Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 7
liggja bæði munnlega og skriflega um seiða- og smá-f iskdráp af völdum dragnótar og vörpu. Þessi árgangur yrði því „V-3 vorið" orðinn aðeins 200 milljón fiskar. Þetta tel ég sanngjarna áætlun, en ekki neinn ofstækis áróður fyrir undirstöðu að minni stefnu. Þetta gæti verið miklu verra. Er sennilega miklu verra. (sjá kort nr. 10). Árið á eftir vorinu V-3, deyja eðlilegum dauða 18% af þessum 3gja ára fiski, en hann er líka veiddur það ár. Segjum að veidd séu það ár af honum 10% af heildartölunni, eða 20 milljónir fiskar, sem vigta þá 1,4 kg hver fiskur. Það verða 28 þús. tonn á 56 kr. kg = 1,6 milljarðar. Því smáfiskur er verðminni en meðal- fiskur. Þá eru eftir 144 milljón fiskar. Segjum að af þeim veiðist sem f jögra ára fiskur 20% eða 28,8 milljón fiskar, að þyngd 2,4 kg = 69.000.000 kg á 70 kr. jafnaðarverð, sem gerir 4,8 milljarða. 18% af 144 milljón farast eðlilega. Eru þá eftir til 6. ársins um 89 milljón fiskar. Af þvi magni veiðum við 25% eða 22 milljónir fiska á 3,4 kg sem gera 75 þúsund tonn á85 kg. pr. kg=6,4 milljarðar. Q Til 7. ársins eru þá eftir (89 - 25% - 18%) = 51 milljón fiskar. Þetta er sá hluti, sem ætla mætti að komi til hrygningar til suðurs- og vesturlands. Er furða þó sumir tali um að hrygningarfiskinn vanti i aflann á slðustu vertlðum? Af þessum fiski veiðum við nú 60%, sem gera 31 milljón fiska, að þyngd 4,3 kg = 133 þús. tonn á 90 kr. pr. kg = 11,7 milljarðar. Eðlilegum dauða deyja af umræddum 51 milljón fiskum 18% eða um 9 milljónir. Þá eru eftir (51- 31 - 9) = 11 millj. fiska. Af þvl má áætla að veiðist síðar e.t.v. 8 milljónir sem stórfiskur, segjum 6,3 kg að þyngd = 50 þús. tonn á 90 kr. pr. kg = 4,5 milljarðar. Með þessari aðferð gefur umræddur árgangur i útflutningi 1,6 + 4,8 + 6,4 + 11,7 + 4,5) = alls um 29 milljarða. Ef aftur er margfaldað með 2,7 eftir sömu hagfræði- formúlu og I fyrra dæminu, þá gera það = 78,3 milljarða (i deilitekjur). £ I fyrra tilfellinu fengust 137 milljarðar I deilitekjur. I síðara tilfellinu þ.e. eftir nú-stefnu, fást aðeins 78,3 milljarðar í deilitekjur. Mismunur er allt að 60 milljarðar í deilitekjur. 1 þessu liggur megin skekkjan. Það er fyrst og fremst þetta, sem veldur svo nefndum efnahags- erfiðleikum, og sem gerir að við stefnum inn í fátækt, ef nú-stefnu verður fylgt áfram. Það er þvi að vissu leyti rangtúlkun hjá leiðarahöfundum dagblaða að tala um „öldudal". Því við sitjum föst i fátæktar- stefnunhi, ef fram verður haldið sem horfir. Ég var að tala um sögu sem gengi I hring. Sá hringur lokast þegar tugir milljóna fiska koma á hrygningar- stöðvarnar frá uppeldisstöðvum, samkvæmt ný-stefnu, en koma alls ekki samkvæmt nú-stefnu, eða I alltof litlu magni. En svo komum við slðar betur að þeirri samhengis- uppröðun sem tengd er þvi að hinn mikli bati gæti náðst — sbr. hagkeðjuna. En nú tökum við fyrst fyrir annað sérmál. Nýtum miðin með 55 þúsund veiði- lesta f lota. Annað megin atriði þessa máls er það, að veiðiflot- inn er allt of stór — og meðal annars þess vegna leiðumst við út f ofveiðina og rangtfma-veiðina. 