Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 15
EINKUNN MIÐAÐ VIÐ VERÐ HÆSTA EINKUNN: 10.0 Útlit 8.6 frðgangur 9.5 sœti 9.5 fjöðrun 8,0 ökuhæfni 9.0 eyðsla 9,5 stýri 8,5 útsýni 9,0 Meðaleinkunn: 9,0 AudilOO Umboö: Hekla h/f Verö: kr. 1900 þús. Að neðan: Teikning, sem sýnir gerð öryggisgrindar. Á undanförnum ðratug er I raun- inni ekki hægt að segja, að bílar hafi breytzt mikið í útliti. En allt um það hefur átt sér stað mjög gagnleg þró- un og stanzlausar endurbætur á ýmsu þvi sem máli skiptir. Þegar samkeppnin er hörð, fer vart ð milli mála, að oft er erfitt að gera upp á milli tegunda, sem teljast i sama flokki og seldar eru á sama eða svipuðu verði. Venjulega er það þá eitthvað tilfinningalegs eðlis, sem ræður úrslitum um, hvað kaupand- inn velur; einkum og sér i lagi ræður útlitið og hönnunin úrslitum t því máli. Þegar einhver maður segir, að honum þyki Volvo fallegur, en geti aftur ð móti ekki þolað Opel, þá er ekkert við þvi að segja. „Man kan ikke diskutere smag", segja danskir og það stendur vist óhaggað. Tilfinn- ingamál verða heldur ekki til um- ræðu hér; þó er ekki hægt að útiloka þá hlið þar sem aksturshæfni verður ekki dæmd með öðru en þeirri til- finningu, sem ökumaðurinn hefur. Þegar farið er að reynsluaka bflum af ýmsum gerðum og bera saman, þá hefur það lika i för með sér, að maður kynnist því, hvernig hlutirnir ættu helzt að vera og vinna. Af þvi leiðir að maður verður ósjðlfrátt dá- Iftið kritfskur og ber hvert atriði saman við það, sem talið er að bezt sé leyst. En að þessum formðla lokn- um verð ég að segja, að mjög langt er siðan ég hef reynsluekið bil, sem mér hefur þótt jafn alhliða ánægju- legt og að aka Audi 100LS. Og til nánari skilgreiningar á þvi hvað ég meina, skal tekið fram, að þar á ég fyrst og fremst við að allir hlutir virðast vinna nákvæmlega rétt. Audi 100 er umfram allt þýzkur bill, gerður af þýzku hugviti og tækni- kunnáttu og þar á ofan mótaður af þýzkum smekk. Kannski væri réttast að segja, að skynsemin ráði ferðinni i öllu tilliti — eða næstum þvi öllu. Þessvegna er allt hreint og klárt, funksjónalisminn uppmálaður eins og Bauhaus-skólinn þýzki hefði frek- ast getað á kosið. Þeir sögðu nefni- lega: Það sem er rétt, það er lika fagurt. Þannig er Audi. Ytra útlitið er kantað, en eins- konar gullinsnið og óvenju gott sam- ræmi er milli allra stærða og i því felst listræn fegurð. En hér er aftur á móti litið um svokallaða „stæla" eða skreytingar sem oft eru aðeins til þess að lappa upp á lélega teikningu. Að visu má segja, að sjálft tegundarmerkið, fjórir hringir, og listinn á hliðinni, séu einu skreytingarnar. Að innan er ekkert ómerkilegt skraut til, en sætin eru fallega formuð og fram- úrskarandi gott að sitja i þeim. Mælaborðið er kannski dálitið „spartanskt", en þar er að finna samskonar einfaldan funksjónalisma og i mælaborðinu á Mercedes Benz. Beri maður Audi 100 saman við aðra bila, sem gætu talizt svipaðir, þá koma manni fyrst i hug vandaðir, þýzkir bilar eins og BMW og Benz. Það er auðvelt að imynda sér, að Audi 100 sé smækkuð mynd af Mercedes Benz, en i akstri minnir hann samt miklu meira á BMW og má þá segja, að ekki sé leiðum að likjast. Það sem einkennir aksturshæfni Stýri og mælaborð; þýzkur still, allt einfalt, auðskilið og frábær frágangur. þessa bils er, hve viðbragðsfljótur hann er, léttur og kvikur. Þessvegna er hann sniðinn fyrir nútfma borgar- umferð, ekki sizt vegna þess að út- sýnið er einstaklega gott á alla vegu. En Audi 100 er einnig og ekki siður bráðskemmtilegur t hröðum akstri og aksturshæfnin er óaðfinnanleg á miðlungs malarvegi. Á þvottabretti og holóttum vegi, er stýrið ekki full- komlega laust við titring og það er það eina, sem að honum má finna i þvi tilliti. Fjöðrunin er i meðallagi, hvorki stif né tiltakanlega mjúk og undir venjulegum kringumstæðum er hann ágætur i stýri. Vólin virðist vera framúrskarandi verkfæri og liklega bezti hluti bilsins. Hún