Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Side 3
léttur í lund. Ég raulaði jafnvel fyrir munni mér. Það geri ég ekki annars nema athuga fyrst hurðir og glugga. Það mfg- rigndi. Umhverfið var fátæk- legt en myndrænt. Ég saknaði rakdótsins míns. Ég vii ekki fá neitt að Iáni. Og ég tel, að ekkert illt geti hlotizt af ákveðnu siðgæði. Afi minn út- hýsti þjófum, sem jafnvel urðu úti. Samt varð hann gæfu- maður. Undir kvöldið fylltist allt af fé. Jarmandi skriða valt niður hlíðina f áttina til mín. Mér datt f hug mjólkur- vellingur; hirðarnir eins og kanilmolar f jarmandi grautar- flóðinu. Eða jötunn stæði uppi á hæðinni og hellti úr organdi baðmullarpoka niður brekk- una. Smám saman komst kyrrð á safnið. Ég gekk um og talaði til kindanna lágum rómi. Þær sinntu mér ekki. Ég fór þvf bráðlega inn. t Tyrklandi er gott að sofa. V Um morguninn geispaði ég glaðlega. Mál var að létta fótum mót sólu, hugsaði ég fullur gáska. Ég hafði sofið f fötunum, en á sálinni sá ekki. Ég settist fram á. Ég var svifléttur. Ég klóraði mér. Sál mín iðar f morgunsárinu, hugsaði ég. Nú var nóg komið. Ég reis á fætur og skildi Tyrki eftir f mildum úða. VI Ég kom niður f Persfu og var staddur mcðal geita. Það er miðja vegu milli Tyrklands og Indlands. Geiturnar skoðuðu mig vonzkulega. Mér var ljóst, að eitthvað var úrskeiðis. Bölvuð fýla var af geitunum. Hvers vegna var ég ekki f Madras? Geiturnar hændust að- mér. Ég bandaði þeim reiðilega burt. Hugurinn bar mig aldrei nema hálfa leið. Geiturnar komu alveg til mín. Þær bræktu upp í geðið á mér. Næsti áfangastaður var þá úti f Arabaflóa. I jarmi geitanna var sterkur klögutónn. Ég þoli ekki sjálfsvorkunn. Mér var sama hvort það var skammt eða langt frá landi. Ég er ekki svndur. Ég leit á geiturnar. Þær voru raunalegar. Saman horfðum við þungbúin yfir landið. VII Geiturnar horfa á mig reikna f sandinn. Ég rifja upp ianda- kortið. Hér rignir sem betur fer aldrei. Með reikningsbrögðum reyni ég að komast heim aftur. Geiturnar varast að snerta reikninginn. Meinið er að geta ekki farið á bak við sig f hugan- um, segi ég. Og blessaðar skepnurnar horfa hugsi á mig. Hafi maður hugsað ákvörðunarstaðinn verður hann að vera. Geiturnar reyn- ast mér eins og beztu félagar og steinþegja. Um kvöldið koma hirðarnir og við verðum að skilja. Mér tókst ekki að mvnda samband við þá. Það háfði mig raunar grunað. Ég virðist ekki vera hér nema f vitund geita. Sólarlagið í Persfu er ekki um- talsvert. VIII Það er farið að bregða birtu. Ég sé samt til að hugsa. Beri hugurinn mig hálfa leið heim kem ég niður f Atlantshafi. Ég hef enga heppni tii að lenda á skipi. Umfram allt verð ég að hafa stjórn á mér. Ég má ekki fara að hafa yfir hughreystandi kveðskap. Hér í eyðimerkur- rökkrinu mótar fyrir nokkrum djöflum. Ég er of hugsi til að sinna þeim. Hér er nógur sandur til að reikna f. Ekki mun af veita. Það er ekkert merkilegt við eyðimerkursand. Á morgun koma geiturnar aftur. Verð ég að eyða ævinni f þessum sandkassa? Gamla trú- hneigðin er að koma upp f mér. Mér til undrunar er skftkalt. Nei, hugsa ég. Farirðu að syngja sálma er öllu lokið, skrifa ég í sandinn. Ég krýp niður til að lesa skrift mfna f rökkrinu. Hún er mjög ójöfn. Ég.