Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Blaðsíða 6
Erlendur Sigmundsson HJÁ BÖLU Hér andar minning úr motdu um mátsins bitra geir, þótt hrópin af heitum dreyra heyrist ekki meir. Bóndinn, sem aumastur altra erjaði þessa jörS, plægði hér ódáins akur: anda síns djúpa svörð. Og því ersem enginn annar hér alið hafi mann, og enginn bóndi búið í Bólu, nema hann. NEISTINN Þar isinn og eldurinn mætast við alheimsins platínubil, þar ríkir þjáning og sæla. Þar verður neistinn til. Ole Wivel ALTARISTAFLA Hrímgrátt sem grasið og skógarkjarrið í hlíðinni rennur féð fram úr kaldri þokunni friðsælt liðast það fram af enni skaparans. Þokan faðmar hús og vegi i morgunsárinu en héðan þar sem hæðin ber við himin sjáum við landið gullingrænt eins og altaristöflu. Guðrún Guðjónsdóttir þýddi. Guömundur L. Friöfinnsson SEM ÞÁ Ef blærinn sem gekk hér um göturnar foröum kæmi hér aftur og hvislaði líknsömum orðum i eyra sem þá, murtdi laufkrónan litkast að nýju og lauf hennar glitra sem þá? Steinþór Jóhannsson DAGINN EFTIR Að morgni mynda leifar gleðinnar hlutlægan veruleika undangenginna atferla. Auðu glösin standa kjur.gapandi eins og þorskar á þuru landi. Afgangur vímugjafa svo sem ritskexs og salats biða í hógværð eftir framvindu tilveru sinnar við hliðina á barmafullum öskubökkum. Rauða borðrósin brosir til draslsins vitandi af veldi sinu horfandi niður á frumþurftartæki likamlegrar spillingar. Táknrænasta dæmið um breytileika á þessum hlutprúða fleti er innlegg barnsins. Það virðist einhverra hluta vegna hafa eftirlátið borðinu sjúkrabilinn sinn, sem merktur er hinum Alþjóða rauða krossi. Aðkoma þjónustunnar daginn eftir. Á beztu árum ævinnar leggja flest- ir fslendingar mikið á sig við hús- byggingar. sem oftast eru gerSar óþarflega dýrar, sumpart vegna þess að tækni við byggingar er á ýmsan hátt frumstæð hér og svo eru gerðar kröfur um allskonar Iburð. Þegar kemur að sjálfu inn- búinu, er oft byrjað með lltið, en getur aungvu að slður verið heimilislegt, samanber myndina hér til hægri. En áður en varir er búið að fylla Ibúðina með ein- hverju, sem er tlu sinnum dýrara — og venjulega er það kvenþjóð- in, sem stendur fyrir þvl. ALLT SVO GLERFINT OG STEINDAUTT Viö byggjum einhver dýrustu og vönduðustu fbúðarhús sem fundin verða, enda eru hús- byggingar stórmái í lffi flestra Islendinga. Við erum vfst sam- mála um, að náttúruöflin neyði okkur til þess að leggja í mikinn kostnað; vanda efni og frágang svo sem framast er unnt. Að öðrum kosti hefði hitaveitan aldrei f fullu tré við gegnumtrekknum og við yrðum að hafa bala á stofugólfinu til þess að taka við lekanum. Um þetta geta vfst flestir verið sammála. Af þvf leiðir, að sæmilega góð hús hljóta alltaf að verða dýr á íslandi. En það cr spurning, hvort þau eru samt ekki óþarflega dýr. 1 Svfþjóð, Kanada og jafnvel í Bandarfkjunum líka mun láta nærri, að hægt sé að fá þokka- leg fbúðarhús fyrir helming af þvf verði, sem hér gildir. Þar á ofan er útborgun f húsi f þess- um löndum oft aðeins 10—15% af heildarverði og sýnist þá orðið harla Iftið máf að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Við byggjum að sumu leyti eins og nýrfkir apakettir og hleypum kostnaði uppúr öllu valdi að óþörfu. Hvaða vit er til dæmis f því að smfða módelinn- réttingar f eldhús f blokkum? Til samanburðar má geta þess, að bandarfsk byggingafyrir- tæki framleiða mjög svipuð einbýlishús sem gerð eru hvert með sínu móti með smávægi- legu