Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Side 14
GRÖA Á LEITI MAFÍAN OG RÁÐHERRANN Undanfarið hefur vaðið uppi hér um slóðir einn harðvítugasti rógur og illmæli, sem um getur í íslenzku þjóðlífi og er þá langt til jafnað. Svo geigvænleg hafa brigzlyrði, aðdróttanir og ásakanir verið í garð ákveðinna manna um þátt þeirra í glæpsamlegu athæfi, að með ólíkindum er. Þessi svigurmæli byggjast sum á mismun- andi túlkunaratriðum, en önnur jafnvel á get- gátum og óáreiðanlegum sögusögnum, og þrátt fyrir það, að aðdróttunum þessum sé visað á bug með rökum, virðist það hafa litil áhrif önnur en þau, að púkinn á fjósbitanum heldur áfram að tútna út og fitna. Lýðurinn heimtar sinn glæpamann, hvað sem það kostar. Maður segir manni, að maður, sem þekki mann, hafi heyrt, að maður hafi frétt . . . Ef sagan, sem maður sagði manni, er rétt, þá hlýtur sjálf Mafian að vera að verki, — og þar með eru Mafían og Godfather loksins komin heim i heiðardalinn. Ef-in eru óteljandi, en i þeim er samt hægt að finna stað ályktunum margvíslegum. Fámenni þjóðfélagsins veldur trúlega miklu um gróður- sældina i illgresisreitnum, þvi að ólikt er nota- legra að velta sér upp úr pollinum i túnfætinum heima hjá sér en i óviðkomandi fjóshaugi. Sögurnar ganga fjöllunum hærra. Myllan heldur áfram að mala og skortir hvorki vatn né korn. Æðsta stjórn dómsmála i landinu er borin sökum, sem henni gengur erfiðlega að bera af sér, þótt lögð séu á borðið gögn, sem ættu að taka af tvímæli. En af hverju eru þessi gögn ekki marktæk? Af þvi að það passar ekki almenningsálitinu, að málið sé svo einfalt, og af þvi að almenningur er hættur að taka mark á yfirvöldum. Sá, sem veður gegn kerfinu með óbótaskömmum og svigurmælum, á samúð almennings. Það er kunnara en frá þurfi að segja. Það er orðið lenzka hér, að hver sem er getur sagt hvað sem er, án þess að þurfa að sæta ábyrgð fyrir ummæli sín. Jafnvel ráðherra telur sig geta setið frammi fyrir þjóðinni og sett Mafiustimpil á þá, sem honum geðjast ekki að. En gifuryrði láta ekki að sér hæða, og orð, sem látin eru falla, jafnvel þótt i æsingi sé, verða ekki ósögð, enda þótt þau verði dæmd dauð og ómerk, — heldur ekki orð, sem dómsmálaráð- herra landsins lætur sér um munn fara, um leið og hann kvartar undan illmælgi og óhróðri i sinn garð. Þegar þetta er skrifað, er engan veginn sannað, að þungamiðja Geirfinnsmálsins sé mannsmorð. Það er ekki einu sinni vist, að Leirfinnur sé Leirfinnur. Væri nú Leirfinnur Leirfinnur, þá liggur samt ekki fyrir, að Leir- finnur hafi grandað Geirfinni. Samt þykist al- menningur vita sinu viti og er óþreytandi að draga ályktanir af bollaleggingum sínum. Út- litið fyrir, að smygl og önnur glæpastarfsemi blandist i harmleikinn, gerir málið öllu æsilegra en ella. Almenningur vill „action" — hazar. Glæpamaður óskast. Lýðurinn vill fá sinn glæpamann, hvort sem hann heitir Barrabas eða eitthvað annað. Tilhugsunin um glæpinn á sviði raunveruleikans er svo gómsæt, að á henni skal smjattað, þar til enginn safi er eftir. Hvort menn eru sakfelldir að ástæðulausu, eða hvort menn eru hengdir, án þess að sekt þeirra sé sönnuð, skiptir