Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Side 5
Lltið hús, byggt úr flöskum, sem sérhannaðar eru sem hleðslueiningar. Hús sem byggt hefur verið úr boddýhlutum Citroen. steypunni Botn flöskunnar er inndrcginn þannig aö stútur næstu flösku gengur inn f hann. Nú kynni einhver að álíta, að auðveldara væri að losna við umbúðamengunina á einhvern annan máta en að byggja úr þeim hús. Til dæmis að endurnota allar flöskur og banna bjórdósir.ReynsIan segir okkur að þetta er ekki svo auðvelt. Svo að enn sé tekið dæmi frá Bandarfkjunum voru, árið 1970 45% gosdrykkja- flaska óafturkræfar, en áætlað er að hlutfallið stfgi upp í 75% árið 1976. Þetta gerist þrátt fyrir að löggjafinn hafi reynt að hefta framleiðslu á vökvaum- búðum til notkunar einu sinni. Almenningur hefur þegar svarað fyrir sig með þvf að henda öllum flátum, hvort sem þau kosta eitthvað eða ekki. Árið 1969 gerði stórt gosdrykkjafyrirtæki tilraun í New York með að senda út rúmar 14 milljón flöskur og kostaði hver flaska 8 krónur sem fengust endurgreiddar. Eftir 12 mánuði höfðu 11 milljón þessara flaska horfið, eða 88 milljónir króna gufuðu upp og munaði sennilega lftið um það. Annar möguleiki við endurnotkun var talinn sá að bræða upp dósirnar og gera úr þeim nýjar dósir. Þetta kallar á, að álmenningur safni dósunum saman fyrir ákveðið gjald. Þar sem ál er hagkvæmast til endur- notkunar á þennan veg, gerði Alcoa tilraun með þetta 1970. boónar voru 32 þúsund krónur fyrir 40 þúsund dósir og gekk þetta vel f byrjun. Safnað var hálfri milijón dósa f viku hverri. En áhuginn dofnaði brátt, þegar f ljós kom að áldósirnar voru aðeins 2% af öllum bjórumbúðum sem býjaði umhverfið út eftir notkun. Þar sem fyrirtækinu var þá ekki hagkvæmt að greiða meira fyrir dósirnar var þessu hætt árið 1972. A þessu sést, að einhver önnur notkun verður að koma fyrir notaðar umbúðir, þar sem framleiðsla slíkra umbúða eykst gífurlega ár frá ári. Notkun slfkra til húsbygginga er einn af mörgum möguleik- um. Bcnl hefur verið á að þau lönd, sem standa einna verst að vfgi vegna húsnæðisskorts muni taka það til athugunar á næstu árum, hvort innflutningshömlur verði settar á umbúðir sem ekki er unnt að nota á nýjan máta, þegar þær eru tæmdar. Sömuleiðis, að auglýsingar á þessum innfluttu vörum verði að inni- halda ábendingar um endurnotkunina. Enginn vafi er á þvf að stórfyrirtæki muni ekki hika við að leggja út f slíkan tfmabundinn kostnað, til þess að ná betri samkeppnisaðstöðu f þjóðlöndum, þar sem frjáls sam- keppni rfkir. Til að byrja með, er fyrirsjáanlegt að slfk hús úr sér- hönnuðum umbúðareiningum verði fyrst og fremst reist fyrir þá, sem nú hafa alls ekkert eða algerlega ófullnægjandi húsnæði. Hér er um að ræða nokkra tugi milljóna manna f þriðja heiminum f dag og sá hópur fer sífellt stækkandi, þvf miður. Hér er þvf ekki um neitt smámál að ræða fyrir okkar sfminnkandi heim. En fleira hefur verið áætlað að nota til húsbygginga f hinum gffurlega húsnæðisskorti f þriðja heiminum. Eitt af þvf er Fourgonett-húsið sem byggt er úr bflahlutum. Húsið er þannig til komið að rfkisstjórn Chile, f stjórnartfð Allende, ákvað að nota alla tækni- lega möguleika til að leysa húsnæðisvandann. Bæði sýndi stjórnin úrgangsefnahúsunum mikinn áhuga og var f þvf sambandi hafin gerð húsa með aðstoð Cornell háskólans f Bandarfkjunum. En einnig var áhugi á að reyna að nota fleira sem til féll. Þannig háttaði til að framleiddir voru Citroen bílar f Chile. Vélarnar f þá voru fluttar inn, en ytra byrðið framleitt f chilenskum verksmiðjum. Árið 1971 ákvað Citroen í Frakklandi að hætta að framleiða bíla f Chiíe, og lagðist þá chilenska verksmiðjan niður. Eftir nána rannsókn á þeim hlutum, sem hún gat framleitt, hannaði J. Skorneck hús úr þeim árið 1973. Húsið var 35 fermetrar að stærð og að öllu leyti fjöldaframleitt. Undirstöður þess voru dregnar saman f nokkra punkta og jarðrakavandamál var leyst með þvf að lyfta húsinu frá jörðu. Því miður komst þetta hús ekki f framkvæmd, þar sem nýju valdhafarnir f Chile, eftir byltinguna 1973, höfðu að sjálfsögðu ekki áhuga á að leysa húsnæöisvandamál landsins. Nema menn vilji kalla það lausn að fækka þjóðinni. Hver svo sem niðurstaða þessa málaflokks um endurnýtingu hvers konar iðnaðarúrgangs verður f framtíðinni, þá bendir tilkoma hans okkur á tvö mcginatriði: í fyrsta lagi, að notkun hugvits og / eða hugljómunar er eftir sem áður einn stærsti þátturinn f endurbótum á lffsafkomu alls mannkyns. Úrfall allsnægtaþjóðfélaganna scm skapa þeim stórfelld mengunarvandamál, er unnt að nota til að uppfylla nauðsynlegustu þarfir svokallaðra vanþróaðra þjóða. — Og f öðru lagi, að þrátt fyrir það, að þessi samfella sé tæknilega vel möguleg og hagfræðiiegur happa- drættisvinningur ekki sfst á tfmum orkuskorts, þá er hætt við tilfinningaleg afstaða hins almenna borgara um allan heim til málefnisins sé neikvæð. Á tfmum alþjóðafjölmiðlunar eru þau lffskjör, sem sjá má á auglýsingasfðum vestrænna litmyndablaða, orðin sameiginlegt keppikefli allra jarðarbúa. Og það sem meira er: Það er talið til hins eina sanna lffstilgangs að ná þessum lffskjörum. Þýtt og endursagt úr AD 12/73. Olöf Olafsdöttir ÍMYNDUÐ BLÖM Lftil stúlka gengur inn gang les fmynduð blóm af veggjunum Stóraugu f björtu andliti Horfa til himins og vegsama fegurð hans Lftil fmynduð stúlka Jön frö Pölmholti HÚMIÐ Mjúkt og hljóðlega fer húmið veg sinn yfir heiminn. Það rennur jafnt og þétt áfram leið sfna án endis og upphafs. Kemur allsstaðar við og stansar hvergi. Janis Ritsos ERFÐASKRÁ Hann sagði: Ég trúi á Ijóðið, ástina, dauðann, einmitt þess vegna trúi ég á ódauðleikann. Ég yrki, ég yrki heiminn; ég er til; heimurinn er til. Frá litlafingri mfnum bugðast fljót. Himinninn blánar f sjö sinnum sjö skipti. Þessi vissa er mér sffelldlega ævaforn sannleikur, hinsti vilji minn. Jóhann Hjálmarsson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.