Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 10
HAGKEDJAN Framhaid af bls.7 mörgum milljörðum skipti, strax f byrjun — en miklu meira síðar á tímabilinu, allt upp f 50—70 milljarða árlega. Einn þriðji hluti auðlindasjóðsins gæti svo orðið til ráðstöfunar fyrir sveitasjóðina til uppbyggingar og styrktar iðnaði fyrir hvert byggðarlag hjá sér. Þessi þriðjungur þyrfti að hluta til að flytjast milli lands- hluta, sbr. áður sagt. Færi það m.a. eftir eftirgjöf á veiðikvótum miðað við núverandi og hefðbundna stöðu. Hér þarf að búa til formúlu um skiptingu auðlinda- sjóðsins. Ég hef gert mér grein fyrir grundvallar-atriðum þessarar formúlu, en ræði þau ekki frekar hér, enda um framkvæmdaratriði að ræða. Mismunandi aðferðir við innheimtu auðlindaskatts. Eins og áður getur koma til greina við álagningu auðlindaskatts nokkrar breytilegar aðgerðir sem hér er ekki rúm til að rekja. Ein er t.d. svo nefnd niður- boðsaðferð. Þá er það látið ráðast hvað inn kemur fyrir keypt veiðileyfi — upphæð — „niðurboð" en það svo notað til að lækka þann hluta skattsins, sem taka þarf með útflutningsgjöldum, en árlega stærðargráðu auðlindaskattsins yrði að áætla fyrirfram. Rétt er að vekja athygli á, að með tilkomu auðlinda- skatts mundi svo nefnt „sjóðakerfi" ekkert þurfa að færast ^ í aukana frá núverandi „stærð", en munurinn er sá, að auðlindasjóðsaðferðin laðar fram bætta efnahagsstöðu einstaklinga og þjóðar — en núverandi kerfi leiðir til ofveiði gjaldeyrissóunar og fátæktar. Nýjar iðnaðarstöðvar Nýjan iðnað þarf að byggja upp á Norðurlandi og Austurlandi, en einnig á Suðurlandi, m.a. af því að sá landshluti hefur að nokkru orðið útundan á undan- förnum árum, og vegna vissrar röskunar í bili, sem mun stafa af fækkun sjómanna. ^ Hinar miklu árlegu tekjur af auðlindaskattinum gera iðnaðaruppbygginguna auðvelda. Skapa islenska iðnaðinum alla þá „forgjöf" sem hann þ'arfnast. „Ég áætla að á næstu 8 árum þurfi að stofnsetja vinnuaðstöðu fyrir um 5000 manns f nýjum iðngrein- um, í srháiðnaði. En 2000 bættust í iðnað þann, sem fyrir er, með fjárhagslegri eflingu hans og endur- sköpun. Hér fylgir kort sem sýnir líklega staðsetningu hinna nýju iðnaðarstöðva, (sjá kort nr. 14) Eitt fyrsta verk- efni í sambandi við iðnaðaruppbyggingu í byggðunum er góður upphlaðinn hringvegur, svo auðvelt verði um þéttar áætlunarferðir allt árið til þjónustu við þá röð iðnstöðva sem kæmu f byggðirnar norðanlands og austan og sunnan lands. Eðlilegt er nú að sú spurning vakni, hvernig sú tala er fengin að þörf sé nýrrar aðstöðu fyrir einmitt 5000 manns. Því ekki einhver önnur tala? Þetta er þannig hugsað: Við minnkun flotans fækkar sjómönnum um 2000 (úr 5000). Vegna fólksfjölgunar koma 14 þúsund starfsmenn á vinnumarkaðinn næstu 8 árin. Svo áætla ég að skólar verði látnir starfa allt árið, en helmingur nemenda utan skóla hverju sinni. Ur þeirri tilhög- unarbreytingu áætla ég að fáist um 4000 mann-ár. Þetta verða samtals 16 til 20 þús.mannár til viðbótar þvf sem nú er, næstu 8 árin — eftir því hvaða meðferð skólaæskan hlýtur. Af þessum hóp fara um 2000 I aukinn fiskiðnað vegna aukins aflamagns við friðunina, eins og áður sagði. Engin hætta að við getum ekki selt f iskinn — né iðnaðarvarninginn. Nýr undirstöðuiðnaður tekur við 5000 manns, en undirstöðuiðnaður, sem fyrir er, fjölgar f sinni starf- semi um 2000 manns. 