fráviki f klæðningum og litavali, — en allar innrétting- ar eru eins. Þarmeð er komið að kjarna málsins: Innréttingunum. Það er áreiðanlega þar, sem hægt væri að draga verulega úr bygg- ingarkostnaði án þess að hús yrðu lélegri f nokkru þvf, sem máli skiptir. Eitt er að byggja þokkalega og annað að viúhafa fburð. Meinið er að hin mjög svo íbornu hús verða ekki að sama skapi betri vistarverur, — stundum jafnvel sfður. Lfklega kannast margir við frá sjálfum sér og öðrum, hvað byrjað var að búa með Iftið. Hvaðeina innanstokks var sam- tfningur sitt úr hverri áttinni, en þetta var þrátt fyrir allt svo heimilislegt og viðkunnanlegt. Með batnandi efnahag var þessu gamla dóti fargað; það komu allskyns „sett“ f staðinn og f fyllingu tfmans var flutt f splunkunýja íbúð, þar sem skáparnir f eldhúsinu voru jafnvei lakkmálaðir og glans- málaðir að innan. Smám saman vék allt það sem var máð og slitið og gamaldags fyrir ein- hverju nýju, unz búið var að gera íbúðina „glerfína“. Ég veit dæmi til þess að fólk hefur látið leggja parketgólf á stofur og teppalagt sfðan út í hvert horn. Og nokkur dæmi kann ég um, að ágætar eldhús- innréttingar hafa verið rifnar niður til þess að hægt væri að láta smfða nýja á svo sem hálfa milljón. Grun hef ég um, að það sé kvenþjóðin, sem mestan þátt á í þessu og mig grunar einnig, að sú tilhneiging að koma upp „glerffnu“ hcimili sé einnig frá kvenþjóðinni. Enn hefur það ekki lærzt, að það eru ekki sóffasett og Bing & Gröndal postulfn, sem gerir hfbýli notaleg, hcimilisleg og jafnvel eftirminnileg. Þegar ég skoða hug minn, þá sé ég að það eru framar öðru hcimili sumra listamanna, sem búa yfir sér- stökum töfrum að þessu leyti. Hversvegna skyldi það vera? Venjulega er þar lítið um nýtfzku sóffasett og aðrar glansmublur. En það er þeim mun meira af ýmsum persónu- legum hlutum, sem fylgt hafa fólkinu lengi. Þar er oftast mikið af bókum og umfram allt er þar mikið af góðri myndlist. 1 Norðurlandablöðum um hús og húsbúnað hefur um árabil verið reynt að kenna fólki að gera listræn og notaleg hfbýli úr ódýru efni. Þegar lengst hefur verið gengið, hafa appelsfnukassar og annað ámóta efni verið notað. Mikil áherzla hefur þar verið lögð á að menn geti búið sér til hús- gögnin sjálfir úr spónaplötum og umfram allt notað liti á nýstárlegan og frísklegan hátt. Þessi blöð hafa kannski snobbað dálftið niðurávið eins og stund'um er sagt; þarna hefur verið höfðað til galla- buxnakynslóðarinnar, er er f uppreisn gegn hinum viðteknu ffnheitum og kýs að sitja á gólf- inu eða allt að þvf. Það getur verið skammt öfganna á milli þarna eins og annarsstaðar og trúlega er rétta lausnin ein- hversstaðar mitt á milli. Norðmenn hafa hingaðtil haft orð á sér fyrir að vera ekki sérstaklega ginnkeyptir fyrir flottræfilshætti. Afstaða þeirra til heimilisinnréttinga og hús- búnaður kemur vel fram f blöð- um eins og „Bonytt“, þar sem ævinlega er lögð áherzla á að leiðbeina fólki við að endur- nýja gömul hús án þess að þau tapi karakter sfnum. En fyrst og sfðast endurspeglar „Bonytt“ þá ást og aðdáun, sem Norðmenn hafa á ómenguðu tré f innréttingar og húsgögn. Það er mein að timbur skuli svo dýrt hér sem raun bcr vitni um. Furuklæðning hefur þá náttiiru að gera hfbýli f senn manneskjuleg og hlýleg án þess að þau verði ffn um of. Og það sama má segja um furuhús- gögn. Hér hefur ekki verið sem skyldi völ á ódýrum húsgögn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.