Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 15
5Timu SÍPAREFT/R v/p le/tum ad VIÐBURVALAUSA FERÐ ROMVERSKA, HER ryj. .. ------- F0R1N6JARA-ÐÍNU. ST-J 1 Æmm V/£> SKULUM SPYRJA %-jííP FYR5TU RÓMERSKU LEK- JAnAHA, SEM V/Ð HfTTUM V NU?A E6 Þ'A EKKERT AÐ SYN6JA /SKARPLE6A ALYKTAV ÓORÍK- . LIRj BÚMP! , T JÆJA, L'ATUM þflfi N/E6JA 1 )PÚ FÆRD Þ'A BARA 5TÖÐUMÆ < LASEKT. MUHDU AÐ HE/LSA _____ VARDSÝEJTUM! YSKO!ÞARNA ER^\>^-;X‘ VARDSVE/T. !//£> \ 6TÖÐVUMHANA 06) JkC^iP sSPYRJUM TIL / C-McQUS} WCVEGA R-^//Cíy., STE.IHRIKUR EN&AN ^ ASA ! ^ AF6AK/D HERRft \ VELRóMID. dr/BTUP PER V/N- )ÞRJ£>JA6At\ SAMLE6A 5A6T TU V/A/STR/. OSS.t/VAR HER- /BERJ/DÖSS STJöRNARSTÓÐ/bKKI ME/RíVð /NER? />\VlNSAMlE6fl. , TJÆJA, L'ATUM ÞAD NÆ6JA 1 JÞÚ FÆRD Þ'A BARA STÖÐUMÆ / LASEKT. MUNDU AD HE/LSA />___ VARDSVE/TUM! YSKO! ÞARNfl VARDSVE/T. V/Ð \ _ 6TÖÐVUMHANA 06) JkC^iP sSPYRJUM T/L / WCVEGA R-^////y., Að eiga sér rætur Framhald af bls. 13 GALLVASKI! í útlendingahersveitinni Var hann lltill bréfritari og urðu bréf hans æ strjálli, uns þau loks hættu að koma. Llða nú nokkur ðr. Það var árið, sem ég var I laga- deildinni, að ég borðaði allan mat I Matsölu stúdenta. Einn daginn um hádegið, þegar ég geng fram salinn með djúpsteikta fiskinn minn I kokkteilsósunni blasi við mérvið annars autt langborð, ungur maður, snotur og einmanalegur, af indversk- um kynstofni. Sllkir menn voru þar sjaldséðir. Geng ég til hans með fiskinn og spyr. hvort ég megi setjast ð móti honum. Bið ég afsökunar, að ég skuli ðvarpa hann og spyr, hvaðan hann sé. Hann segist vera siki, sem er sértrúarflokkur Hindú- trúarmanna, frá Uganda og hafa ný- lokið verslunarskólanámi i London. Segist nú vera á skemmtireisu eftir próf, áður en hann taki til starfa í klæðaverslun bróður slns. Spyr hann mig um Grænlandsferðir og virðist hafa áhuga á Grænlandi. Segi ég það bæði kalt og dýrt og spyr hann afturð móti um Milton Obote og Jomo Kenyatta. Ljúkum við snæð- ingi og spyr ég hann, hvort ég megi ekki sýna honum Reykjavlk. Tekur hann þvi með þökkum og göngum við, sem leið liggur um Tjarnargötu og Vonarstræti. Segi ég sikanum frá ýmsum sérkennum fslendinga, hér megi ekki boxa og sé það litill skaði, en annað er verra og það er, að bjórsala er bönnuð. Furðar sikinn sig mjög á þvi og spyr: „En borða menn ekki Is hérna?" „Jú," segi ég, „hér borða menn mikið af Is." Erum við komnir að dómkirkjunni. Ég er vanur þvf frá blautu barnsbeini, að aldrei skuli Iðta kirkju óskoðaða, tek I snerilinn og við smokrum okkur inn. f kirkjunni er að fara fram jarðarför og náum við þar hinum ðgætasta éinsöng og Ijúfsðrum fiðluleik. Þegar presturinn hefur kastað rekunum, drff ég sikann út úr aftasta bekknum og komumst við klakklaust út aftur, én þess að valda hneyksli. Var sikinn mjög hrifinn af jarðarförinni, sem var hans fyrsta, en I trúflokki hans tfðk- ast að brenna Ifk á bálkesti. Lá nú beint við að halda f Alþingi. Þetta var á föstudegi og Iftið um að vera, svo að við fórum um aðal- dyrnar og upp plussstigann, héldum slðan rakleitt á palla og litum yfir sal neðri deildar. Sagði ég sikanum, að