Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 13
I skógræktarstöðinni i Fossvogi. Ljósm. Sveinn Þormóðsson. .. Paradís í Fossvogi Oft er leitað langt yfir skammt. Þegar ég kem út fyrir dyrnar heima hjá mér í Fossvogshverfinu, blæs norðan golan óvenju hressilega, þvi skjólgott er þarna og veðursæld umfram önnur hverfi borgarinnar. Ég bretti upp kragann á kápunni og geng rösklega f vesturátt eða í átt til sjávar því mér finnst alltaf heillandi að ganga eftir fjörunni, einkum í fögru veðri. Alltaf finn ég fyrir eftirvænt- ingu eftir að sjá hvern- ig sjórinn lítur út, hvort hann er grár með fjörlegu öldugljáfri, dimm- blár og kuldalegur eða hvort lygnara er en veðrið hafði gefið mér hugmynd um. Aldrei er stemningin eins þarna. Vegurinn niður að sjón- um liggur meðfram háum og fallegum trjám skóg- ræktarinnar i Fossvogi. Stundum er fuglasöngur- inn í þessum trjám svo hávær að ekki er hægt að tala saman þegar gengið er þarna framhjá og sann- reyni þetta hver sem vill, og hefur mergð fuglanna og hávaði oft minnt mig á borgir, sem orðið hafa of- fjölgun og landrýmisskorti að bráð. Aðalhlið garðs þessa er hið myndarleg- asta og vel læst. Ég hafði oft gefið hliðinu hýrt auga og langað til að stinga mér inn, en úr þvi varð þó fyrst er tíkin min litla, sem þá var hvolpur og gerði mörg glappaskotin, skaust inn fyrir og kom ekki til baka hvernig sem ég kallaði. Þegar ég var komin inn fyrir hliðið gleymdi ég hundinum gjörsamlega. Norðangolan hvarf, varð eftir í háu trjánum út við girðinguna nyrst í garðin- um, allt fékk á sig nýjan blæ, mér hitnaði í framan af sólinni. Fyrst minnti umhverfið mig á skemmtigarða er- lendis, síðan Hallorm- staðarskóg, Vaglaskóg, síðan fann ég að þetta var nokkurs konar blanda af öllu saman. Ég fór fram hjá stóru rauðu húsi og gróður- húsunum, vatt mér inn á milli tígulegra grenitrjáa og viti menn, ég er kominn í ævintýraskóginn sem við öll ferðuðumst í með Hans og Grétu i gamla daga. Hér er mosagrænt rökkur og ekki sést til hinims. Aðeins tré, sterkir, grænleitir stofnar og loftkastalar úr barrnálum. Allter grafkyrrt og undarlegt . . . Svo sé ég hundinn allt í einu. Hann stendur hreyfingar- laus og kamburinn ris á hálsinum af einskærri geðshræringu. Þarna hafa „skógarhöggsmenn" greinilega verið að verki, nokkrir bústnir viðardrum- bar liggja á jörðinni. Þeim er smekklega raðað saman af höndum sem notið hafa verksins, sýnist mér. En ég dríf mig áfram. Ætla að sjá meira af þessari paradís. í skjóli hæstu trjánna eru litil grenitré að vaxa upp i þúsundatali. Sum hafa strax fengið þennan sér- kennilega blágræna lit, sem er svo heillandi. Vaxtarlag trjánna eru legio og gaman að athuga hvert og eitt. Sennilega er það harð- neskjan i veðráttunni hér sem veldur þvi að svo fá tré verða beinvaxin, en mér finnast hin líka falleg og græn. . . allan ársins hring. Ég heyri skvamp, síðan gelt, Tíkin er komin á bóla- kaf ofan í læk. En hún er hæst ánægð og dillar skottinu og leggur aftur eyrun þegar ég kalla, en vill ekki koma upp úr. Yfir lækinn eru fallegar litlar brýr úr plönkum, og birki- tré báðum megin á bökk- unum. Birkið er að byrja að springa út og ilmurinn er sterkur. Austast i garðinum eru svo falleg rjóður að ég efast um að fallegri fyrir- finnist hér á landi. Rústir af gömlum kofa standa á bökkum lækjarins að sunnan og fyrir framan hann er iítil brú yfir læk- inn. Ég ftomst að þvi að tvö önnur hlið Skógræktar- innar standa opin. . . og samviska mín batnaði örlítið. Ekki eru öll svæði garðs- ins notuð fyrir ræktun og ef blóm væru gróðursett þarna t.d. einhverjar sterk- ar fjölærar jurtir innan um trén yrði þessi paradis enn dýrðlegri. Alltaf er verið að tala um að hér og þar í borginni eigi að vera græn svæði, jafnvel almennings- garðar en svo á þessi garður ef til vill að fara undir malbik. Hvað mundi fólkið i Laugardalnum segja ef malbika ætti þvert yfir garðinn þar. Þó er Skógræktin i Fossvogi mun stærri, fallegri og grónari garður en Laugar- dalsgarðurinn. Ég get ekki trúað því að eyðileggja eigi svo sem hársbreidd af þessum garði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.