ekki lengur máli. Það verður að finna glæpamanninn, og ef hann fyrirfinnst ekki, þá þarf að búa hann til. Eftirspurninni verður að fullnægja. Að æra manna sé hökkuð niður i spað, þótt ekki liggi annað fyrir um sekt þeirra en sögu- burður, kemur almenningi ekkert við. Almenn- ingsálitið vill hafa sina glæpona og engar refjar. Það er von, að stjórnmálamenn leggi almenn- ingsálitið til grundvallar ákvörðunum sinum, jafnt í stórum málum sem smáum, hvort sem um er að ræða hugarburð eða ekki. Bókmenntaþjóðinni er gjarnt að hampa því, að hún sé komin af höldum og konungum, og stolt hennar er vel alið. Næringin er ekki skorin við nögl. Þetta er þjóðin, sem ekki á annað skilið en allt hið bezta, og ekki er einu sinni vist, að það sé nógu gott. Þetta er þjóðin, sem stendur öllum öðrum ofar að atgervi, gáfum, menntun, dugnaði, harðfylgi og mannúð. Þjóð- in, sem stenzt alla óáran, — eldgos, snjóflóð, aflabrest, 50% verðbólgu, og er samt aflögufær um ölmusugjafir til vanþróaðra þjóða. Það er ekki henni að kenna, þótt skriffinnskukerfið í hinum stóra heimi sé þannig náttúrerað, að hún fái meira til baka úr ölmususjóðnum en það, sem hún lét af hendi rakna i örlæti sínu. Þetta er þjóðin, sem dýrkar sjálfa sig og hefur ekki aðra guði. Þjóðin, sem heldur ráðherra uppi á snakki um kjúklinga, sem hún fékk ekki að éta á jólunum, í sjálfu rikisútvarpinu, — þjóðin, sem vilar ekki fyrir sér að brennimerkja vanþóknanlega aðila Mafiu, og má þá ekki á milli sjá, hver lægst leggst. Það er engu likara en skaparinn hafi tekið frá þessari miklu þjóð þá byrði — þann kaleik — að kunna skil á réttu og röngu. Það var mikill léttir. En ef við kærum okkur um að lita um öxl — hvort ætli hafi verið fjölmennari ættfeður okkar — sem konungar eða þrælar? — Áslaug Ragnars. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu T A*- i ■ }/£í 1 oi m £>fl H ra |ALL 11 d B R t R -Þ s iS R > 3 b M fí PUL- /N F R L / M TAor-i iTAMS T U D p A F? £ 4t«« 5 U L r A R '»•'** íií*1 M ‘Æ T A pf n-\ i n a- AR 'ievd f*k i A T 5 'UACc INU Sló'o. K7- t'UA n A <L 'A L L kfl- Í5I R S V A í> R T 'I A ILL F K T A L A PlV- u v Á T A R titi L U a T A JR V VfUUS íioroi 'A T SfLT-i ■ '0 L 1 N A L eiNi S 5 V E F? MAT*r Uc- LÉC, T m- IR £ AF- KV- tMA í o N F\ fuS' ’o T 1 L / N KVím MAFfJ £ S m 5 k 'o <k Yim FXKOA E K («'«■ r.HV A N Á í> 5v- UR 1 £> A vrti 4« A N U K L ú. T 5 1 1 L L H*k<- m ao L A £ i R pTéi PffoOO R e F S ’ 0*1- Tf» 1 N É; M 1 F R 1 5!« [WOIUÚ N A T A N H fí L U 6E0- lí> L u M 0 1 N A A W A R R Ö. R A V FroSk xl 2 S Æ \/ 'l áö? ¥% w kjl 1 STÆW iteiTi am- A R. F(?E5T A©1 Éf í fv\'Á |UR ""I MLX,| Lo FT- Tcí,- U '5—ÍAt/iTTA Trt- Kj- 1% 8X- ALFI j m w F£- í> - (R íróM KlMD- UR LB- RA \)\f> KliíOT h-æí> rTl ua.ovni. T' M\ icvefJ- MftPd /// 1 KL- E r- **%- Auli 5TÓ- Ff Rí> IR ÍWÓyr £ R. mifp svcý (4oi.- u n vA leMiie- áLft^ oT HUÓd t*: l &o- fftNL l FíflLL JAKI- H t-J • 0ÓK Fiswi? ÍLOTif) % 9 \JoPM Boó.1 JflMHo. JKV'CD- IEFM FU LL' (T' L'i KAMJ HLurfl ö.'ífiTfl bHP- eiftKfíZ LR6.T MEMM * UR£> Kr jqn- R R. l/e/fiAR- FÆí?l flfi |?OMU. TflLfl SvriLi -> ■ UUOlU-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.