Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 16
Ef þér haldið að allar reiknivélar séu eins, - lítið á hvað aðrir hafa að bjóða, áður en þér kaupið Ricomac. Sölumenn okkar eru ávallt reiðubúnir að veita yður hvers konar upplýsingar um verð og möguleika Rico- mac án nokkurra skuldbindinga af yðar hálfu. RICOMAC lOISP Sérstaklega lipur reiknivél, sem m.a. skilar rauðum mínustölum og hefur aflestrarkommu. Hringið eða komið og fáið upplýsingar um Ricomac, sem hæfir starfi yðar. ( RlCOH ) Æ% « SKRIFSTOFUVELAR H.F. %£* *^<f Hverfisgötu 33 Sími 20560 4 Q> á ¦Kfjf' a WF &>:¦ ;.;>5S": / ® Að eiga sér rætur Framhald af bls. 15 hér sajti ég iðulega slðdegis og mændi á þingheim, liti upp til fárra þingmanna og niður á marga, en hefSi gaman af þeim öllum. SvaraSi hann fiu öðru en þvl, aS húsiS væri litið. Ég flýtti mér aS reyna aS afsaka smæS þinghúss og sagSi honum, aS þingiS væri I stóru leiguhúsnæSi um allan bæ. Úr þvl aS Dómkirkjuförin hafSi heppnast svo vel, hétdum viS nú i Landakotskirkju. SplgsporuSum viS um hana góSa stund, þar til sikinn nam staSar, setti hendur i mjaSmir, steig fram I hægri fót, sagSist hafa fengiS nóg af kirkjum, spurSi, hvort ekki væri dansaS i Islandi. Fórum við nú I (slenskan heimílis- iSnaS. SkrifaSi ég þar nafniS mitt i auglýsingableSil og rétti sikanum, en sleppti heimilisfanginu af skeyt- ingarleysi. GerSi hann sllkt hiS sama og skrifaSi sitt nafn, sem reyndist vera George Singh. SlSar komst ég aS þvi, aS allir sikar heita Singh aS ættarnafni. Hann þurfti aS komast á Hótel LoftleiSir fyrir klukkan þrjú. svo a8 ég kom honum I leigubll og kvaddi elskulega. Ástæðan til þess að ég hef drepið i veruleg kynni mln af einum, — og mjog stuttaraleg kynni af öðrum manni af indverska kynstofninum i Afrikii, er sú að eitthvað er í fari og framkomu þessara manna, sem höfðar mjög sterkt til min; eitthvaS sem ég kann mjög vel viS og gæti bent til þess, að maður eigi einhverj- ar duldar rætur i þessum fjarlægu slóSum. Þannig gæti fslendingur eins og ég itt heima og kunnaS v:l við sig einhversstaðar óralangt I burtu vegna duldra tengsla við mannfólkið. v.í& Sælir eru þeir. Framhald af bls. 5 III íí:« En hvar voru svörin við öllu því, sem hann hafði mátt heyra og þola um dagana? Og öllu því sem hann haiði ekki fengið að heyra, en vissi að sagt hafði verið? Nú f ann hann allt i einu til þess nagandi sársauka og kvíðatilfinningar, sem alltaf hafði ásótt hann þessi sfðustu ár. Þessi lamandi svarta þoka, sem lagðist yfir vitundar- lífið og skyggði á allt, afskræmdi allt og kreisti hjartað ísköldum kvalakrumlum. Flaskan. Ennþá einn sopi, stór, og glasið var tómt. Hann hallaði sér aftur makindalega að veggnum og beið eftir áhrifunum, meiri áhrifum, meiri slökun. Hann fann hvernig sjónarsviðið breyttist smám saman. Útlit hlutanna tók á sig aðra mynd. Birtan varð öðruvísi og flekkirnir á óhreinum veggnum á móti fóru að taka á sig ákveðnari myndir. Hann hellti ekkí aftur í glasið. Beið rólegur. Slatti eftir ennþá. Svawð? Já svarið. Hann vissu nú hvert það var. Peningar! Aðeins peningar og þá skyldi hann svo sannarlega f á. Nóg. Fúlgur, hauga, já f jöll af peningum. Honum létti snögglega við þessa hugsun, þessa stórkostlegu framtíðarsýn og nú fann hann vellíðan- ina svífa að sér eins og heilladís, sem aldrei sézt, en aðeins verður skynjuð. Hann hagræddi koddanum, sparkaði af sér skógörmunum og hallaði sér útaf. Þannig lá hann stundarkorn, reis svo upp við dogg og hellti einum sopa í glasið, bar það upp í birtuna og rýndi gegnum dökkgulan vökvann eitthvað út í herbergið. Svo var rennt f botn með velþóknun. Hann hafði aldrei lært að drekka af stút. Það var liður I viðhaldi viðsjállar sjálfsvirðingar. Hann hallaði sér á ný og krosslagði handleggina á brjóstinu. Lygndumaugum lá hann svona og hugsanir sópuð- ust, — þyrluðust, að honum á ný. Peninga skyldi hann fá. Þetta helvítis drasl skyldi glápa úr sér glyrnurnar, þegar hann opnaði veskið. Hann ætlaði að heimsækja þau öll. öll með tölu. Hvert og eitt. Lesa yfir hausa- mótunum á þeim. Og svo ætlaði hann að safna þeim saman. Á fínasta hóteli borgarinnar. Bjóða öllum. Halda veizlu. Sam- kvæmisklæðnaður. Konunglegar veitingar. Matur. Hann skyldi vera vingjarnlegur, elskulegur, heill- andi. Svo, allt í einu, átti hið ógnvekjandi þrumuvéður að skella á. Það skyldi fá að standa nakið frammi fyrir slnum eigin lítilmótleika. Það skyldi hristast og skjálfa, já nötra í ískulda reiðinnar sem hann ætlaði að ausa yfir þau. Hugsunin varð þokukennd og honum var farið að reynast erfitt að halda saman þessum ákafamiklu hugsanabrotum, sem hrönnuðust upp í höfði hans. Hann strauk hendinni þreytulega yfir ennið og augun. Var svefninn á næsta leiti? Æ kannski. Nei, hann skyldi ausa peningum út á gólfið, hand- fylli eftir handfylli og svo ætlaði hann að hlæja brjálæðislega, já öskra, þegar hann sæi svínin fara að skríða eftir gólfinu og krafsa eftir seðlunum. Og aftur skyldi hann ausa þeim Ut, meira, þangað til froðufellandi og ýlfrandi ófreskjurnar veltust um salina í leit að enn einum þúsundkallinum. FráHONUM! Og ennþá einu sinni ætlaði hann að taka handfylli og þeyta yfir þessa slímugu maðka. Þeyta þeim yfir allt. Svona! Hægri handleggurinn sveiflaðist kröftuglega út f loftið, í stórum sveig. Flaskan rauk um koll, glas þeyttist út á gólf. Bréfið byrjaði að drekka í sig dökkt vínið, sem rann út um borðið. Fyrst eitt hornið, svo breiddist það út og innan stundar var það gegnvott. Nafn hans á umslag- inu tók að leysast uppog varð að lokum að einni, ólæsilegri blekklessu. Skammdegishtímið læddist að húsinu og hvarf inn um glugga á herbergi sof andi manns. En langt í suðri, yfir Keili, yfir Eldey, risu háar, silfraðar skýjaborgir, laugaðar köldu rauðgullnu skini hnígandi sólar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.