Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 4
Veiðidýrin eru kært við fangsefhi í list Eskimóa sem er ótrúlega svipuð, hvort heldur er í Grænlandi eða Kanada. A síðustu árum hafa atvinnulista- menn komið þar upp og jafnvel norður á Baffinslandi kostar einföld steinmynd um 70 þús. kr. Maður og kona. Sápusteinsmynd eftir Janet Nipi, „FuglmaBurinn", mynd skorin I tönn eftir Otto Tomasen I Kanada. Upemavik. Allt norðan frá Baffinslandi Myndlist Eskimóanna i Kanada er miklu meiri að vöxtum og fjöl- breytni og slík eftirspurn hefur nú orðið eftir verkum þeirra, að heilir hópar norður við Hudson Bay, á Labradorskaga og f Keevatin gera ekki annað en framleiða myndlist. Umfram allt vinna þeir í sápustein eins og á Grænlandi, en þeir hafa lika til- einkað sér teikningar, grafik og skemmtilega frumstætt málverk. Ég kynntist listaverkum kana- dískra Eskimóa fyrst á flugstöð- inni í Frobisher Bay á Baffins- landi. Það er um það bil eyðileg- asti staður sem ég hef augum bar- ið og kom sannarlega á óvart, að talsvert úrval þessara listmuna var fáanlegt þar í kaupfélagsbúð. Jafnvel ennþá meir kom þó á óvart, að verðlagningin i þessari krummavík var sú hin sama og í tízkuverzlunum heimsborganna. Síðar sá ég ágæt verk af sama tagi í hinu glæsilega listasafni Winni- pegborgar; þar var lika sölubúð og verðlagið það sama og norður i íshafinu. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti, en gagnmerkar heimildir greina svo frá, að dæmi um út- skornar myndir af einhverju tagi megi i Norður-Kanada rekja 2500 ár aftur fyrir fæðingu Krists og að fundizt hafi myndir á Græn- landi, sem eigi uppruna sinn allt að 2000 árum fyrir timatal okkar. Einnig má skilja af því sem lesið verður í ágætum tímaritum um þessi efni, að list norðurhjarans hafi verið harla lítils nietin, eða öllu heldur ekki neins, þar til nýverið. Nú hefur það orðið stjórnarstefna i Kanada, að þjóða- brot haldi í uppruna sinn og það hefur orðið þáttur í þeirri stefnu að örva Eskimóanna til þess að viðhalda listrænni hefð. örvunin hefur þó ugglaust fyrst og fremst orðið af þeim tekjum, sem lista- menn og Iistiðnaðarfólk þarna norðurfrá er nýlega byrjað að hafa. Nyrzt á Baffinslandi, þar sem heitir Arctic Bay og er uppundir þúsund kllómetrum norðar en Island, þar búa þau hjón Kominerk, Iiðlega þrítugur fyrr- verandi veiðimaður og kona hans Paneeloo. Þau eiga fjögur börn en Kominerk varð að hætta veiði- skap vegna heilsubrests og sneri sér þá að listinni. Nú vinna þau hjónin saman að myndgerð og vinna í stein og hvalbein. Án áhrifa frá alþjóðlegri list Eftirspurnin eftir Eskimóalist hefur kallað á framleiðslu, sem aftur á móti hefur I för með sér alveg ólfka afstöðu þess, sem áður skar út og gerði myndir af innri þörf — án þess að nokkur bæði um það. Hætt er við að aukin áherzla verði lögð á þá hluti sem bezt seljast i búðunum i Toronto og Montreal. Þarmeð ræður smekkur borgarbúans ferðinni og tæplega er það æskilegt. Teikningar Eskimóa eru alveg sér á parti og að því virðist án áhrifa frá umheiminum. Þær minna í senn á teikningar barna og myndlist svokallaðra frum- stæðra þjóða. Til dæmis er hópur af af fólki teiknaður á sama hátt og barn mundi gera það: Allir liggja á bakinu. Heimur fanta- síunnar er alltaf nærtækur; Maður fær fuglsham, dýrið fær mannsandlit. Hreindýrin fljúga með fuglunum og fiskar ganga á land. Grímulist Eskimóa virðist einnig eiga margt sameiginlegt með grímum Afrikuþjóðflokka. Það sem að baki liggur hjá báðum, er lotningin gagnvart því dularfulla. Fáir Eskimóar á norðurslóðum Kanada hafa lagt stund á málara- list, — en einnig sú viðleitni er alveg sér á parti. Einna athyglis- verðastar eru myndir veiðimanns- ins Nauja, sem byrjaði að mála með húsamálningu á krossvið. Myndir hans komu fyrir augu mannfræðings nokkurs, sem óðara sendi listamanninum olíu- liti og léreft. Nauja býr í Keevatin, vestanvert við Hudson- flóann; það er svo sem alveg á sömu breiddargráðu og tsland. Myndir Naujas eru sagðar minna á veggfóður frá miðöldum i þeirri veru, að sjóndeildarhringirnir virðast margir, En myndefnið er veiðar, veiðidýr, hundasleðar, snjóhús og ísi lagt hafið. Hér er farið frjálslega og skáldlega með hlutina og alveg sleppt þeim iskalda blýgráma sem okkur finnst að einkenni birtu norður- hjarans. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.