Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 5
Hann bar glasið hægt og virðulega upp að vörunum, saup litið eitt á, með sömu hægð og sama virðuleika, og lagði sfðan glasið á borðið aftur. Höndin skalf örlítið og það gerði borðið einnig, þrátt fyrir, að samanbrotnum bréfsnepli væri kyrfilega stungið undir einn fótinn. Hann kyngdi sopanum í smáskömmtum, með löngu millibili. Svo hallaði hann sér aftur á bak, hvildi herðarnar við vegginn og dró annan fótinn upp á rúmstokkinn. Hann spennti greipar um hnéð og leit hátt upp á vegginn andspænis. Nú gekk þetta ekki lengur. Alls ekki. Það var komið nóg, meira en nóg. Þessi síðasta vika var botninn á öllu saman. Já, auðvitað fyrir utan þessa litlu hress- ingu, sem hann átti þarna á borðinu, bara til að halda heilsu í dag. Svo skyldi hann sofna vært i kvöld, snemma. Á morgun byrjaði vegurinn að liggja upp á við. Hátt. Langt. Skipuleggja,það þurfi hann auðvitað að gera. Maður kemst ekkert án þess að skipuleggja. En það var ekkert vandamál. Hann hafði skipulagsgáfu, það hafði hann. Já, nú var þetta búið, eins og sorglegt leikrit. Fólkið stendur upp og gengur út. Og allir eru glaðir á ný. Já búið — slútt, það var orðið. Slútt, með áherzlu. Búið — máttlaust orð, meiningarlaust. Það var augljóst þetta með skipulagninguna, hvar hún átti að byrja: fá sér gott starf, fast starf. Vinna. Laun. Það fór fínn hrifningarstraumur um líkama hans, þegar þessi þáttur skipulagsins hafði farið rækilega gegnum heilabúið og hlotið staðfestingu. En nú rámaði hann i, að einhver hefði sagt, að enginn hefði orðið meiri af vinnu einni saman. Bull, auðvitað. Vinna göfgar manninn, segja þeir. Að sjálf- sögðu, augljóst mál. Og hún getur gefið peninga og, ef vel tekst til, álit. Það hafði hann séð um dagana, að vinna gat skapað einum manni álit, jafnvel þó ekkert annað gæti gert það. Og þetta átti að ske — hvort tveggja. En vinna. ..? Hann hafði jú fyrr... En hvað um það? Hann hafði alltaf verið óheppinn. Hver maður verður að fá þá vinnu, er svarar til hæfileika hans og kunn- áttu. Og laun líka. Og nú skyldi hann finna það rétta, jafnvel þó það tæki tímailangan tima. Þennan þátt skipulagsins innsiglaði hann með þvi að teygja út höndina eftir glasinu og fá sér einn litinn — og virðulegan — eins og þeim einum er lagið, sem hættur er að... Jæja. Höndin skalf ekki lengur, ekki teljandi. En borðið var samt við sig. Það ruggaði örlitið, þegar hann setti glasið aftur á borðið og ósjálfrátt studdi hann fingri á flöskuna, eins og hann byggist við, að hún mundi ramba um koll. En það var engin hætta á ferðum. Hún var meira en hálf, nokkuð svo stöðug ennþá. Svo hallaði hann sér aftur að veggnum og aftur leituðu augu hans upp á vegginn á móti. Ekki af því, að hann byggist við að sjá þar eitthvað, sem hann hefði ekki séð áður, eða vert væri að horfa á. Hann vissi fyrir löngu að svo var ekki. Það var bara svolítil hvild fyrir augun að horfa á myndlaust, óhreint vegg- fóðrið, götugt hingað og þangað eftir nagla, sem fyrri Ieigjendur höfðu rekið f vegginn, til að hengja kjána- legar fjölskyldumyndir á, eða hver veit hvað. Hillur kannski — eða lampa. Hann hafði ekki neinar myndir á veggjum. Hann þoldi ekki að glápa á fjölskyldu- myndir. Ekki svo að skilja, að hann ætti ekki myndir. Þær voru bara í töskunni undir rúminu. Gömlu brúnu pappatöskunni, sem nú hafði fylgt honum í fimmtán ár. Bráðum sextán. Hann