Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Síða 12
-----------------------\ BÖKMENNTÍR OG LISTIR Thomas Mann Erindi mitt til Princeton var að hitta Thomas Mann. Ég hafði haft samband við son hans. Klaus, sem virtist afar óstyrkur og kvíðafull- ur og framdi sjálfsmorð nokkru síðar. Klaus hafði vinsamlegast komið á framfæri við föður sinn ósk minni um viðtal. Um þessar mundir var Thomas Mann önnum kafinn í Princeton og New York. Ég reyndi að hlusta á hann, hvenær sem ég gat. 19. apríl talaði hann í Princeton, þar sem hann var nokkurs konar prófessor; 8. maí hlustaði ég á hann halda ræðu um Faust eftir Goethe á þingi Penklúbbsins. Nokkrum dögum síðar hélt hann fyrirlestur fyrir stúdenta í Princeton um „Der Zauberberg" („Bergnuminn", eitt af helztu verkum Th. Mann. — Þýð.). Viku seinna var hann gerður að heiðursdoktor við háskólann — hann hafði nefnilega verið svipt- ur þeim titli í Bonn. 18. maí talaði hann ásamt Einstein í háskóla- kapellunni í boði guðfræðinema — en þó án þess að gefa neitt i skyn um sína eigin afstöðu í trúarlegum efnum. Hann var ekki heima, þegar við komum. Þeldökkur þjönn bauð okkur inn — og kynnti sig sem ,,John“. Þegar þeldökk þjónustu- stúlka bar okkur te, kynnti hann hana einnig — „Lucie“. Kannski þau væru systkini? Eða gift? Það var sannarlega ánægjulegt að sitja um stund með konu Thomas- ar Mann, Katja, einni. Hún var suðræn í útliti, glaðleg, áberandi sjálfsörugg og myndugleg, en einnig gamansöm. Eftir nokkra stund kom Thomas Mann — hann greiddi sér vandlega og snurfus- aði, áður en hann gekk inn í stofuna, og aftur sá ég þenn hnarreista, hermannlega Norður- Þjóðverja. Hann byrjaði mjög hikandi á því að tala sína afleitu ensku, en sneri svo af mikilli ánægju yfir f sitt eigið mál. Ætlun mín var að spyrja hann svolítið um hina breyttu afstöðu hans frá því að vera íhaldssamur til þess að verða róttækur og lýðræðissinnaður, ég fékk brátt um nóg annað að hugsa. Ógætileg spurning af minni hálfu fór greinilega f taugarnar á honum — ég sá það ekki á svipnum á honum né heyrði það á röddinni, en sá það strax á svipbrigðum Katja. Hann hvessti á mig augun og spurði, hvort ég væri sænskur. Og þegar ég hafði svarað þvi játandi, heyrðust drunur, sem smám saman urðu að þrumum. Hann sagði frá því, hve Sviar hefðu farið illa með hann. Hann hefði haft samband við sænskan prófessor i germönskum fræðum, Böök. Hann hefði að vísu stungið upp á honum i sambandi við Nóbelsverðlaunin, en látið ótvf- rætt í Ijós þá skoðun — það hlýtur hann að hafa gert í bréfi — að rit hans, „Der Zauberberg," væri afleitt verk, sem með öllu væru ólæsilegt utan Þýzkalands og eng- um sænskum útgefanda myndi koma til hugar að gefa út. Þess vegna hafi líka megináherzlan verið lögð á fyrsta stórvirki Thomasar Mann, „Budden- brooks", í Nóbelsbréfinu Mann kvað þetta vera skömm, hneyksli, Bókin hefði verið þýdd á fjölda tungumála, hún væri langtum veigameiri en æskuverk hans, um sögnin sýndi, að Böök hefði ekki vít á bókmenntum... Ég reyndi að snúast til varnar, sagði honum, hve lofsamlega og hlýlega Böök hefði skrifað um „Dauðann I Fen- eyjum“ og aðrar smásögur hans. En Thomas Mann var öskuvond- ur. Seinna hefur mér dottið í hug, að vel gæti verið, að Thomas Mann hafi heyrt getið um — eða ef til vill lesið í þýzkri þýðingu — hina hryggilegu bók Bööks um Þýzkaland Hitlers. Og ef bornar eru saman hinar snilldarlegu for- mælingar Thomasar Mann um Hitler og lofsöngvar Bööks, þá grunar mann samhengi. Böök leit á Hitler sem meinlætamann, spá- mann, sem legði allt f sölurnar fyrir þjóð sina: „öll þýzka þjóðin, burtséð frá skoðunum og sjónarmiðum, treyst ir honum. Hið heiðarlega mark- mið hans, hinn sterki hreini vilji, hið afdráttarlausa raunsæi, hið al- gera kæruleysi um eigin hag, auð- virðilegan ábata — þetta eru allt saman hlutir sem ekki einu sinni svarnir óvinir hans hafa dregið í efa eitt augnablik...