Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 4
ÞAMIG KVADDI ÍSLWD n Þessi mynd er úr safni Sigfúsar Ey- mundssonar og er í eigu Þjóðminja- safnsins Hún segir brot af íslands- sögu. Sigfús var sjálfur agent og Vesturfaraskipið Camuens var á hans vegum. Hér sést upphaf einnar ferðarinnar; Camuens hefur lent I Is, að öllum llkindum í Trékyllisvlk á Ströndum. Skipið skaddaðist og ótt- uðust þá sumir, að skipið mundi ekki komast yfir hafið. Varð Sigfús sjálfur að taka sér far með skipinu til að sannfæra vesturfarana um hæfni skipsins. En áður en akkerum væri létt, kleif Sigfús fjall og tók mynd- ina. Kuldalega hefur jsland kvatt þá, sem fóru I það sinn. að berjast gegn Amerfkuferðun- um, og að þvf kom, að yfirvöldin fóru cinnig að láta til sfn taka f þessum efnum. Það orð lék á, að ýmsir þeirra, sem vestur fóru, skildu ilia við hér heima, hlypu frá skuldum og sumir skildu jafn- vel fjölskyldur sfnar eftir vega- lausar. Þá voru sett lög af alþingi, sem var ætlað að reyna að koma f veg fyrir slíkt, og jafnframt var kreppt allmikið að starfsemi „agentanna", en ýmsir höfðu kvartað undan þvf, að þeir stæðu ekki alltaf við gefin loforð. Þá var þess heldur ekki langt að bíða, að ýmsir snerust gegn fólksflutning- unum f ræðu og riti. Bæklingar voru gefnir út til þess að andæfa áróðri „agentanna" og mun þar frægastur bæklingur Benedikts Gröndal skálds, sem út kom árið 1888. Jón Olafsson ritstjóri reis upp til andmæla og varð af þessu hin harðasta og skemmtilegasta ritdeila, sem lauk með meiðyrða- málum og fjársektum eins og títt var á þessum tíma. Um svipað leyti fóru blöðin, einkum tsafold að snúast gegn Vesturheims- ferðunum af meiri þunga en fyrr. Hvort þetta hcfur haft mikii áhrif er erfitt að segja, þegar hér var ko/nið sögu, var mesta út- flutningshrotan liðin hjá Andúð — fundum hleypt upp fyrir agentum Eins og fyrr var frá skýrt höfðu stjórnvöld í Vesturheimi erind- reka á sfnum snærum vfða um Evrópu. Lengi vel bar þót lftið á starfsemi sffkra manna hérlcndis. Það var ekki fyrr en árið 1886 að Kanadastjórn réð ísienzkan mann, Baldvin L. Baldvinsson, til starfa sem útflutningserindreka og starfaði hann á vegum stjórn- © arinnar um tfu ára skcið. Hann kom alloft hingað til lands og hvatti menn til vesturfarar. Var máli hans og annarra „agenta" misjafnlega tekið, og ekki var óal- gengt, a.m.k. eftir að kom fram um 1890, að menn hicyptu upp fundum fyrir „agentunum". Árið 1890 fóru kanadísk stjórnvöld að bjóða íslendingum frfðindi, ef þeir vildu flytjast vestur. Það ár voru t.d. fargjöldin frá Islandi til Winnipeg lækkuð. Og enn vildi Kanadastjórn gera betur. Árið 1893 gerði Thomas Greenway for- sætisráðherra Kanada samning við Beaver skipafélagið um að það lánaði íslenzkum vesturför- um fjargjaldið vestu- haf gegn stjórnarábyrgð. Ekki er vitað til þess að Bandarfkjastjórn hafi boðið nein svipuð frfðindi. Þessar ráðstafanir stjórnvaldanna virð- ast hins vegar hafa haft takmörk- uð áhrif, cinfaldlega vegna þess að þær komu of seint. Arið 1893 var síðasta harða árið á öldinni og með batnandi árferði urðu Is- lcndingar tregari til búferlaflutn- inganna. Landflóttin vestur um haf hafði einnig skapað meira rúm í sveitum landsins