Framhald á bls. 16 Juan Carlos Framhald af bls. h Carlosar í fyrra hefur hlotið ýmis- lega dóma. Andstæðingar konungdæmis segja hann ekkert hafa gert, nema undirrita einhver þýðingarlaus skjöl. Aðrir, sem hugsa í lýðræðisátt í gegnum konungdæmi, telja hann hafa sýnt ýmislegt markvert af sér. Hann á jafnvel að hafa sýnt um- talsverðan dugnað og þekkingu á stjórnarfundum. En svo komst Franco á fætur og prinsinn dró sig í hlé brosandi. I viðræðum um þetta leyti lét prinsinn í - ljós hugmyndir um einingu Evrópu. Hann vildi hafa þingbundna konungsstjórn og snfða hana eftir þingræðishefðum Vestur-Evrópu. Tók hann Eng- land til dæmis. Með þessu bakaði hann sér óvild hægri manna. „Hér verða engar umtalsverðar breytingar eftir daga Francos“, sagði einn þeirra ákveðinn. Vinstri menn voru andsnúnir prinsinum eftjr sem áður og lágu AU6NABL/KI S/OAR A LAÚ6A - Y§SSr HÆ, þU ÞARNA, VEG/NUM /K0NDATAB0R6... Pí HVERSVE6NA AFAR. —^------------------ J \ÞU OKKUR EKK/f ' NÖKKRUM SE QROTUM SÍOAR. MED KURTEJ6/NN/ KEMST MADUR 6£6 UM HARDLÆSTflR . DYR. J/ honum á hálsi fyrir það að hann skyldi ekki hafa neytt valda sinna þessar vikur sem hann hafði þau, — og komið Franco frá. Ekki er enn vitað, hvort Juan Carlos er fær um að stjórna Spáni. En það er heldur ekki ástæða til að dæma hann fyrir fram. (Til að menn haldi nú ekki að kóngurinn sitji auðum höndum birtum við hér dagskrá hans: Hann rís úr rekkju kl. 7.30 og gerir leikfimisæfingar i svo sem kortér. Kl. 8.15 snæðir hann morgunverð, les þá dagblöðin og hlustar á fréttir. Kl. 9.15 ræðir hann við ritara sinn. Frá kl. 9.45 til 1.30 eftir hádegi „stjórnar“ hann svo. Stundarfjórðungi fyrir eitt er miðdegisverður og þá hittist konungsfjölskyldan. Svo kemur að „siestunni“ þeirra Spánverja. Upp úr kl. 3 stundar konungur einhverjar íþróttir, ef hann fær því viðkomið. Frá kl. 5 til 7.30 „stjórnar“ hann aftur. Loks vinnur hann með riturum sínum í um það bil tvo tíma, og um hálftíuleytið snæðir hann kvöldverð með konu sinni. Þá fer hann yfir stjórnarstörf næsta dags. Nú vill hann að sjálfsögðu rækja börn sín, en til þess gefst lítill tfmi, helzt rétt eftir hádegis- verð og fyrir kvöldverð). Hvað, sem um Juan Carlos má segja, hlýtur hann að minnsta kosti að vera dálítill diplómat. iHann er nefndur „kóngur af Francos náð“. Þó segja kunnugir að hann hafi aldrei átt náð Francos vísa. Víst er um það, að Franco hafði aðra í bakhöndinni, ef Juan Carlos brygðist. En prinsinum tókst að halda brosinu — og hreppti tignina. Á Spáni búa blóðheitir menn og ákafir. I hálfa aðra öld hefur engum lánazt jafnlengi og Franco að hafa frið í landinu. En eftir- maður hans situr á völtum tróni. Það var raunar ljóst áður en hann kom til valda. Dagar hins góðlátlega hlutleys- isbross eru liðnir. Nú verður Juan Carlos að sýna f snatri hvar hann liggur, meðalvegurinn milli öfganna til hægri og vinstri. Og honum er hollast að sýna einurð og festu. Þá kann svo að fara, að honum lánist ætlunarverk sitt. En hann hefur nauman tfma. (Tekið saman úr „Quick“ og „Bunte")

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.