Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Blaðsíða 8
Þjóðfélagsfræðingurinn Ernest Bornemen spáir því að dagar karlmannsins sem herra sköpunarinnar séu brátt taldir Þa8 voru og eru til þjóöflokkar, þar sem konan » ræður yfiAnonnintim. Sf:m betur fer fyrir bæði. því | að þar sem konurnar hafa völdin, þar líður mönn- unum llka vel Þegar I paradls rann upp Ijós fyrir Adam og Evu. Þau tóku bæði eftir hirium litla mun á Ifkama þeirra. Eftir þaS hrakaði jafnréttinu óðf luga. Þjóðfræðingurinn Ernest Borneman lýsir þvf hér, hvern- ig maðurinn hafi f rás sögunnar gert konuna sér undirgefna. Hann spáir þvf, að dagar karl- manna sem herra sköpunarinn- ar séu brátt taldir. Ýmsir þeir, sem koma í stutta heimsókn til lands Eskimóa, halda, að þar sé til einhvers konar „gestavændi". Maðurinn láti gestinum i té eiginkonu sína, svo að hann geti gert sér dælt við hana. Þegar öllu er á botninn hvolft, eru gestir fágætir á hinum fskalda norðurhjara — en hver sem kynni að villast þangað, mætti þó að minnsta kosti eiga von á hlýju frá mjöðm og hiður. í bók sinni „Das Patriarchat" (Föðurveldið) leiðréttir Ernest Borneman rækilega 'þennan misskilning. Kynni hans af kanadiskum Eskimóum hafa leitt í ljós, að það er ekki mað- urinn, sem neyðir konu sína til láréttrar hegðunar gagnvart gestinum, heldur hefur hún rétt til þess að haga sér þannig gagnvart hverjum þeim manni, sem henni fellur í geð. Um langan aldur var karlmönnun-um ekki Ijóst, að þeir ættu neinn '• '~Js<lG*K}r \ hlut að tilkomu barns. En þegar „ '1uSg&\ \ þeir komust að raun um það, jókst 1 þeim feikilega sjálfsvirðing. Það J var risaskref í þá átt að verða M W { drottnari. \ íro\ Wiilll *^JIf k' wrf/ i^ 1 lf ' ^SA tmo © Hinn sextugi þjóðfræðingur, Borneman, sem er kennari við háskólann í Salzburg, segir: Álit konunnar er jafn mikið eða jafn lítið og gildi starfa hennar. Eskimóakonan saumar skinn- klæðin á manninn, svo að hann kali ekki, og sér að meira leyti en hann um fæðuna. Þar sem maðurinn er háður konunni, nýtur hún virðingar og getur einnig ráðið sínu eigin nætur- lífi. En þar sem hún er háð manninum eins og til dæmis f hinum svokölluðu menningar- þjóðfélögum I Evrópu, fellur hún í áliti og verður að laga sig að því kynlífi, sem hinum þreytta manni þóknast. Þó að hitastigið hjá Eski- móunum falli oft 40 gráður niður fyrir núll, fannst Borne- man, sem er lærður sálfræðing- ur, sem þeir lifðu eins og I Paradís. í landi snjókofanna blaðaði hann í Biblfunni og komst að þeirri niðurstöðu, sem hann hafði órað fyrir, frá því er hann var í barnaskóla: Að það skipti engu máli, hvort Eden- lundur hafi verið milli Efrat og Tigris. Kjarni málsins sé sá, að Paradís lýsi hamingjusömu samlffi karls og konu. Slíkt samlíf sá Borneman í reynd meðal Eskimóa. Og hann varð svo undrandi, að hann tók til við að skrifa itarlega bók um það, hvernig það hafi gerzt í rás tímans, að konan hafi orðið að lúta í lægra haldi fyrir mannin- um. (Fischer Verlag hefur gef- ið út bókina „Das Patriarchat" í 60.000 eintókum í fyrstunni og vonar, að hún verði kvenna- hreyfingunni til stuðnings og staðfestingar á sjónarmiðum hennar og röksemdum.) Borneman hefur pælt í gegn- um eitthvað um 15 vísinda- greinar — frá mannfræði til samanburðarmálfræði og refsi- fræði. Hann hefur komizt að þeirri veigamiklu niðurstöðu, að syndafallið í Biblíunni sé ekki fólgið í því, að Eva hafi gegn boði Guðs tfnt eplið af skilningstrénu og fíflað Adam til að bíta í það. Skoðun Borne- mans er sú, að kjarni þeirrar sögu sé allt annar: Adam og Eva voru hamingjusöm fram að eplaátinu, af því að þau litu ekki á sig sem mismunandi kyn, hinn drottnandi og hina undirdánugu. Þau litu á sig bæði sem verur, sem veittu hvor annarri huggun og yl. Syndafallið hófst þá fyrst að áliti þjóðfræðingsins, þegar Adam og Eva gerðu sér grein fyrir nekt sinni — tóku að líta á sig sem mismunandi verur, sem mann og konu. Hin vfsindalega könnun Bornemans á hverfandi valdi og áhrifum konunnar beinist fyrst að eldri steinöld og þá að hundrað þúsund ára fortíð. Það var þá fyrst, sem kom að „verkaskiptingu", að því er hann telur sem og aðrir vísinda- menn. Maðurinn fór á veiðar, en konan tíndi jurtir. Þetta var hirðingjalíf. Um það bil 20 til 40 mæður söfnuðu um sig börn- um sínum, karlmöhnum og gömlu skyldfólki. Stærri hópar mynduðust ekki, þar sem ógerningur var að ala önn fyrir fleira fólki. En þessar mannverur, sem voru svo háðar hver annarri í baráttunni fyrir lífinu, héldu saman eins og bik og brenni- steinn. Það voru ekki til neinar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.