9 Tillaga min er sú, að flotinn verði. minnkaður um allt að helming, eða a.m.k. niður I 55 þús. veiðilestir. Ég er þess alveg fullviss, að við getum fullnýtt miðin með flota af þeirri stærð, Og nýtt miðin miklu skyn- samlegar með þeirri flotastærð. Ég bar þessa staðhæfingu um flotastærðina undir fiskifræðinga 10. júní al þegar ég flutti erindi um þetta fyrir ýmsa þeirra, og ég held mér sé óhætt að segja það, að þeir hafi flestir ef ekki allir látið i ljós þá skoðun, að vel búinn og vel valinn veiðifloti af stærð- inni 50 til 55 þús. tonn, gæti fullnýtt miðin. Þ.e. nýtt þau eins og óhætt er — án ofveiði. Að þessu um flotastærðina vék ég nokkuð rækilega I ræðu á Alþingi sem hefur verið prentuð, svo ég fer ekki náið út I að rökstyðja það atriði hér. Lengi ekki lesninguna með því að taka dæmi til sönnunar. Þetta má Hka lesaf út úr aflaskýrslum þeirra ára, þegar sóknargetan var meir en helmingi minni en nú. Augljóst er að útgerð hverrar veiðilestar i skipi mun kosta um 200 þús. krónur að jafnaði á ári, eða meira. Flotinn er nú um 100 þús. lestir. Spörun I útgerð 45 þús. veiðilesta má áætla kr. 200 þús. pr. lest. 200.000 x 45000 = 9 milljarðar f spörun. Með þessu fé á að gangsetja hagkeðjuna. ^ Með spörun þeirri f útgerðarkostnaði sem fram kemur við minnkun flotans úr 100 þús. f 55 þús. veiðilestir — á að gangsetja hagkeðjuna. 1000 tnariwh milt»TÍu«- ¦ -J«— « mm& mannar i ^.vinnustarfscmi 197S '—*— vœntani&Cj vicSb^. til 193?j unóif s&t&u, s£vinnu.'btarf«imi,l97S " vecntanfetjvðb&t ttl »985 affeidd áivínnu.títarfeem> 1975 -----"----Vítntenlcrj viSbft t'vl 199S Fatkkuncjömanna. AÆTLUD EFNAHA&SÞRöuN 5/XMKVÆMT NÝ-STEFNU DEILITEKJUR. 10 +- 10 LAN0&UNADUR FI5KVEIÐAR IÐNAÐUR 6YG&INGAR SAMGÓNGUR 1B0CAN0T LlnuritiS hefur greinarhöfundur útbúiS til skýringar é kenningum slnum. Gulu fletirnir tikna mannafla I hverri atvinnugrein. Rauðu fletirnir tákna afrakstur atvinnugreinarinnar. Þa8 dökkrauoa táknar undirstöBu efnahags- þætti, þa8 IjósrauBa þjónustustarfsemi, samanber formúluna 2.7 sem getið er I meginméli. LAND&l&AÐUR | RSKVlNNSLA | NY-IÐNAÐUR | VERZLUN'OoBANKJAR ÞJÖNU5TA { FISKVEimR IÐNADUR BYGGINGAR SAMGONGUR ÍBUCANOT • ATVINNUL&YSt • KJARA5KERÐ1NG •GJALDÞRDT •LANDFLÖTTÍ •FRAMKVÆMCASTDDVANÍR 5AMKVÆJMT NU -5TEFNU % Með spörun þeirri í útgerðar- kostnaði sem fram kemur við minnkun f lotans úr 100 þús. í 55 þús. veiðilestir — á að gangsetja hagkeðjuna. Það sem hér er i raun og veru verið að tala um, er að nærri helmingi minni floti en nú, eigi að færa að landi um þriðjungi meiri afla — talað i grófum dráttum — og siðar helmingi