Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Blaðsíða 9
hjónabandserjur, pabbinn flengdi ekki börnin, af því að hann væri í slæmu skapi — þar sem ekki var til nein „fjöl- skylda" og þar með ekkert „höfuð fjölskyldunnar". Mann- fólkið lifði á grundvelli jafn- réttis í ættflokknum. Því var ekki ljóst, að til getnaðar þyrfti einnig karlmann. Þau héldu bæði, að það væri aðeins móðir- in ein, sem gæti barnið og kæmi því í heiminn. Það að sofa saman og geta börn voru þeim óskyld fyrirbæri. Hin ógeðfellda barátta kynj- anna — hver eigi að hafa síð- asta orðið í fjöiskyldunni og hver sé æðri og lægri — eins og hún tíðkast nú á dögum, var þeim óþekkt. Borneman getur með stolti sagt, að hann sé einn hinna fyrstu Þjóðverja, sem ekki voru af gyðingaættum, sem flýði ríki Hitlers vegna vinstri sinnaðrar sannfæringar sinnar, en nú hefur hann unnið sér það til frægðar að skrifa einhverja ítarlegustu bók um sögu konunnar, sem rituð hefur verið. Honum hefur-tekizt að hlaða grunn að þeirri kenn- Konan fann upp hakann, en maðurinn gerði ptóg úr honum og spennti dýr fyrir hann. Þar með stjórnaði hann mikilvægasta tækinu — en konunni fannst hafa verið leikið á sig. ingu, að fyrstu mennirnir hafi einvörðungu rakið ætt sína til móðurinnar. Faðirinn var engr- ar athygli verður — hann var aðeins gestur í hópnum. Meira að segja var erfðarétturinn í höndum konunnar. En um 5000 árum fyrir Krists burð urðu mennirnir vitrari. Konurnar höfðu á undan þeim fundið upp haka og spunaáhöld og þannig stuðlað þeim fremur að öflun lífsnauðsynja fyrir hópinn, en svo datt veiði- mönnunum í hug að beita dýri fyrir verkfæri — og plógurinn var upp fundinn! Og það var menningarlegt afrek, sem Borneman telur, að ekki einu sinni Einstein hefði getað leik- ið eftir. Og um leið kynntust mennirnir sinni hræðilegustu plágu. Þeir urðu feikna stoltir yfir uppfinningu sinni og urðu stöðugt framtakssamari. Þeir uppgötvuðu, að það væri hægt að ríða hestunum og einnig að smíða vopn til að drepa aðra menn. I stuttu máli þá fundu þeir upp stríðið. Grikkir kölluðu sig með stolti — og Borneman vitnar í Hómer — „ræningja borganna“. Verstir voru þó hirðingja- flokkarnir. Þeir höfðu engri jörð að tapa, en þegar þeir reikuðu til dæmis um kirgisku steppurnar (um 3000 f. kr.) í Mið-Asíu, sáu þeir, að til voru menn, sem kunnu að rækta jörðina. Þeir öfunduðu þá af eigum sínum, og afleiðingin varð sú, að þeir réðust á akur- yrkjubændurna, sem stóðu þeim langtum framar að menningu, og þrælkuðu ekki aðeins konur þeirra heldur og allan þennan hóp manna, sem fram að þessu höfðu lifað frið- samlegu lífi. Stríð allra gegn öllum var hafið. Auk þess uppgötvuðu mennirnir einnig, að getnaður barns getur aðeins orðið fyrir tilstilli manns. Hvernig komust þeir að þvi? Þegar þeir höfðu til dæmis verið lengi fjar- verandi i stríði, og komu aftur heim, hafði konan ekki fætt þeim nein börn. Og fremsta hlutverk hópsins var að eignast afkvæmi. Með þeirri vitneskju, að þeir væru ómissandi við getnaðinn, óx karlmönnunum ásmegin og sjálfstraust, svo að með ósköp- um má þykja, en þeir voru þá þegar orðnir talsverðir karlar af hernaðarafrekum sinum. Konurnar fengu að finna fyrir þessu. Þær urðu að láta mönnunum eftir erfðaréttinn. Niðurlæging konunnar að baki „hins sterka kyns“ var óaftur- kallanlega hafin. Hjónabandið, sem