Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Blaðsíða 4
Sérhannaðar bjórflöskur með tilliti til þess að q£taS þær siðapJsJent* hleðslueífflrígar I ..„„„; ^mI **8fci*s. M M áki ÍU Ui *** «««v *¦ Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt HÚS- BYGG-. INGARUROSKUTUNNUNNI Hús ( Kalifomiu, sem eingöngu er byggt úr dósum og flöskum. Nútíma tœkni og neyzluþjöðfélagið hafa í för meö sér gífurlega söun ð hröefnum og verö- mœtum. Hér segir frö tilraunum í þö ött aö nýta ýmsar umbúöir sem byggingarefni Það er engin ný bóla að byggð séu íveruhús úi úrgangsefnum. Þeir sem ferðasl hafa um þriðja heiminn þekkja íbúðarhverfi þeirra milljóna sem reist hafa sér húsaskjól af vanefnum úr sann- kölluðum vanefnum, sem með vestrænum augum séð flokkast undir RUSL. En það er víðar en í þriðja heiminum, sem byggt er úr úrgangsefnum: í Japan hefur samanþjóppuðum úrgangsefnum verið komið fyrir sem undirstöðum undir húsbyggingar. Reistar hafa verið byggingar úr brennisteins-steinsteypu, en brennisteinn er að verða að úrgangséfni, sem fæst við hreinsun jarðgass og jarðolfu. t Kalifornfu hafa verið framleidd byggingarefni úr mykju og glerbrotum, en við sambræðslu þessa við hátl hilaslig fæst góður byggingarsteinn, sem hefur hátt einangrunargildi. Þá hefur annar kalifornfubúi framleitt byggingarstein úr samþjöppuðum pappfrsúrgangi og gefist vel. Hér á landi hefur m.a. verið notaður vínberjatunnukorkur ti einangrunar húsa. Og alla tíð hafa umbúðir utan af slórum tækjum, eins og bflum, sem flultir hafa verið inn hérlendis, þ.e. trékassar, verið notaðir til hús- bygginga. hér. Á seinni ffmum eftir að mengunarvandamál komust f hámæli, kom á ný fram sú hugmynd að nota hvers kyns iðnaðarúrgang, einkum þó umbúðir af öllum gerðum til húsbygginga. Þessi hugmynd var þó ekki tekin alvarlega fyrr en menn gerðu sér Ijóst hversu gffurlegt magn það er, sem safnast fyrir af umbúðaúr- gangi árlega. I Bandarfkjunum var það 1971: 20 milljarðar tonna af pappírsumbúðum, 30 milljarðar glerfláta, 40 milljarðar dósa af ýmsum gerðum og 5 milljón tonn af plastflátum. Nýjar endurbætur á þessari gömlu hugmynd ná þó langt fram fyrir þá einstaklingsbundnu hugkvæmni að notfæra sér þá trékassa sem til falla til húsbygginga. En þær felast f þvf að hanna ílátin strax f byr.iun fyrir fleiri en eina notkun. Mörg stór fyrirtæki hafa sýnt þessu máli áhuga í seinni tfð. Einkum eru það slfk, sem framleiða dósir og flöskur úr plasti, gleri, áli og járni. Þessi flát má framleiða sjö til tfu sinnum hraðar en venjulega múrsleina og gnægð þeirra er óendanleg. Kostnaðinn við framleiðslu þeirra borga f öllu falli neytendurnir og þvf eru þeir að réttu eigendur úrgangsins. Eins og nú er kærir sig nær enginn um að safna að sér slfkum „eignum". Öllu heldur er þeim dreift um allar jarðir umhverfinu til stórlýta og borgaryfirvöld- um og þar með borgurunum sjálfum til mikils kostn- aðarauka f sorphreinsun og sorpgeymslu. Hugmyndin um endurnýtinguna felur því f sér að slá tvær flugur í einu höggi. En að sjálfsögðu er ekki nóg að hlaða slfkum umbúðum saman f jafnvel nokkuð álitlegah haug og bjóða svo mönnum að gera svo vel: Hér er nýja húsið þitt. Ansi er hætt við að ýmsum þætti slfkir fveru- staðir Ijótir. En það er sannast mála að enginn vill spara fé til þess húss, sem hann á að búa f, ef það leiðir af sór, að húsið komist nálægt því að verða ljótt fhansaugum. Með þvf að hanna umbúðirnar f byrjun með það í huga að eftir tæmingu þeirra verði þær að byggingar- efni, má ná mun heillavænlegri árangri á þessu sviði. Hér er komið gott hönnunarverkefni fyrir okkar ágæt- ustu hönnuði innanlands og utan. Verkefni.sem leysir erfið vandamál um allan heim, en ekki aðeins fagur- fræðitækni fyrir fáa útvalda. Út á þessa b' ut hefur bjórfyrirtækið Heineken farið, en það t. .rtæki er Islendingum að góðu kunnugt. Alfred Heineken eigandi fyrirtækisins datt niður á þetta eins og fleiri, er hann heimsótti borgina Curacao f Miðameríku. Umhverfið þar var aJIt útbfað af tómum Heineken bjórflöskum. Er hann sneri heim á ný fékk hann Habraken, sem nú er nýverið orðinn yfirmaður arkitcktadeildar MIT f Bandaríkjunum, til þess að hanna bjórfloskur, sem nota mætti f stað múrsteina. Verkefnið, sem nefndist WOBO var unnið á árunum 1962—65, en f lok þess tfmabils var fyrsta húsið reist af þessari gerð. Þetta hús var hugsað sem íveruhús f þriðja heiminum. Vegna hugsanlegra vandamála, scm markaðsráðgjafar fyrirtækisins sáu fyrir, en að öðru Ieyti er ekki unnt að upplýsa, fðr flaskan aldrei út á markaðinn. En venjulegar Heineken bjórflöskur hafa hinsvegar verið notaðar til húsagerðar á vegum einstaklinga. WOBO verkefnið er þó það, sem lengst hefur verið komist að hanna umbúoir fyrir tvöfalda notkun. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er húsið ekki ósnoturt að útliti. Fyrir fslenzk augu mætti jafnvel nota það sem sumarbústað. Sérkenni flöskunnar sjálfrar eru þau, að hún er flöt á tveim hliðum, þar sem sömuleiðis er komið fyrir tökkum til festingar f Heil fjöll af umbúðum. Á það allt að fara á haugana, eSa er unnt oð nýta umbúBimar betur en gert hefur vorið. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.