er hljóðlát og orkan I þessari gerð er 110 hestöfl, SAE. Það telst ekki stór vól og þessvegna er orka hennar furðu mikil. Viðbragðið úr kyrrstöðu I 100 km hraða er 11,9 sek. og hámarkshraðinn 170 km á klst. Við þessar dyggðir bætist að vélin er einstaklega sparneytin og kemst jafnvel af með minna en 9 lítra á 100 km i vegaakstri. Ein vélargerð er fáanleg með 93 hestafla orku og önnur stærri með 123 hest- afla orku. Þá er viðbragðið 10,8 sek. i hundraðið og hámarkshraðinn 179 km á klst. Vélin er vatnskæld, fjögurra strokka, en drif er á framhjólum. Gormafjaðrir eru bæði að aftan og framan. Hemlakerfi er tvöfalt, diskar að framan, en borðar að aftan. Farangursrými i skotti er um 0,6 rúmmetrar og nýtist mjög vel, þar sem varadekki er mjög vel fyrir komið. Hinsvegar hefur það þann ágalla, að helzt verður að taka hvert tangur og tetur úr skottinu til þess að ná þvi. Þessi bill var beinskiptur, gírst^ngin i gólfi, og enda þótt hún sé ekki i beinu sambandi við girkass- ann, verður þess óvenju litið vart; gírskiptingin er mjög snögg og sport- leg. Bæði girskiptingin, ástig á fetla og önnur stjórntæki eru með þeim hætti, að þar er ekki þörf neinnar aðfinnslu. Lengdin er 4,63 m, breiddin 1,72 m, hæð undir lægsta punkt er 19,5 sm og þyngdin er 1050 kg. Hekla hefur umboðið, þar sem Volks- wagenverksmiðjurnar eiga Audi nú orðið og verður það að teljast veru- leg trygging fyrir vönduðum frágangi og góðri þjónustu i öllu tilliti. Sam- kvæmt upplýsingum frá Heklu er verðið nú 1.900 þúsund krónur fyrir utan ryðvörn. G. Um svefn og drauma gefur útsýn til allra átta. Skýring H.P. er aó visu ákaflega frumleg og mörgum finnst hún fjarstæðu- kennd, en hún er sú, að sá sem dreymir sé „samvita“ öðrum manni, sem þá sé draumgjafi, og draumgjafi sé oftast maður á öðr- um hnetti. Svefninn sjálfur sé mögnunar- ástand, þar sem maðurinn hleðst lifgeislan orku, en sú orka umlyki alheim. Er hér gert ráð fyrir orku- tegund, sem vísindin eigi eftir að gera sér grein fyrir og skilgreina. Hraði hennar sé óháður tfma og rúmi og sker hér í odda við kenn- ingu Einstein, að hraði ljóss sé hinn mesti hraði I alheimi. Mér finnst athyglisvert hvernig H.P. lýsir rannsóknum sínum stigi af stigi. Hann segir að hann hafi sett sér það mark að ráða gátuna um draumlifið. Hann les ógrynni bókmennta um þetta efni, en hefir jafnframt nákvæma eftirtekt og rýni á eigin reynslu. Það voru einkum þrjú atriði sem vöktu athygli hans og hann stað- næmdist við, atriði sem virðast hafa farið fram hjá öðrum, sem fengist hafa við lausn þessa máls. a. Fyrsta atriðið er munurinn á því að hugsa um athöfn og atburð, eða lifa atburðinn sjálfur. En ýmsir hafa talió drauma nokkurs- konar myndasýningu úr endur- iriinningunni. b. Hann veitti þvi athygli, ef hann sá sjálfan sig í spegli i draumi, að þá var alltaf ókunnur maður i speglinum. Hann var ekki H.P. í draumnum. c. Loks kom það oft fyrir að hann dreymdi atburði eða um- hverfi, sem gat ekki verið á þessum hnetti. Þetta voru stað- reyndir, sem erfitt var að skýra og engar hefðbundnar úrlausnir komu hér til greina. Lengi leitaði hann skýringar á þessurn atrióum en árangurslaust. Þá kom honum til hugar viss reynsla, sem hann hafði orðið fyrir og kom honum á sporið. Hann hafði veitt þvi at- hygli, að i huga hans voru við og við að koma orð og orðatiltæki, oftast ljót og leið, á þann hátt að undarlegt var. Orðrétt segir hann: „Orðurn þessurn eins og skaut upp í meðvitund minni, án þess ég hefði hugsað þau. Og mundi ég nátturlega ekki hafa veitt þessu neina eftirtekt, ef ekki hefði ég haft langa æfingu i að athuga. Náttúrlega var þetta at- hvarf fáfræðinnar, sem menn hafa kallað undirvitund við hönd- ina þessu til skýringar. Það hefði mátt telja sér trú um, að það væri skýring, ef sagt væri, að orðum hefði skotið upp úr undirvitund- inni. En þó reyndist ég of giftu- samur rannsóknari til að lenda i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.