fyrir þá sem heima sátu og kom það að góðum notum þegar aftur fór að batna í ári. Loks ber þess að geta, að nú var þess skammt að bfða að fslenzkt efnahagslff tæki þann fjörkipp að á öilum vinnufúsum þyrfti að halda. III. Hverjir fluttust vestur og hvaöan fluttust þeir? Sú skoðun hefur lengi átt fylgi að fagna hér á landi, að þeir sem fluttust vestur um haf á öldinni sem leið hafi verið „misheppnað" fólk, nánast dreggjarnar úr ís- lenzka þjóðfélaginu. Það mun að vfsu mál. sannast, að fslenzku vesturfararnir hafi fæstir verið rfkir af veraldlegum auð; að þeir hafi á nokkurn hátt verið lakara fólk en aimennt gerðist nær hins vegar ekki nokkurrri átt. En þá vaknar sú spurning: Hverjir flutt- ust helzt vestur um haf? Voru það einhverjir sérstakir þjóðfélags- höpar? Voru það sérstakir aldurs- flokkar öðrum fremur? Þessu er til að svara, að í hópi vesturfaranna voru fátækir bænd- ur og vinnufóik f jölmennast. Læt- ur og að líkum að þetta fólk hafði helzt ástæðu til þess að flýja harð- indin. Fátækir kotbændur gátu eðlilega miklu sfður staðizt gras- brest og skepnufelli en þeir, sem auðugri voru og rótgrónari. Horf- ur þeirra voru því harla dapurleg- ar hér heima f þvf árferði, sem lýst var hér að framan. Við þetta bætist, að þau héruð, þar sem smábúskapur var einna al- gengastur, sveitirnar á Norð- austurlandi, urðu verst úti f harðindunum. Þar Ienti fjöldi fólks á sveitinni og fslenzk sam- félagshjálp á þessum tíma var ekki svo burðug eða mannúðleg að þetta fólk gæti talið sig hafa frá miklu að hverfa. Það vildi svo mörgum kotbóndanum tif happs, að einmitt um þetta sama leyti hófst sauðasalan mikla til Bretlands. Gátu margir selt bústofn sinn gegn borgun út I hönd og þannig greitt fargjaldið vestur um haf. Verður seint met- ið til fullnustu hve margir losnuðu úr eymdinni hér heima vegna skorts á kindakjöti f Bret- landi. Alþýðufólk í miklum meirihluta Vinnufólk og fátækir einhleyp- ingar áttu ekki heldur að miklu að hverfa þegar harðast svarf að. Átvinna fór auðvitað minnkandi, og ekki kom tii mála að hefja búskap í slfku árfcrði. Urelt iög um sveitfesti og vistarband gerðu og mörgum erfitt fyrir. Þeir sem eitthvað kunnu til handverks eða annarra iðngreina sáu sfnum hag einnig oftast bezt borgið með því að flytjast vestur um haf. Af framansögðu má Ijóst vera, að það var fyrst og fremst alþýðu- fólk, sem fluttist vestur. Þetta var fólk á öllum aldri, þótt fæstir hafi verið mikið yfir miðjan aldur. En hvað um embættis- og mennta- menn? Þvf er til að svara, að embættismannastéttin hafði jafn- an verið andvíg Vesturheimsferð- unum og úr þcim hópi fluttust aðeíns örfáir, helzt ekki nema prestar, enda voru kjör þeirra margra löngum Ifk kjörum bændastéttarinnar. Ur hópi menntamanna fluttust hins vegar allmargir vestur. Voru það bæði kandfdatar frá Kaupmanna- hafnarháskóla, sem ekki leizt of vel á atvinnuhorfurnar hér heima, og menn sem höfðu snúið heim próflausir og áttu þvf auð- veldara með að vinna fyrir sér vestra. Þess ber þó einnig að geta, að margir þessara menntamanna fóru aðeins til stuttrar dvalar, en komu sfðan heim aftur. Þeirra á meðal má t.d. nefna Einar H. Kvaran rithöfund. Er ekki að efa að margir þessara manna