“ Hann líkti Hitler við Carlyle og vitnar klökk- ur í ræðu Hitlers í mai 1933 á Tempelhof-flugvellinum — þá sömu, sem Thomas Mann hafði fjallað um í hamslausri bræði.: „Við viljum af einlægni vinna að endurreisn þjóðar vorrar með atorku okkar, staðfestu okkar og viljakrafti... Herra, þú sérð, að við höfúm breytzt. . . þýzka þjóðin er aftur orðin sterk í andanum, sterk í vilja sinum, sterk í þolin- mæði sinni til að sigrast á öllum þrautum. Herra, við sleppum ekki hendi þinni nema þú blessir þessa stund og frelsi okkar og þar með okkar þýzku þjóð og föðurland." Thomas Mann minntist nú ekki á þessa ræðu, sem fyllti alla þýzku þjóðina eldmóði og hrifningu, en hann vitnaði í önnur ámóta glaumyrði Hitlers og svört augu hans skutu gneistum af heift. Hið ótrúlega er, að Thomas Mann hóf siðan að hæðast að af- hendingu Nóbelsverðlaunanna, og kona hans tók mjög undir það. Hann skopaðist að kónginum, sem hefði setið þarna í „hásæti" (!) sínu og afhent verðlaunin af lítil- læti, en aftur á móti sprottið á fætur eins og þjónn, þegar komið var að frösnkum hertoga (átti hann við de Broglie, sem fékk verðlaunin i eðlisfræði?) — þá varð kóngurinn að ganga til móts við hann og óska honum alveg sérstaklega til hamingju. Ég reyndi að útskýra, að ekki hefði verið um neitt hásæti að ræða og kóngurinn afhenti verðlaunin alltaf standandi. En það var ekki bara þetta — kóngurinn hefði (ég veit ekki, hvort Mann átti við Nóbelshófið eða veizluna í konungshöllinni) einn etið af gulldiskum og hefði haft sinn sér- staka þjón. Það mun rétt vera. Þarna hitti ég fyrir þann Thomas Mann, sem ég hafði aldrei vitað að væri til — van- stilltan, geðvondan og hörund- sáran. Og allt í einu skildi ég ritgerð eftir hann, sem þýzkur vinur minn hafði skotið að mér nokkrum árum áður. Hún var reyndar gefin út þegar árið 1910 og hét „Herra Lessing". Þar var átt við heimspekinginn og gagn- rýnandann Theodor Lessing.sem var gyðingur og var myrtur 1935 (sennilega af r.asistum?) í Marienbad 1935. Þessi Lessing hafði ráðizt gegn mjög virtum gagnrýnanda, Samuel Lublinski, sem einnig var gyðingur, en hann var sennilega sá ritdómari, sem fyrstur gerði sér grein fyrir, hversu snjallt og veigamikið verk „Buddenbrooks“ væri og naut þess vegna virðingar og aðdáunar Thomasar Mann. Grein Manns um Lessing — sem hann launaði með ævilöngu hatri og sífelldum of- sóknum — er sú óhugnanlegasta bókmenntalega úthúðun, sem ég hef lesið á nokkru máli, vafalaust meistaraverk, en bókmenntalegt morð, framið í æðislegu hatri, þannig að engin von var fyrir fórnarlambið að gleyma nokkru sinni þeirri refsingu. Smám saman lægði storminn, en eftir um kortérs samtal, þar sem hann bar lof á Selmu Lager- löf og einnig útgefanda sinn, Bonnier, fór ég lítillega inn á vandamálið um lýðræði og krist- indóm. Er hægt að hugsa sér lýð- ræði án kristinnar afstöðu til manngildisins? Thomas Mann kveikti aftur i vindlinum og svaraði með rólegu, en hvössu augnaráði, sem ég gleymi ekki: Kristninni? Allir Evrópumenn eru kristnir, jafnvel þeir sem hvað ákafast afneita kristin- dóminum. Við erum allir kristnir. Þetta kom nú ekki alveg heim við skoðanir mínar, þó að mér þætti enginn vandi að greina aug- ljós merki um hinn kristna arf hjá Thomas Mann og gæti þvl fallizt á þessa fullyrðingu hans, hvað hann sjálfan snerti. Hann var