Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Blaðsíða 13
THOMAS MANN OG SVEN STOLPE THOMAS MANN Á þessu ári voru liðin 100 ár frá fæðingu hins heimsfræga, þýzka rithöf- undar, Thomas Mann, og hefur þess verið minnzt í fjölmiðlum víða um heim. Hann ólst upp í Liibeck, þar sem faðir hans stjórn- aði kornvörufyrirtæki, sem gengið hafði I ættir. Eftir lát föðurins, er Thomas Mann var 16 ára, fluttist hann með móður sinni til Múnchen, þar sem hann átti síðan heima, unz hann fór að ráðum vina sinna og sneri ekki heim aftur úr fyrirlestrarferð, er hann var í, þegar Hitler komst til valda. Bjö hann síðan lengstum í Bandarikjun- um, en fluttist aftur til Evrópu 1952 og bjó i Sviss til dauðadags 1955. Thomas Mann lét mikið að sér kveða i baráttunni gegn nasismanum og ávarpaði oft þýzku þjóðina á stríðsárunum síðari fyr- ir milligöngu brezka útvarpsins. Þekkja því miklu fleiri nafn hans heldur en þeir, sem lesa bækur. Fyrsta bók hans, „Herra Friedemann litli." smá- sagnasafn, kom út, er hann var 23ja ára, en grundvöllinn að rit- höfundarferli sínum og frægð lagði hann með bók- inni „Buddenbrooks", sem kom út 1901. Hann var þá 26 ára. Til hennar var sérstaklega skírskotað, er hann hlaut Nóbelsverð- launin 1929. Hún ber undirtitilinn: Hnignunar- saga ættar, og er reyndar byggð á sögu eigin ættar i Liibeck. Um svipað leyti samdi hann söguna af Tónió Kröger, sem kom út á íslenzku 40 árum síðar, 1942, i þýðingu Gísla Ásmundssonar. Síðan hefur aðeins ein bók komið út eftir hann hér á landi, „Marió og töfra- maðurinn og fleiri sögur." 1970. í þýðingu Ingólfs Pálmasonar. En allnokkrar greinar og smásögur hafa birst eftir hann i blöðum og tímaritum. Thomas Mann var með afbrigðum vandvirkur rit- höfundur. Hann unni tón- list frá æsku og mun hafa gert sér far um að brjóta hana til mergjar eins og annað. Kemur það glöggt fram í „Doktor Faustus,", þar sem hann sémur sjálf- ur tónsmiðar og útlist- ar þær. Bygging flestra verka Manns mun sniðin eftir tónlistarlög- málum. Hann var mað- ur hinna miklu bóka. Buddenbrooks og Dokt- or Faustus eru um 800 bls. Töfrafjallið (Der Zauberberg) 1200 bls. og Jósef og bræður hans 2000 bls. Hann var 12 ár að skrifa Töfrafjallið og 16 ár með Jósef og bræður hans. En menn skyldu ekki láta sér vaxa í augum stærð bókanna, þvi að þær geyma snilld, en svo er einnig um margar sögur hans stuttar. SVEN STOLPE Á þessu sama ári varð hinn afkastamikli sænski rithöfundur sjötugur. Nýlega kom út annað bindi endurminninga hans, „Stormasöm ár", og þaðan er tekin frásögn sú af heimsókn hans til Thomasar Mann, sem hér birtist. Sven Stolpe er bók- menntafræðingur að mennt og var gagnrýnandi við Aftonbladet 1945—61, en síðan hefur hann m.a. verið rektor við menntaskóla. Þrátt fyrir erilsöm störf hefur hann skrifað fjölda bóka. Hann hefur haft sérstakan áhuga á frönskum og þýzkum bókmenntum og skrifað mikið um þau efni sem og um trúarleg og sagnfræði- leg efni engu síður en vandamál samtíðarinnar, sem hann hefur látið sig miklu skipta. Hann snerist til kaþólskrar trúar 1947. Meðal bóka hans eru ævi- sögur Jean d'Arc og Kristínar Svíadrottningar. Á íslenzku kom út bók hans „í biðsal dauðans" í þýðingu Karls ísfelds þegar árið 1941, en siðan ekki söguna meir. V/aeri það þó verðugt verkefni að kynna hann betur fyrir islenzkum lesendum, því að liann hefur sýnt það, sem Páll postuli býður í Rómverja- bréfinu: „Verið ekki hálf- volgir i áhuganum, verið brennandi íandanum." Sveinn Ásgeirsson. Siprðnr Gnðjónsson vitrm i VALHIÍSAHÆB Hver er munur lífs og