hafa lært mikið á ferð sinni vestur, og margir þeirra fluttu heim með sér nýja þekkingu og verkkunn- áttu. Þá er að því að hyggja, hvaðan fólk fluttist helzt. Varð flutn- ingurinn meiri úr einum lands- hluta en öðrum? Mér eru ekki tiitækar neinar skýrslur um þetta efni og verð þvf að stikla mjög á stíiru. Eins og fyrr var getið áttu Vesturheimsferðirnar upptök sfn á Norðurlandi, í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Ur þessum héruðum munu einnig flestir hafa flutzt. Margir fóru einnig af Austuriandi, einkum eftir Öskju gosið 1875. Af vestanverðu Norðurlandi og Suðurlandi ffutt- ust allmargir og hið sama gildir um Faxafióasvæðið. Tiltölulega fáir munu hins vegar hafa fiutzt af Snæfellsnesi, Barðaströnd og úr Dölum, þótt alltaf sé getið nokkurra vesturfara af þessum svæðum. Eina landsvæðið, sem virðist hafa sloppið nokkurnveg- inn við flutningana eru Vestfirð- ir. Fer það og saman við þá stað- reynd, að sjaldan er getið um aflabrcst á miðum Vestfirðinga um þcssar mundir, og Iftt hcrjuðu sauðfjárpestir þar vestra. NiÖurlagsorð Hér að framan hefur verið fjallað nokkuð um Vesturheims- ferðirnar. Þær eru án efa mestu þjóðflutningar Íslandssögunnar sfðan landnámsöld lauk. Orsakir þessara miklu fólksflutninga voru fyrst og fremst harðæri og landþrcngsli. Sumir fluttust af landi brott af stjórnarfarsástæð- um, og hafa menntamenn senni- lega helzt fyllt þann hóp. Ekki má útiioka að einhveíjir hafi flutzt á brott eftir að hafa bcðið skipbrot f lffinu, og vafalaust hefur ævin- týraþráin ráðið ferðinni hjá all- mörgum. En hverjar urðu afleiðingar Vesturheimsferðanna? Gerðist ekkert annað en það, að u.þ.b. 10.000 manns fluttust til annarrar heimsálfu. Til skamms tfma hafa menn einblfnt um of á þá stað- reynd, að hér var um landflótta að ræða. Hafa þvf margir verið ósanngjarnari en skyldi f dómum sfnum um það fólk sem burt flutti. Við megum hins vegar ekki loka augunum fyrir þeirri stað- reynd að margt gott leiddi af Vesturheimsferðunum. Þegar slfkur fjöldi flytzt af landinu hlaut að skapast meira olnboga- rými fyrir þá sem eftir urðu. Það gat stuðlað að hraðari uppbygg- ingu þegar harðindunum létti. Vestanhafs kynntust menn einnig nýjum atvinnu- og tækninýjung- um, sem þeir reyndu síðan að flytja hingað heim. Sumum var vel tekið og urðu þær tvímæla- Iaust til góðs. Má f því sambandi minna á, að það voru Vestur- lslendingar, sem fyrstir byggðu fshús á Islandi. Aðrar áttu að mæta skilningsleysi og andstöðu, en tilraunir þeirra komu þó hreyfingu á málin sem oft leiddi til mikilla framkvæmda þótt sfðar yrði. Sfðast en ekki sízt ber að liafa það í huga, að fjölmargir landar hafa staðið sig með ágæt- um vestra og borið nafn Islands vfða. Vegna þess eins var betur af stað farið en heima setið. Helztu heimildir: Arnór Sigurjónsson: Einars saga Ásmundssonar I. Magnús Jónsson: Saga tslendinga IX, 1 og 2. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Saga Islendinga I Vesturheimi I. Valtýr Guðmundsson: Dr. Valtýr segir frá. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Blöðin: Isafold, Þjóðólfur, Fjallkonan, Skuld og Fréttir frá tslandi á tfmabiiinu 1870 til 1900.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.