nú orðinn rólegur og ég gat ekki stillt mig um að virða hann fyrir mér. Hann var enn unglegur, grannur og spengileg- ur. Hann talaði mikla þýzku — án andríkis í löngum, flóknum setningum með mörgum varnögl- um og lokasögnin kom svo allt í einu með þungri áherzlu, eins og hann fagnaði því að hafa full- komnað setninguna eða einmitt fundið orðið sem öllu skipti.Ef maður sá hann í fjölmenni, gat hann virzt fremur lítilfjörlegur, en ef maður ræddi við hann í einrúmi, kom fljótt í ljós, að það bjuggu sterkar ástríður að baki hinu hörkulega, allt að því her- mannlega yfirbragði. Nærvera hans hafði magnþrungin áhrif á umhverfið. Ég minnist þess ekki að hafa setið andspænis manni, sem hafi verið gæddur jafn karl- mannlegum þrótti, jafnmiklum vígahug og varnarvilja og heima hjá Thomas Mann. Og hið furðulega var; að hann hafði næstum barnslega þörf á að — hlæja, og hann reyndi ekki að dylja það. Ekki að brosa, ekki glotta háðslega heldur — skelli- hlæja. Það vildi einhvern veginn til, að ég sagði frá smáatviki, sem nýlega hafði komið fyrir mig, og mér fannst fremur athyglisvert en spaugilegt — það var í sam- bandi við eina af skærustu amerisku stjörnunum í Pen- klúbbnum, sem ég hafði afar gaman af. Thomas Mann lyfti augabrúnunum, hallaði sér fram og hlustaði með hálfopinn munn- inn, en hentist svo aftur á bak I stólinn, sló á hné sér og var með tár í augum, þegar þessari ein- földu sögu var lokið. Ég sat furðu lostinn yfir þess- um óvæntu áhrifum af frásögn minni. Til þess að breyta um umræðu- efni bryddaði ég á öðru við hann. Það var I sambandi við fulltrúa spænsku útlagastjórnarinnar á fundi Penklúbbsins. Ég fór að tala um hin hræðilegu ódæðis- verk, sem kommúnistar hefðu sannanlega framið i borgara- styrjöldinni á Spáni, fjöldamorð þeirra á prestum og nunnum og svivirðileg spjöll á kirkjum og kaþólskum stofnunum. Mann kinkaði kolli og sagði það rétt, að slíkt hefði átt sér stað. En mér til undrunar hóf hann svo að flytja fyrst rólegan, en síðan æ ákafari fyrirlestur um rússneska kommúnismann. Hann viðurkenndi að ódæði hans væru meiri en nasismans — „enn sem komið er“. Hann fyrir- liti Stalin og ógnarstjórn hans. En samt sem áður væri í kommúnismanum, að því er honum fyndist, grundvallar viðhorf, sem væri mannúðlegt. Þrátt fyrir öll mistök væri þó tak- markið ekki harðráð herraþjóð, sem undiroki eða útrými öðrum þjóðum, heldur stórt samfélag, sem byggt sé nýrri gerð óeig- ingjarnra manna. Þetta kommúnistíska grundvallar viðhorf væri sprottið beint úr kjarna hins evrópska menningar- arfs, hvað sem öllum mistökum og villigötum liði. Ég hafði nýlega séð, hvernig hann gæti orðið reiður og lét þvi hjá líða að svara þessu. En þegar ég var á leiðinni frá heimili hans, velti ég þvi lengi fyrir mér hvar þessi undarlegi maðurætti eigin lega heima. 1 hverju atriði hafði hann undanfarna áratugi borið það til baka, sem hann hafði hald- ið fram af eldmóði og sannfær- ingarkrafti í varnarriti sinu fyrir hið gamla Þýzkaland, „Betracht- ungen eines Unpolitischen“ (Skoðanir ópólitísks manns). Hann, sem hafði hæðzt að hinu vestræna lýðræði og talið það ósamrýmanlegt þýzku eðlisfari og þýzkri menningu, héldu nú fram lýðræðinu sem „kristindómi i framkvæmd". Væri það hugsan- legt, að hann myndi nú einnig sætta sig við kommúnismann? Thomas Mann gerði það vafa- laust ekki. En eftir heimkomuna til Evrópu tók hann gjarna við heiðri og sóma frá Austur- Þýzkalandi, og mér vitanlega tók hann aldrei skýlausa afstöðu gegn hinni kommúnistísku heimsvalda- stefnu og ógnarstjórn. Sveinn Ásgeirsson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.