af þessu spratt, það er að segja pörunin, samtengd tveggja, hafði í för með sér óheillavænlegar af- leiðingar, sem enn eru í fullu gildi á vorum tímum. Afbrýði- semi skilgreinir Bornemann til dæmis þannig: Hinn kokkálaði karlmaður er í innstu fylgsnum sálar sinnar ekki skelfingu lost- inn vegna þess, að kona hans hafi gefið sig öðrum manni á vald, heldur af því að hann lítur á ótryggð konu sinnar sem hugsanlegan þjófnað. Því að hann er ekki alveg viss um það, hvort börn hinnar ótryggu konu sinnar — þau sem eiga að erfa hann — séu í rauninni hans eigin. Aðrar athuganir hafa einnig gefið til kynna, að „þjófnaðar- grunurinn“ sé meginþátturinn í afbrýði karlmannsins. En aft- ur á móti ,,leiki“ konan, sem alltaf er örrugg um móðernið, hlutverk hinnar afbrýðisömu — þykist aðeins vera það. Enda sé hún mun fúsari til ótryggðar heldur en maðurinn í eðli sínu. En hvað um það, staða hinnar góðu og siðsömu eiginkonu, sem þjóðfélagið eða samfélagið gerði henni að skyldu, aftraði henni frá því að sleppa fram af sér beizlinu á svipaðan hátt eða alveg eins og karlmennirnir gera, þegar þeir eru í viðskipta- erindum. Bók Bornemanns — en sumir gagnrýnendur hafa sagt, að hún sé sambærileg á sinn hátt við „Das Kapital" Karls Marx — lætur okkur f té meðal ann- ars þær störmerkilegu upp- lýsingar, að aldrei hafi verið til neitt, sem héti móðurveldi, — Matriarchat — (gríska orðið „Archos'* merkir þann, sem ríkir, byggir). Því að konurnar hafi aldrei viljað rikja yfir mönnunum, heldur aðeins ætlazt til „gagnkvæmrar að- stoðar". En eftir uppfinningu plógsins hugsuðu mennirnir: „Hver hugsar um sig“. Borneman lýsir því einstak- lega nærfærnislega, hvað það sé sem konur og karla greini að í hinum ýmsu gerðum sam- félaga: — Konurnar vilji fyrir- gefningu, en mennirnir hefnd. — Konurnar vilji ást, en mennirnir hollustu. — Konurnar vilji jafnrétti, en mennirnir vilji ráða. I þeim þjóðfélögum, þar sem sjónarmið móðurinnar var ríkjandi, eins og til dæmis hjá Spartverjum, voru karl- mennirnir sannarlega ánægðir, eftir því sem Borneman telur. En allt öðru máli sé að gegn um þær karlskepnur, sem nú á tím- um séu bundnar við færibönd eða skrifborð. Borneman vitnar í bók sinni til samtals milli spartverskrar konu og aþenskr- ar, sem hafði látið kúgast af karlmanni. Hin aþenska kvart- ar yfir því við hina spartversku, að þær séu of kröfuharðar: „Þið eruð ekki lengur virki- legar konur.“ Og hin spart- verska svarar: „Þess vegna er- um við líka hinar einu, sem gera menn að virkilegum karl- mönnum.“ í fjörutíu ár hefur Borneman safnað efni í bók sína. Af hverju dregur hann til dæmis þá ályktun, að konurnar hafi fundið upp hakann? Það er mjög einfalt: Fingraför kon- unnar — eins og hver forn- fræðingur veit — eru áberandi stærri en mannanna. Og það eru fyrst og fremst kvenleg fingraför, sem fundizt hafa á hökum frá steinaldartfmum. Framhald á bls. 16 Þeir timar hafa einnig verið, að kon- urnar hafa svo sannarlega verið mönnum blíðar og góðar. Til dæmis i Spörtu til forna. Sagt er. að þess vegna hafi Spartverjar verið svo hraustir hermenn." Mennirnir voru stoltir yfir þvi að geta smiðað vopn til að veiða með. En því miður notuðu þeir þau einnig til að mölva hausinn hver á öðrum — og þar með var striðið komið i heiminn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.