hafði tekið hana með sér í bæinn, þegar hann byrjaði í Menntaskólanum. Þá var hún ný og fín, full af hreinum, góðum fötum, mynd- um, þeim sömu og ennþá lágu í henni, dálitlum peningum og stórum vonum i mynd kennslubókanna, sem hann hafði lesið heima um sumarið og hann tók nú með sér í skólann. I skólann! Það hnusaði Htið eitt í honum. Þessar endurminningar höfðu flogið gegnum huga hans á einu andartaki. Já, látum oss sjá. Hvar var hann nú? Jú, skipu- leggja, einmitt. En nú var það bara spurningin: hvaða starf átti hann nú helzt að tryggja sér? Þar var vandinn. Hann lét hugann reika, minntist ýmissa hluta, er hann hafði reynt um dagana og lfkað eða ekki lfkað. Átti hann kannski að athuga með skrifstofustarf aftur? Það þekkti hann vel frá fyrri tíð. Hann sá sjálfan sig sitjandi við skrifborð inni á einhverri skrifstofunni, með hvítt um hálsinn og svip, sem átti að láta alla. óviðkomandi halda, að hann væri skrif- stofustjórinn, eða jafnvel forstjórinn sjálfur. Nú brosti hann með sjálfum sér að fáfengilegheitunum. En þægilegt gat þetta verið, þvi var ekki að neita. Skjótast inn á hlýjan kontórinn utan úr vetrarkuldan- um klukkan 9 á morgnana, á sama tíma og verkamenn- irnir voru að drekka morgunsopann sinn í köldum, skítugum vinnuskúrum, eftir að hafa þá þegar unnið úti í nærri tvo tfma. Hann minntist atviks frá fyrri árum, þegar hann var bókari á stórri skrifstofu, skammt frá miðbænum. Hann átti skammt eftir ófarið að dyrunum um Sœlir eru Smásaga eftir Jón K. Magnússon morguninn, þegar hann kom til vinnu. Þá veitti hann gömlum manni athygli, sem stóð þarna og var byrjað- ur að pjakka upp götuna með haka. Það var kalt þennan nóvembermorgun. Gekk á með éljum og fsköld norðangjólan snardeyfði eyru, nef og fingur, þegar út kom og óhugnanleg grá morgunskíman gerði þetta allt margfalt ömurlegra. Eins og ósjálfrátt gekk hann f áttina til gamla mannsins og spurði: „Eitthvað að þarna?" Gamli maðurinn rétti hægt úr sér, lagði hakann að sér og hvíldi báðar hendur á enda skaftsins. Svo leit hann votum( næstum barnslega einlægum augum framan í þennan aðkomumann, sem norpaði þarna f kuldanum, með hendurnar á kafi í frakkavösunum. „Já, það er stiflað — klóakið. Sennilega hér undir. Þó ekki víst." „Nú, já, einmitt. Það "er slæmt." Annað fannst honum hann ekki hafa að segja. Svo ætlaði hann að halda áfram og koma sér inn. „Það er ómögulegt fyrir aumingja fólkið, að koma ekki frá sér skolpinu." Þetta heyrði hann gamla manninn segja um leið og hann byrjaði að fjarlægja sig. Hann stanzaði aftur, ósjálfrátt. Eitthvað hafði snert hann. Hvaða fólk? Jú, það hlaut að vera f jölskyldan í gamla timburhúsinu á móti. Það var ekki búið í neinu öðru húsi i þessum hluta götunnar. Og gamli maðurinn hafði sagt „aumingja fólkið", þetta útslitna gamalmenni, sem stóð þarna i kuldanum og barði upp frosna götuna til að leita að klóakstíflu, þó hann vissi varla hvar hana væri að finna. „Aumingja fólkið" hafði hann sagt. Var hann ekki að vinna fyrír laun? Það var eitthvað við þetta allt. Hann skynjaði eitthvað, sem hann hafði ekki þekkt sjálfur, en var þó næmur fyrir. Kannski allt of næmur, það var meinið. Var til eitthvað annað og meira, en að vinna fyrir laun? Var hægt að berja upp freðna jörð, skjálfandi á götum úti, fyrir annað en peninga? „Aumingja fólkið" hafði sá gamli sagt. Það var hlýtt á skrifstofunni þennan dag. Hitaveitan