meiri afla, heldur en ofveiðiflotinn mundi gera, og betri fisk, þ.e. nýrri fisk til vinnsl- unnar. Beinn „gróði" og spörun i útgerðinni sjálfri, fyrir utan vinnsluna, má þvi áætla að verði um 7—8 milljarðar. Þetta kemur í fyrsta lagi til að vega upp beint tap á útgerð, sem nú má áætla að sé um 2—3 milljarðar og kemur fram I þjóðarbúskapnum sem hrein gjaldeyris- sóun. 0 Ef sanngjarnir kaupbætur til sjómanna og nauðsynlega bætt staða útgerðar er reiknuð inn í dæmið, þá mætti þó áætla að afgangs fé i út- gerðinni og/eða fiskvinnslu gæti orðið 6—7 milljarðar, strax I byrjun umrædds 8 ára timabils. Flotastærðin tempruð með auðlindaskatti. Verulegan hluta þess hagnaðar, sem fram kæmi i veiði og vinnslu væri sjálfsagt að taka sem auðlinda- skatt. Ýmsar mismunandi aðferðir mætti nota við heimtu auðlindaskattsins. Hann mætti t.d innheimta á eftirgreindan hátt:. 1. Tollur yrði lagður á olíu t.d. 20% innflutnings- tollur og 20% söluskattur sbr. 1. lið keðjunnar. Þá yrði oliunotkun flotans helmingi minni en nú, svo af þessumiliðfengist ekki nema 500 milljónir i auðlinda- sjóð, en gjaldeyrisspörun yrði stórfelld. 2. Seldur yrði aðgangur að aðal.miðunum, sem fljótt yrðu full af fiski, þar sem svo miklu færri skip væru um fiskinn og útlendingar farnir og uppeldisstöðvar friðaðar, sem mestu skiptir. Segjum að stofngjald I auðlindasjóð yrði aðeins 10 þús. á veiðilest í skipi, sem yrði þá 550 milljónir. 3. Svo kæmi gjald á landaðað fisk og /eða útflutn- ingsgjald, sem gæti numið svo sem 5—6 milljörðum fyrstu árin, en færi yfir tug milljarða síðar, þegar miðin hafa náð sér. Höldum okkur við 7 milljarða af þessum lið ti.l að byrja með. (Hér kemur sem sé inn í dæmið, að nú fáum við brátt allan þann fisk sem útlendingar hafa áður veitt. Auðlindasjóðurinn yrði þá um 9 milljarðar strax í byrjun. Ef svo sem W þessa gjalds færi til tryggingar útgerð- inni s.s. i aflatryggingasjóði, verðtryggingasjóði og kostnað við landhelgisgæslu og fiskirannsóknir, yrði það um 3 milljarðar. Hér er átt við þann hluta þessa útgjaldaliða, sem eðlilegra er að taka með þessu móti heldur en beint úr rikissjóði. Um einn þriðji færi i sameiginlegan auðlindasjóð þjóðarbúsins og yrði ráð- stafað til iðnaðaruppbyggingar strax í byrjun tímabils- ins, fyrst einkum þar sem þörfin væri mest.til að stofnsetja iðnað og annan atvinnurekstur, það er á þeim stöðum, þar sem dregið yrði úr útgerð um sinn vegna friðunar, sem einkum yrði á Norður- og Austur- landi. 9 Þetta þýðir i reynd, að þjóðin væri að kaupa það af Norðlendingum og Austfirðingum, að láta ung- fiskinn og kóóin i friði, en þessir landshlutar fengju i staðihn fyrir sitt leyti iðnaðarupp- byggingu. En Sunnlendingarféngju'góðar vertiðir og öll þjóð- in stórgræddi á viðskiptunum. Fengi hagsbætur svo Framhald á bls. 10 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.