Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1976, Blaðsíða 8
 I Bragi Ásgeirsson SKISSUR FRUM- RISS Allir listamenn gera frumriss, þótt þeir festi þau ekki jafnan á blað, sumir gera þau beint á léreftið og vinna útfrá þeim, og enn aðrir vinna myndina umbúða- laust uppúr sér, en að baki slikra vinnubragða er iðulega gífurleg þjálfun og þeir eru aðeins örfáir, sem afreka stóra hluti með slíkum vinnubrögðum, og þeir öllu fleiri er verður hált á þeim. Lítið hefur varðveitzt af frum- rissum sumra beztu myndlistar- manna okkar svo sem Jóns Stef- ánssonar og er þó vitað, að hann rissaði upp eftir náttúrunni á sumrin, en fullgerði myndirnar á vinnustofu sinni á veturna. Ég hef heldur ekki séð nema eina módelteikningu eftir Asmund Sveinsson, og ég veit ekki hvort Hugleiðingarvegna sýningar ð verkum Gunnlaugs Schevings I Listasafni Islands „SKISSUR," hvað er nú það, spyr hinn almenni lesandi e.t.v. er hann rekst á þetta orð I skrif- um listrýna, sem ekki er nema eðlilegt, enda er hér um erlent tökuorð að ræða og er eins konar alþjóðlegt fagorð innan stéttar myndlistarmanna. Menn hafa notað þetta orð, því að þeim hefur ekki dottið neitt betra í hug sem nái merkingunni á sama hátt. En nú þegar menn eru farnir að nota orðið riss i auknum mæli I skrif- um sfnum I stað teikningar, sem er I mörgum tilvikum réttara og skilgreinir athöfnina öllu betur, þá ætti það að liggja beinast við að nota orðið frumriss og hug- myndariss I stað hins útlenda orðs. Mér skils að þau nái hugtak- inu algjörlega, því að hér er átt við það er listamaðurinn rissar upp hugmyndir á blað eða gerir hraðteikningar af einhverju við- fangsefni. Hraðteikning nær þó ekki hugtakinu jafnvel og frum- riss, vegna þess að menn vinna mismunandi hratt úr hugmynd- um slnum enda nota útlendir annað orð þar yfir. Þá er heldur ekki heppilegt að nota erlenda tökuorðið, þar sem við eigum annað orð I málinu, sem er borið alveg eins fram, en merkir allt annað og er farsælast að halda sér við þá sígildu merkingu, nægar skyssur gerum við samt... hann fæst eða hefur fengist mikið við hugmyndariss I vinnu sinni. Hins vegar gerðu Kjarval og Ásgrlmur mikið að þvl og til er mikið af smámyndum eftir þá, margar þeirra eru frumriss að stærri og nafntoguðum málverk- um. Að gera frumriss er ein af undirstöðum allrar myndsköpun- ar og miklir meistarar hafa aldrei vílað fyrir sér sllka vinnu, mætti hér nefna alla brautryðjendur nútímalistar, frá Cézanne til framúrstefnulistamanna dagsins. Cézanne var svo sannfærður um óvefengjanlegt gildi teikningar- innar að hann rfmaði: Plus la coleur s’harmonise, /plus le dess- in se précise. Margir helstu framúrstefnulistamenn I dag eru frábærir teiknarar, frumformin leika I höndum þeirra og má hér nefna þá Joseph Beuys og Jean Tinguely, og vakti það aðdáun mlna er ég skoðaði teikningar þeirra, hve undirstöðumenntun þeirra er traust. Hér liggur mikil og vægðarlaus skólun að baki gildum árangri. Það gefur auga leið að slíkir menn geta leyft sér margt með þvl að djúp og rökrétt hugsun liggur að baki tilraunum þeirra, hversu fjarstæðukenndar sem þær virðast I fyrstu. Að slaka á kröfum varðandi undirstöðumenntun getur engum góðum tilgangi þjónað, þetta eru allt hlutir sem hver og einn verð- ur að upplifa I vinnu sinni og ekki er hægt að kenna með útskýring- um sfnum, t.d. vita verkfræðingar allt um rúmtak, en án reglustik- unnar geta þeir næsta lltið hag- nýtt sér þá þekkingu slna. Sláandi er það, að húsagerðarmeistarar, sem langt hafa náð, eru jafnaðar- lega afbragðs frlhendisteiknarar og myndlistarmenn, og segir það raunar, að ekki ætti að útskrifa neinn úr húsagerðarlistarskóla án þess að viðkomandi hafi hlotið skólun I undirstöðumenntun myndlistarinnar. Sama máli gegn- ir um listfræðinga, enda er það þegar orðin skylda I bandariskum skólum að slfkir stundi listnám I a.m.k. 1 ár. Þannig er ekki nóg að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.