Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Blaðsíða 11
einhvert súpugutl með aðalrétt- unum. Yfir hákarlinum og brennivín- inu sátu menn oft lengi nætur og urðu furðu seintfulliref ekki var étið óhóflega hratt. Og aldrei kom fyrir að mönnum yrði bumbult af kæstum hákarli, hversu mikið sem þeir átu oglyktin gerðist mögnuð af þeim sjálfum og hákarlinum. Hann var talinn álika hollur, kæstur á þann hátt sem að framan er lýst, og hann var óhollur nýr. — Þessi brenni- vinsdrykkja og hákarlsát komu í stað púnsdrykkjunnar, sem menn sátu oft yfir í veizlum, þar sem minna var um hákarl en í eyjum. Þetta var frásögn gamla Breið- firðingsins, sem ég spurði 'um hákarlsverkunina fyrir mörgum árum. Þó engan veginn orðrétt. Ég er óminnugur á samtöl. — Skyldi ekki kæstur hákarl hafa verið á borðum í Reykhólaveizl- unni frægu, þegar kveðið var: Hvaðan kennir þef þenna? Þórður andar nú handan. Mig grunar það. Og ef það kynni að vera rétt, er hákarlsát gamalt í Breiðafirði, verkunin þá líka, og engin furða, að nútima- menn séu farnir að ryðgja i henni. Ég var að skrifa um Hafliða í Svefneyjum og Fönix áður en hákarlinn kom til sögunnar og klippti á þráðinn. En Fönix þarf að gera betri skil. Snæbjörn í Hergilsey segir í sögu sinni, að ráin i neðra seglinu á Fönix (hann var alltaf með þverseglum) hafi verið 10 álna löng og drekinn sem fylgdi honum, og honum var venjulega lagt við, 6 f jórðungar. Annað seg- ir hann ekki um Fönix, stýrði hann honum þó i 15 vetur i hákarlalegum, eftir að Hafliði tengdafaðir hans hætti þeim veiðum. Bjarni Kjartansson skipa- smiður frá Staðastað, sagði mér, að hann hefði einu sinni séð Fönix. Hann var þá 13 ára strákur í Olafsvík. Fönix stóð á þurru þar i sandinum. Eyjamenn voru á honum í kaupstaðnum einhverra erinda. Hann minnti á uppboði. — Ekki veit ég hvort Bjarni var stór eða Htill á þeim árum, en líklegt þykir mér að hann hafi verið vel alinn og þroskaður eftir aldri, en hann náði aðeins með fingurgómana upp á borðstokk- inn um miðjuna á honum. Nokkuð má af því ráða um dýpt skipsins, fyrir þá sem skyn bera á mannfræði. önnur mál en þau sem nú eru talin, hef ég ekki af Fönix. Þykja þau líklega harla ófullkomin um þessar mundir, á öld nákvæmni, tækni og vísinda. Við svo búið verður þó að sitja. Fönix mun ekki hafa verið breiðfirzkur að uppruna. Ég hef hugmynd um, að Helgi Helgason dannebrogsmaður í Vogi í Mýra- sýslu hafi smíðað hann og selt Hafliða í Svefneyjum, þvi aldrej er hans getið í eigu Eyjólfs föður hans. Og hvergi i öllu þvi sagna- moði sem til er frá Breiðafirði á þessu tímabili, er þess getið hver smíðaði Fönix. Er ólíklegt, að slíkri höfuðkempu til vopna sinna væri ekki getið hefði hún átt heimaþar. Tengdir tókust um miðja öldina með þeim Mýramönnum og Svefneyingum. Jón silfursmiður Eyjólfsson, bróðir H: fliða, kvænt- ist Elínu dóttur Helga i Vogi. Bjuggu þau lengi myndarbúi á Ökrum áMýrum. Vist er, að Helgi i Vogi smíðaði skip fyrir Breiðfirðinga, en óvíst hve mörg. Enn skorti ekki rekavið „vestur fyrir Mýrar". Meðal þeirra var Elliði, hákarlaskip Þor- leifs læknis í Bjarnarhöfn. Það var hið mesta happaskip meðan Þorleifur átti það. En var að lykt- um selt suður á Akranes. Þar átti að nota það til hákarlaveiða. En áður.en af þvi yrði, slitnaði það upp á Lambhúsasundi og brotnaði í spón. Vogsskeiðina smíðaði Helgi líka. Mikið skip og fagurt, að sögn. Hún var höfð í flutningum , milli Mýranna og Reykjavíkur á tímabili. Á henni fluttist Bjarni amtmaður Þor_steinsson frá Arnarstapa til Reykjavikur, þegar hann lét af embætti (1849). — Kannski það hafi aðeins verið búslóð hans sem flaut á Skeiðinni suður yfir flóann. Amtmaður var þá orðin alblindur, að eigin sögn. Ekki veit ég hver urðu endalok Vogsskeiðarinnar, enda ekki I efni þessa spreks að fjalla um hana. Heldur veit ég ekki hver urðu afdrif Fönixar. Þó ég segði hér að framan, að siðustu leifar hans hefðu fuðrað upp í eldi, er það ekki alveg víst. En liklegt þykir mér það. Þau urðu endalok svo margra skipa. Margtjörguð og grútarborin súðin logaði svo vel. Fyrst þegar ég fór að koma í Flatey, strákur um fermingarald- ur á öðrum tug þessarar aldar, hvolfdi á sverum trjám stórt skip við austurgafl Svartapakkhúss- ins. Á það voru dottin göt af fúa og elli, og var skipið í örri hrörn- un. Ekkert af farviði þess loddi við það. Flestar þófturnar höfðu verið sagaðar úr því. Konur hertu stög sín þvert yfir það milli borð- stokka, og þurrkuðu þar þvott. Þetta skip var mér sagt, að væri Svefneyja-Fönix, og mætti hann muna fifil sinn fegri. Ef til vill hefur hann síðast verið í eigu Eyjólfs E. Jóhannssonar, bróður- sonar Hafliða í Svefneyjum. Ekki vil ég þó fullyrða, að svo stöddu, að það sé rétt. En hver sem hef ur átt hann, á hvolfi við Svartapakkhúsgaflinn í Flatey, var hann ekki annað en elds- matur. — Vogsskeiðin, Elliði, Fönix og önnur stærstu skipin sem Helgi í Vogi smiðaði, munu ekki hafa verið öllu minni né verr útbúin en knerrirnir sem landnáms- mennirnir komu á hingað frá Nor- egi og Suðureyjum á sínum tíma, að öðru leyti en því, að hvergi voru þau yfirbyggð. GAMLAR MYNDIR ÚR BREIÐA- FJ ARÐ- AR- EYJUM Þeir sem eitthvað hafa dvalið í Breiðafjarðareyjum, munu sammála um. að þar sé enn að finna æði sér- stæðan heim og óllkan öðr- um landshlutum. En minjar gamla tlmans verða nú færri og færri. Hér eru nokkrar gamlar myndir úr eyjunum, sem bregða Ijósi á liðinn tlma. Efst má sjá norðurbæinn I Skáleyjum, sem byggður var 1913. Þar standa tiu manns utan dyra, en þvl miður er mynd- in ógreinileg. Næst fyrir neðan er stðasta timbur- kirkjan I Flatey. Hún var byggð 1865 og rifin 1926. Næstneðst má sjá leyfarnar af siðasta bænum I Rúffeyj- um, en myndin er tekin 1940. Neðst er gömul mynd, sem sýnir þegar sel- urinn er reiddur heim. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.