — Hér er Jóhannes sýndur likari islenzkum fyrirmanni á 18. öldinni, með hökutopp og yfir- skegg, í skósiðri kápu eða hempu. Allur er svipur hans góðlegur og kýmileit- ur, en greinilega hefur verkið verið nokkur vandi fyrir myndskerann. Hvorugur myndskerinn er þekktur að nafni, enda er svo yfirleitt með lista- menn fyrri tiðar. Þeir hafa nær aldrei látið nafn sitt á verk sin, og nöfnum þeirra bregður ekki fyrir sem slík- um i heimildum. Menn gerðu ekki tilkall til lista- mannsnafns né frægðar en reyndu eftir beztu getu að skapa hluti, sem glatt gætu augað og prýtt húsa- kynnin, ekki sizt kirkjurn- ar, sem voru oft er á aldirn- ar leið orðnar næsta fátæk- ar að góðum gripum. Séra Björn Halldórsson í Laufási sendi safninu graf- letursspjald sr. Stefáns Einarssonar árið 1870. Sr. Björn sendi safninu marga góða gripi á fyrstu árum þess, ekki sízt úr Laufáskirkju, en hann lét smiða nýja og gullfallega kirkju þar á staðnum 1865, þá sem enn stendur. Þá hefur grafletursspjaldið og ýmislegt það annað, sem hann sendi til safns- ins, þótt illa eiga heima í nýju kirkjunni. i'' m m 6RETTIR STERKI r i ÁSTRA- LÍl Ekki er nema eðlilegt að oss fslendingum þyki gott að heyra frægðarsögur af töframætti vorra fornu bókmennta, og ef til vill ekki hvað sízt ef þær berast úr þeim hlutum heimsbyggðar, sem fjærst eru landi voru. Þegar hálfrar aldar afmælis hins merka ameriska vikurits The New Yorker var fyrir skemmstu minnzt í blöðum beggja vegna Atlantshafs, rifjaðist upp fyrir mér frásögn í þessu riti um hvernig Grettis saga varð á vegi gáf- aðs drengs í Ástralíu, svo að honum aldrei gleymdist — og að eg átti enn heftið með þessari sögu, frá 1948. Það er aillöng æfisaga hins bandaríska píanista og tónskálds Percy Graing- ers, sem fæddist og ólst upp i Ástralíu, og meðal annars vitnað i að hann hafi skrifað: „Eg hafði tíu eða ellefu ára gamall lesið Sögu normannska landvinn- ingsins eftir Freeman, úr- drætti úr Engil-saxnesku krónikunni og hina islenzku Sögu Grettis sterka í enskri þýðingu George Webbe Dasents. Þessi síðast nefnda saga varð strax, og hefur alltaf siðan verið, sterkust einstök listræn áhrif minnar æfi, og gaf mér (að þvi er mér virðist) fullkomnasta dæmi þess hvað norræn list ætti að vera — meitluð en samt „formlaus", margslungin en samt einlát (mono- tonous), sundurlaus, fjöl- breytileg, átakanleg, sorg- leg, stóisk, og harðvítug sannsögli." Þegar Grainger ekki löngu fyrir aldamót hóf tónlistarnám i Leipzig fór hann strax að svipast um eftir norrænu tónskáldi — og fann Grieg. Hann varð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.