13 þúsund fara svo í ýmiskonar þjónustustarfsemi, sem verður samfara hinni miklu kaupgetu, sem leiða mun af velgengni í öllum greinum þjóðlifsins. (sbr. margfeldið er áður getur). Sumir fara í byggingarvinnu, f verslun, í þjónustu- iðnað o.s.frv. Utanrfkisverslunin verður mannfrek — þvf finna þarf markaði fyrir hinar nýju iðnaðarvörur og markað fyrir fiskaflaaukningu þá, sem leiðir af friðuninni o.s.frv. Auðlindasjóðurinn yrði þá fljótt Á kortinu etu sýnd dœnii urrt, hvar hinrt nýí i8ft*8ur pyrfti fyrst a5 byggjast upp. C w '<?M ;#•.* ^^Híf* ' X'V^; V '•" r-s"~-...... • J"'\ S '&BÍ/ V / / ,¦¦¦¦'' yy ík ¦' ¦<>. í' V IJ i >YNÝR 1 liIÐNADURi C'íí mikils megnugur, þannig að við gætum byggt upp þann fullkomnasta iðnað, sem nokkursstaðar væri til í heiminum. Aúðlindasjóðurinn yrði einnig fær um að kosta markaðsöflunina og sérþekkingaröflunina. Nú kynni einhverjum að finnast kynlegt að við hér færum að skattleggja útgerð okkar, þegar aðrar þjóðir styrkja útgerð sína. Gott og vel, skulum við segja. Látum þá styrkja ofveiðina hjá sér, meðan við stjórn- um okkar veiðum með auðlindaskatti og náum með þvf bestu nýtingu hlunninda okkar. Engin hætta er heldur á að við gætum ekki selt hið aukna fiskimagn, sem fæst við friðunina, því framboð á fiski minnkar um allan heim á næstunni, m.a. vegna hinnar styrktu ofveiði annara þjóða. Auðvitað má búast við að einhverjar þjóðir færu fljótlega að taka svæða-friðun upp eftir okkur — færu að okkar dæmi eins og f landhelgismálinu. En það verður ekki fyrst um sinn og heimurinn sveltur. Tvö undirstöðuatriði. Atvinnugrein verður hlunnindi. ^ Tvö mikilvæg atriði skapa hagstæða sérstöðu fyrir okkur og skera úr um að okkar sjávarútveg má hagnýta sem hlunnindi. Annað er, að við höfum fiskihaga með meiri framleiðni en lfklega nokkur önnur þjóð, sbr.áður sagt. ^ Hitt er það, að hér hagar svo einstaklega vel til við að koma á friðun, vegna þess að meginhluti uppeldisstöðvanna er á afmörkuðu svæði þ.e. norðan og austanlands — og þess vegna auðvelt að koma við áhrifaríkum friðunaraðgerðum. Norðlendingar og austfirðingar mundu jafnvel fá aukinn fisk. Auðvitað mundu norðlendingar og austfirðingar halda áfram að veiða fisk, þó þeir gerðu það aðeins með handfærum og netum (og e.t.v. með línu að hluta til). Annað yrði sennilega ekki leyft. En miðin mundu fyllast af fiski hjá þeim á tveim til þrem árum, og þá mundu veiðar aukast hjá þeim frá þvi sem nú er, en tilkostnaður mundi minnka stórlega og þeir veiddu aðeins sæmilega vænan fisk og nýrri fisk en nú, en það er eitt af höfuðatriðunum. Verðfallið á fiskinum okkar erlendis stafar vafalftið að einhverju leyti af togarafiskinum, sem kemur of gamall til vinnslu. Röskun? Nei, forðað frá röskun. Ég hef orðið þess var, að sumum hrýs hugur við þeirri röskun á högum ýmsra manna, sem svona breyting hefði f för með sér. I rauninni er röskunin ekki svo ýkja mikil, þegar betur er að gáö. Sunnan og vestan lands er raunar um það að ræða að forða frá röskun, þar sem menn þar mundu aldrei framar fá vertfðarfisk að ráði — ef nú-stefnu yrði haldið áfram. En norðan- og austanlands kæmi strax mikil atvinnustarfsemi við uppbyggingu hins nýja iðnaðar — m.a. fyrst við uppbyggingu iðnvegarins — siðan húsnæðis fyrir nýiðnaðinn o.s.frv. Auðlinda- sjóður mundi hjálpa mönnum til að losna við gömul skip. Utgerð stóru togaranna er á heljarþröm hvort eð er, og útgerð sumra smærri togara og báta lfka. Þetta yrði þvf heillavænleg frelsun fyrir ýmsa sem núna stefna í hreint efnahagsöngþveiti. Við mundum að sjálfsögðu selja á sæmilegu verði afgangsflotann þ. á m. flesta stóru togarana. Þar hjálpar heims-verðbólgan. *<*. ...