átti mjög góða æsku. IX Hugskeyti verður að duga. Ég er vitanlega félaus. Óljóst er hvort ég kem aftur. Eru allar brýr brunnar að baki? Það ætlaði ég mér þó ekki. Ég er enginn brennuvargur, og taldi mig ekki ævintýramann f hugs- un. Þetta verður þvf að teljast meinlegt. Ég bið þig að fara upp á Grettisgötu og spyrja hvort ég sé heima. Hef ég heilsað mönnum, gefið út ávís- anir og keypt mjólk? Þetta verð ég að vita fyrst. ÞJÓÐ- MINJAR eftir Þðr Magnússon Þjööminja- vörö Lifrarbræðslu- tæki á Finn- bogastöðum Fyrir neðan túnið á Finn- bogastöðum í Víkursveit á Ströndum gat til skamms tíma að Ifta sérkennilega hluti, sem fremur virtust ætlaðir jötnum en mennskum mönnum að baslast við. Þetta voru þrír gríðarstórir járnpottar og einn tröllaukinn trésár með járngjörðum, og áttu þessir hlutir fáa sina líka. Þetta eru minjar frá hákarlaútgerð þeirra Finn- bogastaðamanna. Sárinn var til að geyma í lifrina unz hún yrði brædd f pottunum stóru á hlóðum yfir eldi. Það er alkunna, að þarna norður á Ströndum var hákarlaútgerð stunduð af mikilli harðfylgi fyrrum og allt fram á annan tug þess- arar aldar. Þekktust mun vera verstöðin á Gjögri, en frá Ófeigsfirði var hákarla- skipið Ófeigur gert út til 1915 og frá Finnbogastöð- um var Finnbogastaðaskip- ið svonefnda gert út ári lengur, til 1916. Það er nú ekki lengur til og á Finn- bogastöðum sjást ekki lengur neinar minjar um hákarlaútgerðina fyrrum. Lifrarsárinn, sem sést fjærst á myndinni og ber f bæjarhúsin á Finnboga- stöðum, tók tuttugu tunnur lifrar og nær meðalmanni f mjaðmir. Hann er afarrammlega smfðaður, eins og önnur slfk áhöld Strandamanna, járngjarðirnar úr sverum teini og læstar sarnan með lykkjum. Ætla má, að aldur hans sé varla mikið undir 100 árum og smfðaður mun hann vera þarna heima á Finnbogastöðum. Pottarnir eru hins vegar útlendir og ekki hafa þeir staðizt tfmans tönn eins vel, þvi að þeir eru nú botnlausir, en allt að einu mátti gerla gera sér grein fyrir, hve grfðarlegt verk lifrarbræðslan hefur verið. Hákarlinn var einmitt aðal- lega veiddur vegna lifrar- innar, sem lengstaf var f háu verði sem Ijósmeti á borgarstræti ytra, en sjálf- ur hákarlinn, fiskurinn, varð ekki hirtur nema að litlu leyti. Svo mikill var aflinn, að ekki tókst að nýta til manneldis nema Iftið af þvi, sem aflaðist. Þessar hákarlaveiði- minjar eru nú komnar í byggðasafnið á Reykjum i Hrútafirði og má sjá þær þar. Þangað fór einnig um sama leyti álfkastór lifrar- sár frá Ófeigsfirði, frá út- gerð Ófeigs, en hann var kominn f stafi fyrir elli sak- ir þótt hægðarleikur ætti að vera að setja hann saman að nýju. Enn má sjá i Ófeigsfirði einn hinna stóru járnpotta, sem þar var notaður við lifrar- bræðsluna, en hákarla- hjallarnir, sem svo viða gat að líta á Ströndum, eru nú flestir horfnir. Allt var það stórt og tröllslegt, sem að hákarlinum laut, skip, veiðarfæri, hjallar og bræðslupottar. enda hákarlinn stærsti fiskur f sjó og maður hefur á til- finningunni, að þurft hafi tröllatök við þann gráa oft á tfðum er svo bættist einnig við æsiveður út- mánaðanna f fshafinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.