Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 9
Kóngur og drottning heima hjá sér ásamt börnunum þremur, sem heita Elena, Christina og Felipe. Margir hafa tekið til þess, hve Juan Carlos sé alvarlegur. Þykir þetta greinilegt jafnvel þótt hann sé síbrosandi. Hann er samt kátur að upplagi, eða var það að minnsta kosti. En þegar hann var 18 ára kom fyrir hann atvik, sem virðist hafa rænt hann kætinni til frambúðar. Það var hinn 29. marz árið 1956, að þeir Juan Carlos og Alfons bróðir hans, þrem árum yngri, voru einir heima í Estoril í Portúgal; voru þeir að hreinsa byssur sínar, sem þeim höfðu ver- ið gefnar. Þá hljóp skot úr annarri byssunni og hitti Alfons. Hann lézt nær samstundis. Þetta sorglega slys hefur sett mark sitt á Juan Carlos. Aidrei er minnzt á þetta opinberlega, og sjálfur ræðir hann það aldrei. Juan Carlos fæddist i borgara- styrjöldinni miðri, árið 1938. Alfons XIII, afi hans, var síðasti konungur Spánar, þar til nú; hon- um var steypt árið 1931. Eftir það flakkaði fjölskyldan um Evrópu og átti aldrei fast heimili lengi vel. Árið 1948 gerðist það svo, að faðir Juans Carlosar seldi hann Franco. Öðruvísi er tæpast hægt að orða það. Þegar hér var komið sögu hafði Franco lýst Spán konungsríki. Juan af Borbón var þá næstur krúnunni að erfðum, og þreyttist hann seint á að minna á það. En Franco kærði sig ekki um fullorðinn ríkisarfa. Hann gat orðið tregur í taumi. Franco valdi þvf Juan litla Carlos, sem var þá tíu ára. Og Juan af Borbón sá þann kost vænstan að láta Franco hafa drenginn og sjá hverju fram yndi. Hann réttlætti þetta með því, að hann hefði umfram allt viljað halda konungsdæminu í ættinni, en menn geta annars hugsað hvað, sem þeir vilja um föður þennan. Þótt Juan Carlos hefði lítt notið ástar og umhyggju áður keyrði' nú um þverbak. Undir handarjaðri Francos þrifust engar ærlegar til- finningar. Þar var það skyldan ein og miskunnarlaus agi, sem gilti. Franco hafði prinsinn i hálf- gildings fangelsi. Þegar skólagöngu lauk varð hann að fara að læra herlistír; nam hann í öllum þremur deildum hersins. Arið 1960 sendi Franco hann svo í háskólann í Madrid að læra hag- fræði, stjórnvísindi, sögu og heim- speki. Var hans þá svo vel gætt, að ekki er hægt að nefna það nema varðhald. Juan Carlos óx úr grasi og varð stór og íþróttamannslega vaxinn; hann skaraði og fram úr öðrum í siglingum, á skfðum og f karate. En hann hafði mjög hægt um sig í öllum málum, sem ekki var hægt að leiða til lykta með líkamsat- gervi. Við og við«fékk prinsinn að heimsækja föður sinn, ýmist til Rómar eða til Estoril í Portúgal, en þar hefur Juan af Borbón löng- um hafzt við. Faðir prinsins brýndi seint og snemma fyrir hon- um að hlýða Franco. ,,Gerðu það, sem Franco segir þér. En vertu minnugur þess, að það er ég, sem verð konungur Spánar." Hjá föður sínum rakst Juan Carlos á andstæðinga Francos, sem voru þar að brugga ráð sín. Svo hélt hann aftur til Spánar, óræður á svip. Það er prinsinum heldur til álitsauka, að hann gaf stundum til kynna að sér væri ljóst, að hann væri einungis leiksoppur, hann hefði vitanlega eigin skoðanir. en því miður væri staða hans slík, að hann gæti ekki látið þær í ljós. Það er lfka áreiðanlegt, að hefði hann farið að gefa yfirlýsingar um stjórnmál á báða bóga, þá hefði Franco aldrei kjörið hann eftirmann sinn árið 1969. Um það leyti hafði Juan Carlos starfað í öllum meiri háttar ráðuneytum í Madrid og verið óaðfinnanlegur fulltrúi einræðisherrans árum saman. Ekki var annað að sjá en honum líkaði hlutverk sitt prýði- lega og af þvf mótast skoðanir manna á honum enn. Árið 1962 kvæntist Juan Carlos Soffíu Grikkjaprinsessu. Þeim fæddust tvær dætur og sonur á fimm árum. Og þá fyrst eignaðist Juan Carlos heimili, sem hægt væri að kalla því nafni. Franco lét hjónunum í té Zarzuelahöll, 20 herbergja stór- hýsi. Sjálfur