Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Page 10
 ' . • ; - .--i ■ r,- — Nú stend ég upp á þóftu og gái. Ef ég segi, að viö förum, þá förum við. En ef ég segi að við förum ekki, þá förum við ekki spor, kall minn! Þessa þulu höfðu gamlir Breið- firðingar á æskuárum mínum eftir Hafliða hreppstjóra Eyjólfs- syni (f. 1922, d. 1894) bónda í Svefneyjum frá 1849—1894. Það fylgdi sögunni, að þegar hann átti að hafa sagt þetta, hefði hann legið í vari af Melrakkaey á Grundarfirði á skipi sínu Fönix. Þangað sigldi hann af hákarla- miðunum á Breiðafirði í norðan- stormi, og beið eftir ferðaveðri heim í Svefneyjar, eða að aftur gæfi á miðin fram á firðinum ef storminn lægði fljótlega. Fráleitt hefur veðrið verið gott, þegar Hafliði treysti sér ekki til að sigla Fönix vestur yfir flóann. Fönix var stærsta opið skip í Breiðafirði meðan hann var við lýði — stór teinæringur — sagður afbragðs skip, og Hafliði einn fræknasti formaðurinn í firöinum um sína daga. Engin mál eru til af Fönix. En mig minnir, að Hermann S. Jóns- son skipstjóri í Flatey segði hann 25—26 álnir milii hnýfla. Breiður og djúpur var hann að sama skapi og ákaflega sterkbyggður — reglulegt hákarlaskip. Taldi Her- mann, að Fönix hefði veriö vel fær I flestan sjó með 8—10 tonna þunga. Venjulegir breiðfirzkir áttræringar voru taldir færir með 5—7 tonn. Hafliða i Svefneyjum hentaði aðeins traust skip. Hann var afla- maður og sótti sjóinn fast meðan heiisan leyfði. Mesti afli sem Hafliði fleytti á land í Svefneyjum úr einni legu á Fönix voru 19 miðlungshákarlar og lifur úr þeim innanborðs og 22 stórhákarlar á seilum sem róið var fyrir. Mun þá hafa verið stutt á þann gráa úr Svefneyjum og hásetar í röskvara lagi, að slíkt, erfiði skyldi lagt á þá. Og heppni, að hákarlavaða skyldi ekki elta skipið og rífa I sig seilarnar. Það kom stundum fyrir. — Nú er þessi mikli afli fyrir löngu uppétinn og lyktin góða, sem Iöngum angaói um tanga og tún i Svefneyjum, rok.in út í veður og vind. Fönix brunninn til kaldra kola, undir ótal kaffikötl- um og grautarpottum karla og kerlinga, Hafliði bóndi hættur að stíga upp á þóftu og gá til veðurs og Svefn- eyjar ekki lengur þingstaður hreppsbúa. — En ntanni gæti dottið í hug, ef lyklavörður himnaríkis vildi gleðja gamla manninn, að hann leyfði honum að reka hausinn út undan tjald- sköiinni og lita yfir heimahag- ana: fugl í eyjum og sjólag á mið- um. En ætli honum brygði ekki i brún. Hann gæti að vísu tekið undir með skáldinu og sagt: Söm er hún Esja, samur er Keilir, eins er Skjaldbreið og á Ingólfs dögum. En hann sæi varla marga tein- æringa við hákarlaveiðar, engan fnyk af kæstum hákarli legði fyrir vit honum, engan mann sæi hann stýra seglbáti, varla mann sem kynni áralagið. — Líklega drægi hann sig fljótlega inn undir skörina aftur, og segði: — Þú mátt loka, Pétur minn. Tímarnir eru breyttir. Ég fer ekki spor, kall minn! Margt og mikið hefur verið skrifað um hákarlaveiðarnar — hákarlalegurnar — á síðari hluta 19. aldar í Breiðafirði og annars staðar. Skal ekkert af því endur- tekió hér né reynt að bæta við þann fróðleik. Hitt er ég ekki viss um að sé eins vel þekkt hvernig gert var að hákarlsbúknum, hvernig hann var verkaður, mat- búinn og hans neytt. — Ég hef, því miður aldrei verið við hákarlaveiðar, né séð hann verkaðan, varla bragðað hann. En fyrir mörgum árum spurði ég gamlan Breiðfiröing að þessu. Ég vissi að hann hafði verið háseti I hákarlalegum á yngri árum sfn- um, og hafði glöggar spurnir af þeim frá um 1870. Hann færðist heldur undan að svara. Sagðist ekki geta gefið nein fullnægjandi svör né algild, við spurningum mínum. Mér tókst þó að liðka um málbeinið á karli, og hann sagði: — Það fóru ekki allir eins að þvf að verka hákarlinn. Að- ferðirnar voru margar. En í gróf- um dráttum mun aðferðin, sem mest var notuð í eyjum, hafa veriö þessi. Þegar komið var að landi með hákarlinn, var búknum flett í sundur og skorinn í allvæn stykki, er nefnd voru beitur og lykkjur. Beitan var venjulega þykkri en lykkjan, skorin úr bakhlutanum á grána. Þynnstu lykkjurnar voru úr kvið hákarlsins. Þær gátu orðið næfurþunnar þegar þær þornuðu, rauðbrúnar f gegn, og nefndust þá glerhákarl eða glær hákarl. Aðeins úr beitunum fékkst skyrhákarl. Hann þótti beztur og var eftirsóttastur, lfka dýrastur. 