Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1976, Blaðsíða 2
Hjónin og barnið höfðu gengið tfmaniega kvölds til náða, að gömlum sveitarsið, og lágu nú vakandi og hlustuðu á gnýfara götunnar sér til hrellingar. Drykkjuraus fólksins f næstu íbúð þessarar gömlu sam- byggingar, raskaði ósjaldan svefnfriði þeirra um helgar og stundum einnig f miðri viku. Upp frá þeim degi um vorið, að hjón- in höfðu tekið sig upp með barnið, hin voru flogin út í burskann, hafði þeim sjaldan komið vær blundur á brá fyrri- hluta nætur, barninu ekki heldur. Það kunni þessum nýorðnu umskiptum illa. Áhugamál þess urðu öll eftir f sveitinni, hjá jörðinni og dýrunum. Það hafði oft spurt foreldra sfna og rakið upp fyrir sér kennileiti á feiðinni heim: Á leiðinni stóð t.d. ær að kroppa með 2 lítil, skippandi lömb f kringum sig, öðrum stað kirkja með stórum turni, þeim þriðja brú yfir voða fangt fljót, og margt fleira, sem of langt yrði hér upp að telja á þeirri Iöngu leið. Nú biðu þau eftir, að svefninn aumkaði sig yfir þau og tækju þau náðarsamlegast i sfna miskunnsömu arma og gæfi þeim næturhvfld. Gömul klukka á veggnum á móti þeim sló 12 högg. Hún sló mjög hratt, eins og gætti óþolinmæði f slögum hennar Ifkt og henni fyndist tfminn ifða seinlega hér. Hún hafði alltaf ver- ið í sveitinni, eins og hin þrjú, hjónin og barnið, þangað til nú, og búin að þjóna þremur ættiiðum. — Það er gott hvað þetta líður þó, sagði maðurinn og reis upp við dogg f rúminu til að kveikja sér f pfpu, um leið og slög klukkunnar dóu út. — Æ, góði, farðu nú ekki að reykja, komið fram á nótt, sagði konan. — Heidurðu kannski, að það sé holt fyrir barnið, að anda þessum andskota að sér mikið af nóttunni. Maðurinn þagði en hélt áfram að totta pfpuna. — Þú ert farinn að svæla svo mikið f seinnitfð. Vaknar á nóttunni og situr uppi reykjandi. Hvað verður þú lengi að fara alveg með heilsuna? Hefur þú hugsað eitthvað um það? — Það var valla óhollara en rykið hérna í kauptúninu. — En að láta þá rykið nægja? — Hvað ætli mann muni um þá óhollustu ofan á ýmislegt annað, sem upp á mann fellur hér. Ekki mikið heid ég. — Ertu nú búinn að gleyma heyryk- inu f tóftunum, þegar velktist og illa verkaðist f óþurrkatfð? Þú komst oft og einatt grár f framan og með þykkt lag af þessum fjanda á fötunum inn úr húsunum á veturna. Eða hóstinn og brjóstþyngslin. — Kom ég það, já. Einmitt það já. Hvenær var það, ef ég mætti spyrja. — Þá það, sagði konan. — Þá það, hafði maðurinn upp eftir konunni, sposkri röddu. — Það er gott, ef þú ert góður núna. Heilsan er auðvitað fyrir öllu. — Ég vil fara heim f Fjallshlíð, sagði barnið. — Það verkaðist alltaf vel, heyið f Fjallshlíð, hélt maðurinn áfram. — Ertu ekki sofnaður drengur? sagði konan við barnið. — Ég vil fara STRAX f Fjallshlið, endurtók drengurinn. — Nú er komin nótt, bflarnir sofnað- ir og allir litlir drengir farnir að lúlla f kollinn ásér. — Auðvitað voru alltaf þurrkar nema kannski á vorin og fyrri pait sumars, að rigndi á meðan var að koma nál og blessað grasið. Svo komu þurrkarnir og slátturinn, sagði maður- inn sólbryddri röddu upprifjunarinn- ar. — Svo komu þurrkarnir og sláttur- inn endurtók hann, lækkandi