^:....J: Veiðiítölu yrði að koma á (veiði- kvótum). Lauslega hef ég áætlað veiðiitölu, en fer hér litið út í nákvæmnisatriði. Það yrði of langt mál og er i eðli sfnu framkvæmdaratriði. Q Þó skal nefna, að ég áætla að um 40 þús. veiðilesta floti stundaði veiðar allt árið með alls- konar veiðitækjum á svæði sem merkt er með B. á korti nr. 13 og skip teiknuð inná. Aðeins 4 til 5 þús. lesta floti veiddi á svæði A-l og aðeins með netum og handfærum. Á svæði C yrðu svo nokkrir stórir togarar — en það svæði þarfnast hvfldar, því þar hafa erlendir togarar stundað ofveiðar — svo þau mið eru verðlftil nú um sinn. Ef nauðsyn þætti til bera, mætti e.t.v. leyfa örfáum eriendum togurum veiðar þar í nokkra mánuði — auðvitað gegn greiðslu f auðlindasjóð. En sú greiðsla ætti að vera lág, þvi þessi mið eru illa arðbær fyrr en eftir að þau hafa hlotið betri meðferð um nokkurra ára skeið. (Karfinn er helmingi lengur að ná góðri stærð en þorskurinn.) En röðunin og fyrirkomulag fiskveiða yrði miðuð við það að þjóna eftirgreindum atriðum. Gamalveiddur fiskur hefur spillt mörkuðum. 1. Með friðun ungfisksins fæst þriðjungi og síðar helmingi meira aflamagn. 2. Með því að hafa flotastærðina og flotasam- setninguna eins og hér er gert ráð fyrir, sparast ógrynni fjár og vinnuafls, sbr. áður tilgreinda spörun um 7—9 milljarða, eftir þvi hvernig núverandi tap á fiskveiðum er tekið inn í dæmið. 3. Með tilhöguninni vinnst það, að fiskurihn kemur nýrri til vinnslu, en fullvíst tel ég þó ég geti ekki fært sönnur á það, að það, hvað fiskurinn kemur gamal- veiddur til vinnslu, með núverandi aðferð (sbr.-um- mæli Guðjóns B. Ólafssonar i SlS) gerir hráefnið verra, og er líklega þegar búið að spilla mörkuðum okkar að nokkru — en þá verðlækkun vinnum við fljótlega upp aftur með ný-stefnu aðferðinni við veið- arnar. Hin langa útivist er einn af ókostum við stóru togarana, enda geri ég hér ráð fyrir að selja þá flesta úr landi en halda eftir örfáum þeirra og þeim þá ætlað að stunda karfaveiðar og grálúðuveiðar á djúpmiðum, og hefðu þeir þá sérstakan búnað til þess að varðveita afla sinn ferskan og greiddu lftt f auðlindasjóð. En samkvæmt áætlun minni tel ég hiklaust óhætt að reikna með, að langmestur hluti aflans af svæðum A-l til A-5 og af svæði B, komi nýr til vinnslu eftir breytinguna, vegna aukins fiskimagns f sjónum, sem kemur með friðuninni á ungfiskinum. Skipin yrðu fljót að fylla sig. Mikið yrði lfka um hreinar dagróðra- veiðar svonefndar, sem gefa besta hráefnið. Stefnumörkun f „hrygningar- friðun". Nú kem ég að stefnumörkuninni f „einskonar" friðun hrygningarfisksins. Með þvf að hafa flotann hæfilega Htinn, er stórminnkuð hætta á að gengið verði of nærri hrygningarfiskinum. Mátulega lftill veiðifloti — hæfilega dreifður — mundi orsaka það, að sá hrygningarfiskur, sem lifði af vertfðarveiðarnar, yrði dreifður um allt hrygningar- svæðið — og yrði veiddur meira en nú eftir að hann ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.