Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 2
OFURMENNIÐ KAGSSASSUK Fðein atriði með dœmum um myndlist Eskimöa ð Grœnlandi og I Kanada, - list sem hefur verið litils metin til þessa, en þykir nú merkileg og eftirsöknarverð Effir GÍS|C A8 ofan: Ung kona aftir Oonark. Til hægri: Fjölskyldan, litógrafla eftir Angosaglo og Tatunak. NeSst: Slðasta örin mln. Litógrafla eftir Mummookshoar- luk. Allir listamennirnir búa viS Baker Lake I Keevatin. I erlendum tfmaritum um listir er yfirhöfuö ekki minnzt á Island og íslenzka list, fremur en hvorugt væri til. Þær stundir koma, að við undrumst og jafnvel hneykslumst á þessari þröngsýni f jölmennra menningarþjóða, sem búa sunnar á hnettinum. En hvað um okkur sjálfa gagn- vart þeim, sem ennþá eru minni og búa ennþá lengra uppi á norðurhjaranum? Lfklega erum við ekki miklu skárri. Ef einhver þjóð er okkur ókunn, þá er það sú er næst okkur býr, á Grænlandi. Við erum jafnókunnug listum granna okkar á Grænlandi sem og fjölmörgu öðru f þeirra fari og Iffsmáta og til eru þeir okkar á meðal sem telja vfst að Grænlend- ingar þekki vart listir af afspurn, hvað þá eigin iðkun. Eins og allir veiðimenn hafa Grænlendingar lifað f nánu samneyti við náttúruna. Það hefur verið bar- átta uppá Iff og dauða og sú bar- átta ber aðlögunarhæfni manns- ins ljösan vott. Átökin við náttúruöflin hafa þróað ýmis- konar hjátrú, þar á meðal trú á dularmögn. Grænlendingar hafa orðað þetta sem svo að það góða sjái um sig sjálft og þurfi engar óhyggjur af þvf að hafa. Það séu hinsvegar illu öflin sem hvar- vetna liggi f leyni og við þau verði hver maður að kljást. Til þess að vera betur f stakk búinn í viðureigninni við ólán heimsins var gott að hafa á sér haglega gerðan verndargrip, tálgaðan úr beini. Strax á barns- aldri fengu menn dálitinn bein- karl að hafa á sér gegnum lifið. Venjulega var hann hafður handalaus, en vel beinn i baki og mundi sá drengur sem bar slikan beinkarl, vaxa fljótt og verða beinn í baki. Talsvert hefur fundizt af tálgu- myndum af þessu tagi á Græn- landi; sumar eru með hendur og heyra til menningarskeiði, sem þar var fyrir komu norrænna manna. Þegar þessir litlu og ein- földu hlutir eru komnir eins og minjagripir uppí bókahillur í Kaupmannahöfn, er auðvelt að ímynda sér þá sem dægradvöl veiðimannsins, þar sem hann sat í snjóhúsi sinu og heimskautahríð- in fyrir utan. Hinn vestræni maður á erfitt með að ímynda sér að myndir séu gerðar i sérstökum hagnýtum til- gangi. Okkur finnst að þær séu annaðhvort gerðar til dundurs, ellegar með þeim merkilega ásetningi að búa til listaverk. Eskimóinn var hins vegar að búa sér til verndaranda, svonefndan tupilak til að hafa meðferðis í stórræðum lífsbaráttunnar. Draumur um fæðu og frjósemi Sérstök gróska hefur verið i myndskurði I bænum Angmaksalik og þar í grennd. Þar var algengt að sjá konumyndir, ýmist i tré eða rostungstönn; alltaf eru þessar konur sællegar og kyneinkenni eins og brjóst og lendar mjög ýkt. Þykjast menn geta ráðið þar af að draumurinn um gnægð fæðu og frjósemi hafi verið að baki og að mikil gróska hafi einmitt verið i þesskonar myndgerð, þegar erfitt var í ári.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.