röddu sem minnti á fagnandi rfsl golunnar f grasinu og það varð ekki annars vart af V © hreimi raddarinnar en hann tryði því sjáfur að þetta tvennt hefði alltaf farið saman: 1 Fjallshlfð: siátturinn og þurrkurinn. Og enn hélt hann áfram og. nú til að taka af allan efa. — Heyið þornaði allt eftir hendinni. — Nei, það var aldrei nein mygla eða heyryk f tóftunum f Fjallshlfð. — Okkur ieiðist hérna, sagði barnið. Bflarnir eru vakandi. Ég heyrði til þeirra áðan, margra, margra, bfla. Við getum vel farið í Fjallshlfð, mamma. — Á morgun förum við f búðir. Kannski kaupum við eitthvað gott upp f litla kút. — Ég vil ekki fara út. Það er ekkert gaman. — Af hverju ekki? — Af þvf okkur vantar jörðina. Hér er engin jörð. Jörðin varð eftir f Fjalls- hlfð. — Eitthvað hlýtur þó að vera hér, sem gaman er að? — Nei. Hér er ekkert nema hávaði og ljót og mörg hús. Tfminn silaðist áfram. Klukkan á þilinu sló eitt. Umferðin á götunni var að fjara út. Drengurinn hafði legið þegjandi f rúminu um stund, án þess að bæra á sér. Konan beið f ofvæni eftir að hann festi svefninn. Og einmitt f sama mund og henni heyrðist hann vera kominn í værð, hóf hann sig upp úr eins manns hljóði: — Mamma. Ég held, að himinninn eigi ekki heldur heima hérna. Hefur þú séð hann? spurði drengurinn og sparkaði ofan af sér sænginni. — Iiiminninn er alls staðar barnið mitt. — Svo er myrkrið svo leiðiniegt hérna. — Hvernig þá? Ijúfurinn minn? — Það er aldrei aiminlegt myrkur. — Aldrei alminlegt myrkur. Nú skil ég þig ekki. — Sérðu bara núna, þarna á veggn- um á móti glugganum? sagði drengur- inn og benti. — Þetta er glampinn af útiljósun- um, sem góðu mennirnir kveikja hérna til að lýsa okkur um bæinn, þegar dimmir. — Mér leiðist það svo. I Fjallshlið var bara myrkur og svo var bjart, þegar nóttin var búin. Mannstu ekki eftir fallegu myrkrunum heima, þegar þú söngst fyrir mig? — Var ekki eitthvað fleira gott f Fjailshlíð en myrkrið? — Jú, ailt var gott f Fjallshlíð og Smali iíka óskup góður. — Hvað gerði Smali? — Hann var með mér úti f góða veðrinu, þegar ég var pfnulítill. — Var hann ósköp góður? — Já, já, hann lofaði mér að halda mér f sig, svo ég dytti ekki. En hvolpur- inn var svo frekur. — Jæja? — Hann togaði af mér sokkinn og nagaði gat á skóinn minn og át svo sokkinn. Drengurinn var nú orðinn þreyttur og farinn að draga ýsur. Brátt sneri hann sér upp og var sofnaður á skammri stundu. Klukkan hélt áfram að tifa á þilinu öndvert við þau, en ekki jafn órótt og áður, eins og nóttin og svefnhljóð barnsins hefðu sigrað ókyrrð hennar. Konan hafði átt nokkuð erfitt með báða, mann sinn og son, þetta sumar, sem þau höfðu átt heima f kauptúninu. Og sjálfri leið henni ekki alltaf vel, þótt hún iéti ekki á öðru bera en hún sætti sig við hlutskipti þeirra. Hún hafði stundum orðið að lifa við and- stæður og kunni að laga sig eftir þeím áh þess að láta þær beygja sig. — 1 Fjallshlíð, sagði barnið, sem úr fjarska, upp úr svefninum. Mamma, hélt það áfram að hvfsla upp úr draum- um sfnum. Nú erum við öil komin aftur f Fjalishl/ð. (Hærra): Þarna er Smali, og þarna er hvolpurinn með sokkinn minn. (Lægra) Hann má það greyið. Aftur hækkaði rödd drengsins, varð