1 veizlum þótti ekki annar hákarl boðlegur. Þegar hákarlinn hafði verið hlutaður sundur og honum skipt, voru teknar grafir við flæðarmál, þar sem mættist gras og grjót og hálfrotnaðar þanghrannir lágu yfir. I grafirnar var hákarls- stykkjunum fleygt og huldar með þunnu lagi af mold og sandi. Sumir fergðu siðan með grjóti, en ekki mátti fargið vera þungt. I gröfunum var hákarlinn látinn liggja 6—8 vikur. Það fór að vísu nokkuð eftir þvi hvaða árstími var, og hvað beiturnar i gröfunum voru þykkar. — Þannig var hákarlinn kæstur. Drifið úr hon- um eitrið. Það rann út f jarðveg- inn eða gufaöi uppí loftið. Þá var ekki búið að finna upp mengun- ina, og allt það kjaftæði sem flýt- ur í kringum hana. Nýr hákarl vaf sagður ban- eitraður og var aldrei borðaður, Bátar meS BreiSafjarðarlagi. nema hvað örbjargamenn gerðu f harðindum áður og fyrr meir — og dóu unnvörpum. — Ekki þótt vel frá gröfunum gengið, nema að þeir sem yfir mokuðu migu í í kross yfir þær að loknu verki. Það var eina örugga aðferðin til þess að ná öllu eitri út þykkustu beitunum. En ef flýta þurfti kæsingunni af einhverjum ástæðum og auka bragðgæði framleiðslunnar, mun hafa átt sér stað, að volgu kúahlandi væri ýrt yfir grafirnar öðru hvoru meðan á kæsingunni stóð. — Sást þú migið yfir grafirnar, spurði ég viðmælanda minn? — Nei, ég sá það ekki, en það mun hafa verið gert. En ég sá bónda kasa hákarls- hlutinn sinn í námunda vió fjós- hauginn heima hjá sér. Hann var talin vanda sérlega vel alla sfna vöru. Eftir að beiturnar og Iykkjurn- ar höfðu verið kæstar i 1—2 mánuði, voru þær grafnar upp og hengdar í þurrkhjalla. Skrápur- inn var þá fleginn af þeim, ef það hafði ekki verið gert áður. Voru þykkustu beiturnar þá svo drag- úldnar og morknar, að þær loddu varla saman og hræra mátti í þeim með fingrunum. Ef hníf var stungið i þær „mötuðu þær hann“ sem kallað var. Snjóhvítar. Af Iitnum dregið nafnið skyrhákarl. Af þeim lagði ilmandi lykt langar leiðir, meðan skel var að myndast utan á þeim og þær þornuðu hæfi- lega. Sumir þvoðu þær upp úr sjó um leið og þær voru hengdar upp, og skófu af þeim eitt og annað mor sem loddi við þær. Lyktin af hákarlinum f þessu ástandi var af sumum nefnd hjallaþefur og þótti bera vott um búsæld, þar sem hún lagði fyrir vit manna. Ekki þótti hákarlinn verulega hollur, þótt vel hefði verið migið yfir hann, og hann legið f gröfum sínum einn til tvo mánuði. Betur mátti ef duga skyldi. Hann varð að vera tveggja til þriggja ára gamall, og helzt að hafa hangið f dimmum húshjalli eða grjótbyrgi mikið af þeim tíma. Eftir það var hann margra meina bót. — Ilákarl var aldrei hversdags- matur i Breiðafirði eftir að ég man eftir. Til þess aflaðist ekki nógu mikið af honum. Hann var aðeins hátíða og veizluntaður. — Þegar hákarl skyldi hafður i veizlur, var beitan sótt í húshjall- inn þar sem hún hafði verið geymd í dimntu skoti, síðan hún var tekin úr þurrkhjallinum, skorin í sneiðar um 1 sm þykkar, og borin fram í trogum eða á stórum diskum (fötum). Það fór eftir því, hve fjölmenn veizlan var og veitingar ríflegar. Veizlugestir báru sig sfðan eftir björginni. Drógu til sín eina eða fleiri sneiðar, skáru þær í hæfi- lega munnbita og helltu síðan brennivíni yfir krásina, líkt og við vesælir afkomendur þeirra gerum, þegar við hellum bræddu sméri eða mör yfir bjargræðið, sem við verðum að gera okkur að góðu. Hákarlinn þannig matreidd- ur var venjulega síðasti réttur veizlunnar, rniðað við einnar næt- ur veizlu. En aðal veizlukostur- inn í eyjum var dftast steikt rafa- belti á glóð, riklingur og reykt ket. Oftast mun svo hafa verið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.