Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1976, Blaðsíða 3
leiKning tirlkur Smith. Þeir voru sjö fullorðnir og tveir vetur- gamlir, en ærnar ekki nema 98. — Nú gengur fram af mér, sagði konan, einsog hún hefði ekki heyrt meiri fjarstæðu. — Og mikið af ánum lamblausar á hverju vori, bætti maðurinn við og hló hvellum hlátri. — Vektu nú ekki barnið með hávað- anum f þér, sagði konan. — Aldrei var ég með fleiri en 5 hrúta á 200 kindur, og sigaði þeim alltaf upp á heiði, áður en sauðburður hófst. Þá datt nú andlitið af Danna mfnum. Jæja. Svo opnaði Danni húsið og gekk inn f króna. Það var nokkuð skuggsýnt f húsinu. Við Bjartur fórum f humátt- ina á eftir honum. Spakur, elsti hrútur- inn, sjálfur ættarhöfðinginn var innst f krónni. Þangað fór nú Danni og leysti. Hann tók með annarri hendi um horn hans og leiddi hann fram króna, út f sólskinið á húsahlaðinu. Hrúturinn þoldi birtuna illa, drap tittlinga, hristi hausinn og lokaði sfðan augunum. — Þetta er álitlegt, sagði. Danni, beygður. — Hann þolir sýnilega ekki birtuna, sagði Bjartur með tvíræðum svip, en djúpa hluttekningu f rómnum. — Vittu, hvort skepnan jafnar sig ekki á þessu, sagði eg. Við dokuðum, en hrúturinn opnaði ekki glyrnurnar. — Það verður að bfða eftir dimm- viðri. En það má ekki vera úrkoma, hrútar mega ekki vökna fyrst, þegar þeir fara út á sumrin, sagði Danni. — Við skiljum það, sagði Bjartur. Nú veltum við þessu fyrir okkur stundarkorn. Hundarnir lágu móðir og gapandí f sólskininu eftir hlaupin, en ærnar að jarma upp undanvillt lömbin. — Hana nú, þar sér loksins rifa f augun á honum, sagði Bjartur — Guði sé lof, sagði Danni og laut fram yfir skepnuna til að sjá þetta undir betur. — Sennilega venst hann sólinni, sagði Bjartur. — Helvíti er að eiga ekki sólgler- augu á hrútinn, saði Danni. — Sólgleraugu, endurtók Bjartur, en áttaði sig skjótt og glotti breitt til mfn á bak við Danna. — Sólgleraugu, já? endurtók Bjartur spyrjandi. — Já, vitanlega er hægt að binda sólgleraugu á skepnuna. — Eg er með snjóbirtugleraugu, sem eg skal lána þér, sagði eg. — Komdu með þau, heimtaði Danni. — Eg fékk honum gleraugun. — Þá vantar á hina, hraut út úr Danna. — Það gerir minna til. Þeir eru yngri og þola sólskinið betur, sagði Bjartur. Danni dró spotta upp úr vasa sfnum, skar hann f sundur og batt f báðar spangabeygjurnar, festi sfðan endun- um saman aftan við hornin, þannig að brillurnar lágu fram á nef hrútsins. Sfðan sleppti hann honum lausum við dyrnar. Skepnan tók strax á rás og trylltist þegar hún fann gleraugun hoppa upp og niður á nefinu. Hann hljóp nokkra óreglulega hringi á húsahlaðinu, uns hann renndi af miklu afli á einn vegg hússins og stóð eftir það f sömu spor- um og hengdi haus. Við sáum að blæddi úr öðru auganu. Við gengum nær og sáum stórt glerbrot standa djúpt f þvf. Danni tók í annað hornið og við skoðuðum augað og kipptum glerbrotinu út. — Hér er ekki nema um eitt að ræða, sagði Bjartur, ögn skömmustulegur. — Hvað er það? spurði Danni. — Að sækja hnffinn og byssuna. — Það verður vfst svo að vera, sagði Danni, og tár blikuðu f augum hans, er hann ranglaði af stað heim. — Svo skulum við hleypa hinum hrútunum út gleraugnalausum, sagði Bjartur við mig, þegar Danni var horf- inn. Sögunni var lokið. Frásagnargleðin slokknuð f svip mannsins. Tómleiki, sem náigaðist örvæntingu, kominn f staðinn. Umferðin var þögnuð. Hljóð- leikinn minnti á þagnirnar heima f Fjallshlfð með hundinn Snata sofandi draumlaust úti á varinhellunni og ekki hreyfðist hár á höfði. Kyrrðin næstum of mikil til að hægt væri að sofna. Enginn staður á öllu jarðríki átti rétt á svona mikilli kyrrð, nema Fjallshlfð og sfst þetta kauptún, Löngunin heim varð enn sárari f brjósti hans og það olli kvfða og máttleysi f kringum hjartað. — Við áttum aldrei að selja og fara, segir maðurinn. — Láta kofana heldur hrynja yfir sig, andæfir konan. — Manni á Hóli byrjaði að byggja upp hjá sér f vor og átti þó enga krónu lausa. Bvggja upp. Það þarf nú bein f nefi til þess, ef ég veit rétt, svarar konan. — Allt f lagi með það, bara byrja, þá kemur þetta. Fyrr en varir er það búið og maður stendur skuldlaus uppi. — Að standa skuidlaus uppi, étur konan undrandi upp eftir munninum. — Eg kann ekki við svona taismáta. Fyrr meir var talað um, að standa allslaus uppi, og það hélt ég vera annan handlegg. — Læt ég það vera, ansar maðurinn. — Skuldlaus maður getur verið alls- laus. En maður, sem skuldar rétt, getur verið rfkur. — Það er nú svo, segir kona armædd og þreytt. — Nú er farið að bjóða stórfé f jarðir, segir maðurinn. — Valla til að búa á þeim, segir konan. Og þar verða þá að vera vel hýstar. Svo verður þögn. — Okkur lfður nú bara vel hérna, hefur konan máls að nýju. — Þú hefur næga vinnu, sem þú þolir vel. Við eigum þessa fbúð og skuldum engum peninga. Fólkið er gott og þægilegt, finnst mér, þó ég þekki það ekki mikið. Þú átt frf um allar helgar, sem við getum notað eins og okkur sýnist. Hver getur krafist meira. Heima f Fjallshlfð áttum við aldrei frf, eins og þú hlýtur þó að muna. Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.