skær og fagnandi: — Og nú eigum við aldrei að fara héðan aftur. Sjáðu, mamma: þarna sé ég himininn og gaman að leika sér á grænu túninu, en pabbi farinn að slá I sólskininu. Maðurinn reis upp f rúminu loftið f herberginu var þungt og reykmettað. — Ég get ekki hlustað á þetta lengur, sagði hann við konuna og kveikti sér f sfgarettu. — Vektu barnið, sagði hann hast, en seig svo saman. Nei, það var aldrei neitt ryk f heyjunum f Fjallshlíð, bara arið i sólargeislunum, sem komu inn um borurnar á fjárhúsunum, hélt mað- urinn áfram, þegar tfmi leið, án þess konan svaraði neinu til um að vekja barnið upp úr draumum sfnum. — Æ, það vildi ég þú gætir sofnað, góði minn og dreymt eitthvað hug- næmt eins og barnið, sagði konan. — Já, sagði maðurinn rólegri. A kvöldin komu stundum menn af næstu bæjum til að stansa og spjalla við mann. Einstaka sinnum voru spilin tekin upp og tappi úr glasi svona til hátfðabrigða. Oft fóru gestirnir ekki fyrr en undir morgun, eins og þú manst, kona, og maður gleymdi að tfm- inn væri peningar. — Já, ég held ég muni það. Rollur og hross upp aftur og aftur. Það var um- ræðuefnið ykkar. Ég held ég muni eft- ir þvf. Ósköp einhæft og þreytandi til lengdar, sagði konan og geispaði. — Manstu þegar þeir voru að sýna hrútunum fyrst út á sumrin á Bala? — Ha? sagði konan annarshugar. — Já. Áð láta út hrútana á Bala, endurtók maðurinn hlæjandi. — Manstu það ekki? Ég hef áreiðan- lega sagt þér frá þvf. — Nei, hvernig var það, sagði konan, þótt hún myndi ekkert betur og fyndist ekkert meira Iýjandi, svo oft hafði maðurinn sagt þá sögu og hlegið upp úr henni hér og hvar. Þá vildi hún ekki sviptahann ánægjunni af að segja hana einu sinni enn, með þvf að svara að hún kynni söguna utanbókar og væri orðin hundleið á henni fyrír löngu. Honum leið hvort sem var alltaf best á meðan hann var að rifja eitthvað upp frá Fjallshlfð og sveitinni heima. — Sauðburði var þá lokið, en tvflemburnar stóðu en f túninu á Bala, byrjaði maðurinn frásöguna. — Var ekki margt tvílembt hjá Danna? skaut konan inn f af bölvun sinni. — O, jú viðurkenndi maðurinn með semingi — O, jú sagði hann aftur með enn meiri dræmingi. En Daniel vissi líka af því og meðhöndlaði ærnar eins og lielga dóma, þangað til hrútarnir voru látnir út. — Það gerðu nú fleiri, sagði konan og brosti tvfrætt, meðaumkun í svipn- um. Við vorum alltaf þrír við þetta; Danni sjálfur, Bjartur á Reykjum og eg. Bjartur kunni Ifka að meta þessa skemmtun og hlæja að henni á eftir. Nú, svo var beðið eftir góðum degi, sólskini og logni. Þá var gengið upp að fjárhúsum og hundunum sigað á tvílemburnar, til þess að þær yrðu nú ekki fyrir hrútunum, þegar þeir yrðu leiddir út. Ærnar tvfstruðust auðvitað út um allt, og lömbin villtust undan f stórum stfl við þennan djöfulgang, sem von var. — Hver sigaði hundunum á lamb- ærnar, skaut konan inn f frásöguna. Hann sjálfur, auðvitað. Við purruð- um kannski eitthvað undir. En hundarnir heyrðu það áreiðanlega ekki. — Manstu hvað hrútarnir voru marg- ir, hélt konan áfram að spyrja til að sofna ekki. — Sagðirðu margir, kona? Já, þeir voru nú margir. Þeir voru nú margir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.