dauða? Hvað aðskilur gleði og sorg? Eiga þessi and- stæðu fyrirbirgði ekki eina rót? Seytla þau ekki frá sömu uppsprettu, kvíslast um stund i margar elfur, en sameinast loks í einum ósi? Ég kann ekki rök- fræðileg svör við þessum spurningum. En fyrir nokkrum árum lifði ég undarlega reynslu sem þurrkaði út þessar and- stæður í vitund minni. Ég hafði nýlega orðiS fyrir þungu áfalli. Dauðinn hafði barið að dyrum minum. Eitt kvöld um sólarlag í októbermánuði, skömmu eftir heimsókn þessa kuldalega gests, varð mér gengið með fjör- um á Seltjarnarnesi. Hug- ur minn var hvorki haldinn hryggð né gleði. Hann var aðeins örmagna og dofinn eftir erfiðar nætur og langa daga. Veðri var dálítið ein- kennilega háttað. Það var léttskýjað að mestu, en til hafs i vestri sigldi ófrýni- legur, kólgugrár skýjaflóki með miklum bólstrum og bökkum, sem hreytti dimmum éljum til sjávar. Á bak við var sól að renna. Ég horfði á þetta sljór og hugsunarlaus. En allt i einu brauzt sólargeisli með marglitu Ijósbroti gegnum sortann og speglaðist á úfnum vatnsfletinum. Það var ekkert í þessari sýn sem minnti á líf, aðeins glóandi eldhnöttur, himinn og haf. Við þetta gerðist tvennt í huga mér sam- tímis. Á broti úi andartaki flaug þessi hugsun gegn- um sál mina: „En jörðin var þá auð og tóm og myrkur grúfði yfir djúpinu og guðs andi sveif yfir vötnunum. Þá sagði guð: Verði Ijós! og það varð liós. Og guð sé að Ijósið var gott; og guð greindi Ijósið frá myrkrinu. Og guð kallaði Ijósið dag, en myrkrið kallaði hann nótt. Og það varð kveld og það varð morgunn, — hinn fyrsti dagur." Jafnframt hljómaði niunda synfónía Beethovens, Óðurinn til gleðinnar um huga minn, ekki stef fyrir stef, heldur öll í einu, án upphafs og endis. Þetta er eitt furðu- légasta undur ævi minnar. Ég trúi þvi að ég hafi blátt áfram, skynjað leyndar- dóminn djúpa . — uppsprettu lífsins. Hugur minn sem var tómur og dauður varð nú heiðríkur og tær. Ég sá allt í skæru og nýju Ijósi. Náttúran hafði um- skapazt í æðri mynd. Þegar ég gekk upp móana á Val- húsahæð talaði til mln hvert smáblóm, söng við mér hvert strá, brosti til mín hver mosaskóf, hvíslaði að mér hver steinn.Og unaðslegur ilm- ur af lyngi fyllti andrúms- loftið. Ég sá þennan bláa flóa og þennan snævi- krýnda fjallahring í fyrsta sinn. Nú þekkti ég fjöllin, þessa fornu vini mína, og þau voru svo sterk og seiðandi i Ijósaskiptunum að mig langaði til að ganga inn í hamrana. Ég var ekki lengur áhorfandi að náttúrunni. Ég var inni i náttúrunni. Siðan virti ég fyrir mér húsabreiður Reykjavikur þar sem mennirnir vona, syndga, dreyma, fagna, elska, hlæja, hata, gráta — og leita. Og ég skynjaði hjartslátt þessarar borgar og heyrði andardrátt hennar. Þá fannst mér ég heyra mitt eigið hjarta slá og hlusta á minn eigin andardrátt. Og einhvers staðar úr iðrum sálar minnar heyrði ég óm sem breiddist út yfir borgina, út um allt ísland, alla jörð og um alheiminn sjálfan. Á þeirri stundu var hvorki til sorg né gleði gott né itlt, ást né hatur, Ijótt né fagurt, rétt né rangt. Það var einungis fullkomið samræmi og óbrigðult rétt- læti — aðeins einn hljóm- ur. Þessi tilfinning hvarf jafn skyndilega og hún kom og við tók hversdags- leiki lifsbaráttunnar. En þessari upphafningu hef ég aldrei gleymt. Þessi djúpi hljómur hefur berg- málað í sál minni allar stundir siðan og ég veit að hann ómar að baki alls þess sem ég skynja og lifi. Mér finnst sem hann sé hið eina og varanlega. Allt hitt er aðeins hillingar, skuggar og leikir barna. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.