var i lagi. En honum leið illa. Hlýjan vildi ekki inn f líkamann — sálina öllu heldur. Hann handlék pappírinn þann dag með áður óþe.kkt- um óhug. Var hann maður? Karlmaður? Eða var það gamli maðurinn á götunni sem var það? Hvað var hann þá sjálfur? Osjálfrátt leitaði hann svarsins með þvi að líta út um gluggann og gefa gætur að því, hvernig verkinu mið- aði áfram. En það kom ekkert svar. Eitthvað ásótti hann meira og meira, eftir því sem á daginn leið. TJm fjögurleytið henti hann frá sér skjölunum og reikningunum, hallaði sér aftur á bak i þægilegan skrifstofustólinn og spennti greipar. Svo leit hann á hvítar mjúkar hendurnar, pappírinn á borðinu og hendurnar aftUr. Þannig sat hann góða stund og ruglingslegar hugsjónir fóru um huga hans. Svo stóð hann snögglega upp, kveikti sér í sígarettu og fór að ganga um gólf. Samstarfsfólkið var farið að gefa honum gætur. Þegar hann varð þess var, þoldi hann ekki við þarna lengur. Hann tautaði eitthvað óljóst um að hann væri víst lasinn, lagaði lauslega til á skrif- borðinu sinu og hafði sig siðan út. Hann stanzaði á götunni og horfði um stund á gamla manninn, sem ennþá var að pjakka. Hann stóð nú í rúmlega mittisdjúpum skurði, niðursokkinn í verk sitt. Hann gekk nær. „Jæja, hefurðu fundið stífluna?" öll viðbrögð gamla mannsins voru sem endurtekn- ing frá morgninum. Hér varð hlé á þessari upprifjun. Glasið var tæmt í einum hressilegum teyg. Fyllt aftur. Hver fjandinn! Bara þriðjungur eftir í flöskunni. Bráðum tóm. Botn. „Botn heitir burðugur sveinn", sagði kerlingin f ævintýrinu um smjörtunnuna. Nei, hvað var þetta? Var hann f arinn að kippa? Og nú flissaði hann út í loftið Hvað var hann annars að hugsa um? Jú, nú mundi hann það. Gamli karlinn í skurðinum. Viðbragðið eins og endurtekning frá morgninum. Morgni lífsins? Kannski. Nei, nú var hann farinn að rugla aftur. Ekki finna á sér, bara bæta heilsuna, skipuleggja. Og nú varð honum ljóst.'að hann átti ekkert til að blandameð. Jæja, bara dræ, gerir ekkert. Bara fara varlega. Og hugsunarlaust kom einn sopi þessu til staðfestingar. Já, en hvað hafði nú skeð svo? Látum oss sjá. Jú, hann hafði farið á bar um kvöldið. Og daginn eftir. Þetta varð vika. Svo hafði hann hringt á skrifstofuna og sagt, að hann kæmi ekki meir. Væri eitthvað lasinn og ætlaði að hvila sig og breyta eitthvað til. Þá var það, að hann fór að tapa Elfnu. Elín Erla, fallegt nafn. Hún hafði fjarlagzt hann smátt og smátt, liðið burt frá honum með árunum. Þau hættu alveg að tala um giftinguna. Það varð eins og þegjandi sam- komulag að minnast ekki á þá hluti. Og hvað svo? Bréfið lá þarna á borðinu. Bréfið frá henni. Nú var hún frú Elfn Erla. Það hafði legið þarna í margar vikur, marga mánuði. Hann mundi það ekki lengur. Kannski nokkur ár? Hann hafði ekki hreyft það síðan hann opnaði það og las. Það varð bara að liggja þarna til að minna hann á að þessu væri lokið. Og nú varð sopinn dálftið stærri en áður. Nei fjandinn. Fara varlega, tautaði hann innra með sér, meðan hann barðist við að kyngja. Svo gretti hann sig hroðalega og hrollur fór um hann allan. Nei, ekki meira strax. Hann varð að passa sig. Elfn Erla. Þetta helvítis dót, sem hafði eyðilagt allt fyrir þeim. Einhverjir fjandans ættingjar. Kjaftasögur. Jæja, þetta gerði ekkert til. Hann skyldi bara sýna þessu pakki, að hann væri maður. Framhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.