Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1976, Blaðsíða 16
Hvaö nú sterki maöur? Framhald af bls. 9 Þar með er að sjálfsögðu ekki sagt, að konur hafi fundið upp hakann. Það er alveg eins lík- legt, að maðurinn hafi fundið upp hakann. Það er alveg eins líklegt, að maðurinn hafi fund- ið hakann upp og iátið hann í hendur konunnar með orðun- um: „Jæja, nú getur þú." En á móti því mælir sú staðreynd, að menn fyrri tíma voru svo heiðarlegir, að þeir létu þau verkfæri fylgja þeim í gröfina, sem hafði fundið þau upp. Flestir hakarnir hafa fundizt í gröfum kvenna. En augu Bornemans beinast ekki með eftirsjá að steinöldun- um, heldur horfir hann tii framtiðarinnar. Og þá er hann jafn svartsýnn eins og hann er bjartsýnn. Hann hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að stein- aldar karlmenn hafi borið mesta virðingu fyrir þeim kon- um, sem hefðu náð því að eignast flest börn. Útkoman var sú, að þær sem barnlausar voru, fengu enga aðhlynningu í ellinni. Og það sem meira var: óbyrjurnar voru einfaldlega sveltar i hel. En nú á aftur á móti heimur- inn við offjölgun að stríða. Gamla fólkið hefur minnkandi áhuga á börnum, þar sem tæknilegar framfarir á vorum dógum valda því, að fleira ungt fólk getur séð fyrir fleira gömlu fólki en fyrr á tímum. Slíka andlega fæðu í bók Bornemans ætti iesandinn^auð- veldlega að geta melt. En hann verður að kyngja seigari bitum, þegar sálfræðingurinn matreið- ir handa honum óvenjulega þróunarlíffræði. Borneman segir: „Freud heldur því fram, að manneskj- an „þroskist" með því að hin i framtiðinni á það ekki að skipta neinu máli, hvort einhver sé karl eða kona. Aðalatriðið er að vera mann- eskja. En hvað mun liða á löngu, áður en við höf um náð svo langt? Mrikur GALLVASKI! í útlendingahersveitinni kynferðislega tilfinning, sem upprunalega sé dreifð um allan líkamann, safnist og magnist með unglingsárunum í vissum líkamspörtum, en sú skoðun gefur til kynna, að sumir likamshlutar séu öðrum æðri, en slíkur hugsanagangur er í senn úreltur og ólýðræðis- legur." Og ennfremur: „Ef við eigum einhvern tíma að geta frelsað okkur undan ógnarvaldi einnar manneskju yfir annarri eða einnar stéttar yfir annarri, verðum við einnig að losa kyn- ferðislffið undan harðstjórn og ofurveldi hinna auðertu og bráðnæmu Iíkamsparta. Það þýðir, að kynferðislíf frelsaðs mannkyns yrði mjög áþekkt því, sem var með hinum fyrstu manneskjum — byggt á húðar- yl og hörundssnertingu við- gagnkvæm ástaratlot í stað viðureignar kynjanna nú á dög- um." En málið mun þó vera flóknara en svo. Það er nú talin vísindaleg staðreynd, að enginn maður sé hundrað af hundraði karlmaður og engin kona kven- maður út í ystu æsar. Þegar bezt lætur, er manneskja mun fremur maður en kona eða kvenmaður en karlmaður, en hún er aldrei einvörðungu annað kynið. Borneman lagar þessa vitneskju að þeirri sann- færingu sinni, að þeir einir, sem séu „til vinstri", standi réttum fótum, með því að full- yrða eftirfarandi: Mannkynið mun eigi aðeins — í fáum orð- um sagt — ná þeim þroska að verða stéttlaust þjóðfélag, heldur einnig „kynlaust". Þar með á hann þó alls ekki við, að maður og kona muni ekki gamna sér hvort við annað í framtíðinni, heldur að annað kynið muni ekki lengur ríkja yfir hinu og kúga það. Það verði eigi aðeins að afnema auðvaldið, stéttaskiptinguna, heldur einnig það kerfi, þar sem manneskjurnar eru klofnar í tvö kyn. Það megi ekki skipta nokkru einasta máli, hvort einhver sé karl eða kona. Sveinn Ásgeirsson þýddi úr „Stern".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.