bjó Franco í 200 her- bergja höll þar ekki fjarri. Það er ágætt dæmi um mannfyrir- litnirigu Francos, að hann fól opinberu embætti að búa höllina húsgögnum og öðrum innan- SlSustu árin mátti oft sjé Juan Carlos ! skugga ein- ræSisherrans, þvl Franco útvaldi sjálfur þjóSarieiStoga eftir sinn dag og hefur þá trúlega vonaS, aS Juan Carlos héldi áfram eftir forskrift ImriföSurins. Kóngurinn er vel é sig kominn llkamlega og hefur náS umtalsverSum árangri ikarate. Ekki verSur lengi setiS á hinum valta tróni, nema tryggt se, aS herinn bregSist ekki. Hér sést Juan Carlos treysta vináttubönd stn viS herinn. stokksmunum og voru þau Juan Carlos og Soffía ekki spurð álits. -Prinsinn tók þessu nú brosandi eins og flestu, sem að höndum bar. Kona hans var hins vegar ekki alin upp í því að brosa góð- látlega að öllu og hún tók að viða að sér búsmunum á f erðum sínum f útlöndum og tókst að lokum að breyta fornminjasafninu frá Franco f bústað handa lifandi fólki. Konungsfjölskyldan býr eftir sem áður í Zarzuelahöll, þótt miklu stærri höll sé í Madrid. Ekki er þetta í sparnaðarskyni, heldur er einfaldlega auðveldara að verja litla höll en stóra. Konungi er vel ljóst, að líf hans er í sffelldri hættu Hann er ekki aðeins þyrnir f augum maóista og annarravinstrimanna. Honum stafar einnig hætta úr eigin röð- um. öfgasinnaðir hægrimenn vilja um fram allt, að ekki verði vikið frá stjórnarstefnu Francos, og þeir munu beita öllum ráðum til að hindra konung I fram- kvæmd frjálslyndisáforma sinna. Andstaðan er skipulögð í svo- nefndu „neðanjarðarbyrgi", en í þvf situr lífvörðurinn gamli, sem vill halda stjörnarstefnu Francos, hvað sem það kostar. Foringjar hans sitja raunar f bústað Francos, Pardohöll. Konungi er að sjálfsögðu vel kunnugur sá siður manna á þessum slóðum að útkljá deilur með vopnum, enda hefur hann styrkt vörð sinn mjög. Soffía prinsessa kenndi manni sfnum sitt af hverju og meðal annars það að ríkisarfar verða að öðlast hylli þjóðar sinnar. Hann fór nú að hugsa til þess að ,,fá þjóðina á sitt band". „Sé þjóðin á mínu bandi má vera að friður haldist áfram eftir lát Francos", var haft eftir honum. A síðustu árum hafa þau hjón gert víðreist um Spán. Að visu hafa þau oft sætt aðkasti, menn hafa æpt að þeim ókvæðisorð, jafnvel í kór- um, og kastað í þau tómötum. En sú kenning Soffíu stóðst þó í aðal- atriðum, að menn mundu ekki til lengdar erfa smáræði við svo glæsilegt, ungt fólk i fallegum fötum. Þar að auki áttu þau lagleg börn. Maður sem hefur eytt ævinni í skugga Francos ætti að vera orðinn tortrygginn, enda er sú raunin um Juan Carlos. Hann gat tæpast trúað því að mönnum félli svo vel við hann, að þeir fögnuðu honum þúsundum saman. „Er þetta bara kurteisi? Líkar þeim kannski við okkur? Eða finnst þeim bara svona gaman að sjá prins?" spurði hann. Þar kom þó, að hann sannfærðist. Og kannski hefur það veitt honum kjark til að taka loks sjálfstæða ákvörðun. Arið 1969 bauð Franco honum að verða eftirmaður sinn. Nú hafði faðir prinsins alltaf brýnt fyrir honum, að sér bæri sjálfum hásætið. Það kom því ekki vel við hann, þegar Juan Carlos lét þessar áminningar lónd og leið og þáði tignina. Faðir hans sem sat enn í Portúgal og lét titla sig „yðar hátign, Juan konung III", reyndi þó að bjarga því sem bjargað varð og kvaðst náttúru- lega hafa gefið syni sínum leyfi til þess arna, en það breytti engu um það að konungstignin mundi ganga að réttum erfðum. Árið 1974 þegar Juan Carlos varð i raun staðgengill Francos um nokkurt skeið, rann upp fyrir þessum undarlega föður, að hann hafði orðið að fifli með yfirlýsing- um sfnum. Hann fór þá að halda ræður á móti syni sínum, en hafði ekki annað upp úr krafsinu en það að honum var nú alveg bannað að komatil Spánar. Fárra vikna stjónartfð Juans Framhald á bls. 15 ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.