Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 8
SVIPMYND JUAN CARLOS KONUNGUR SPÁNAR Arftaki Francos er varla öfundsverður af að gera báðum til geðs, gömlu valdaklíkunni og frjáls- rœðisöflunum, sem láta sífellt meir að sér kveða. Sögulegt andartak. Eins og skaftpottar eru hinar gullnu kórónur settar á höfuS Juans Carlosar og Sophinu drottningar. En hve lengi stendur dýrðin? „FYLKIÐ ykkur um konung Spánar, Juan Carlos af Borbón, af sömu ást og tryggð, sem þið hafið auðsýnt mér. Sýnið lionum alla tfð þvflfka samvinnu, sem ég hef notið af ykkar hálfu___Ég faðma ykkur iill nú, er ég stend á þröskuldi dauðans, og hrópa: Afram, Spánn — lifi Spánn!" Þetta var úr kveðjuboðskap Francos, ríkisleiðtoga Spánar til þjóðar sinnar. Svo dó Franco, bönkum var lokað, skólabörn fengu átta daga frí, skipað var fyrir um þjóðarsorg f mánuð og nýr konungur settist á veldisstðl; þá hafði orðið 44 ára hlé á konungsstjórn. Sá siður hefur verið við lýði á Spáni frá því um daga Vestgota (5.—8. öld), að kóngar eru ekki krýndir, heldur eru þeir lýstir konungar. Juan Carlos var og lýst- ur konungur. Mætti hann prúðbú- inn til leiks í einkennisfötum yfir- manns hinna þriggja herja Spánar. Spænska kórónan beið hans á borði. Karl III lét gera hana úr silfri og leggja gulli. Er hún hinn eigulegasti gripur, svo og veldissprotinn, seni löðrar af alls kyns eðalsteinum. Og Juan Carlos lagði hönd á helga bók, sór konungseið sinn og var lýstur konungur; konungsnafn hans er Juan Carlos I. Svo fór hann að stjórna landinu. Nú á dögum eru konungar nánast taldir eins konar leifar úr fortíðinni og kórónur þeirra þýðingarlítið glys. Þessu er ekki til að dreifa um Juan Carlos. Kóróna hans er tákn raunveru- legs valds. Missi hann tökin á því er voði vís. Önnur borgarastyrjöld kynni að brjótast út á Spáni og það verður að hindra með öllum ráðum. öryggi Vesturlanda má ekki við því, að heiftúðugir hópar pólitískra andstæðinga fái að fara í hár saman vopnaðir. Frá því Franco tók völd fyrir einum 40 árum hafa pólitískir andstæðingar hans orðið að hafa lágt. Og þeir hafa verið ofsóttir. Fátt bendir til þess, að þessir menn muni nú bfða þess þolin- móðir, að Juan Carlos komi á sæmilegu lýðræði í landinu. Þvert á móti bendir flest til þess, að jafnvel smæstu mistök hans geti hrundið af stað ósköpum. Flestir ríkisleiðtogar f hinum svonefnda siðmenntaða heimi geta vænzt þess, er þeir taka völd- in, að andstæðingar þeirra gefi þeim vinnufrið í svo sem þrjá mánuði, svo þeir geti sýnt hvað i þeim býr. En Juan Carlos þarf ekki að búast við þvf. Þjóð hans hefur of lengi búið við ófrelsi. Þeir eru of margir, Spánverjarn- ir, sem þykjast vita betur en konungur, hvaða leið skuli fara. Um leið og hann tók við völdum beindust að honum allra sjónir miskunnarlaust. Hann — og raunar öll þjóðin — mun verða að gjalda hver mistök sín dýru verði. Og menn búast við engu nema mistökum af honum. Þeir álfta hann enn viljalausan lærisvein Francos, hins „andlitslausa" ein- ræðisherra. Því andi Francos Iifir enn, þótt hann sé látinn sjálfur. Framtíð Juans Carlosar væri vænlegri, ef hann hefði á að skipa tryggum samverkamönnum, sem styddu hann með ráðum og dáð. En því er ekki að heilsa. Hægri- menn nefndu hann „hálfvitann á konungsstóli" áður en hann hafði snert á stjórnartaumunum. I aug- um allra vinstrimanna er hann „dáðleysingi, og samsekur blóð- hundinum Franco" og var kallaður það áður en hann hafði lokið upp munni um áform sín. Kirkjan hefur litla trú á honum. Og margir gamlir konungssinnar vilja heldur föður hans, Juan af Borbón, eða þá Carlos nokkurn Hugo, sem einnig gerir tilkall til krúnunnar. Herinn, sem var dyggasta stoð Francos, hefur ekki enn gert ljósa grein fyrir afstöðu sinni. Juan Carlos tekur þessu öllu með furðulegri ró. Þegar heimur allur stóð á öndinni og beið dauða Francos, sat Juan Carlos brosandi fyrir ljósmyndurum í hallargarði sínum og lék við hundana sína, rétt eins og þaulæfður leikari. Allt til loka lét hann grímuna aldrei falla, en hagaði sér ævin- lega eins og sá aðalsmaður, sem hann er, kominn af göfugustu ættum i' Evrópu. En er þetta gríma, eða er þetta hið rétta and- lit? Eitt með öðru, sem Juan Carlos hefur lært um ævina, er það að halda ró sinni þótt á ýmsu gangi. Hefði honum ekki lærzt þetta snemma væri hann sjálfsagt orð- inn hálfvitlaus, því hann hefur farið á mis við flest, sem talið er nauðsynlegt mönnum til eðlilegs þroska. ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.