Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 4
UMHVERFIS- MÖTUN UMHVERFIS- VERND BÆR MEÐ SÖGU OG SÁL Myndafrásögn og nokkur orð um Eyrarbakka Myndatextana skrifaði Sigurður Guðjónsson, skipstjóri Næsta hús til vinstri heitir BræSraborg byggt 1935 af bræSrunum Albert og GuSmundi Einarssonum. Þar næst sést á horniS á SkjaldbreiS, fyrsta húsinu sem byggt var úr steinsteypu, á Eyrarbakka, um 1912. Þar fyrir austan sést á gaflinn á Vegamótabænum. Þar næst þó nokkru fjær er svo Þórdlsarhús, kennt vi8 Þórdlsi Sfmonardóttur IjósmóSur, sem bjó þar lengi og var IjósmóSir á Eyrarbakka yfir 40 ár, húsið var byggt 1892. Hinum megin viS götuna er næst Ásaberg byggt um 1920 af Glsla Einarssyni, sem lengi bjó að Ásum F Gnúpverjahreppi. Næsta hús hoitir Stighús byggt fyrir stoustu aldamót af Ólafi Bjarnasyni smiS. Yfir þaS gnæfir burstin á húsi Jóhannesar Sigurjónssonar skipasmiSs, sem heitir BreiSablik byggt um 1940. Austuraf þvl og sést Itka yfir Stighús, er Læknishús. byggt 1916 af Gtsla Péturssyni héraSslækni. Þar fyrir austan sést svo 6 vinduhús dráttarbrautarinnar. Lengra austur með götunni I fjarlægS, sjást svo húsin. sem getiS hefir veriS á mynd nr. 3. Sú var tfðin að ég átti um stundarsakir búsetu á Selfossi, sem þá var um það bil helmingi minni bær en hann er núna og að sjálfsögðu f örum vexti. Oft var Iftið við að vera á Selfossi, — og betra en ekki neitt að aka út f bláinn, jafnvel um Flóann. Stundum lá leiðin niður á Bakka eða austur á Stokkseyri og mig minnir að við litum frekar niður á þessar byggðir; fólkið virtist vera að flytja þaðan og uppá Sel- foss, þar sem fremur var atvinnu að hafa. Okkur fannst, að það hlyli að vera mikið fásinni f þorpunum þarna niðurfrá, þótt vitaskuld væri munurinn næstum enginn. Og svo voru það öll þessi gömlu hús; bárujárnskumbaldar f stað steinhúsanna, sem menn voru að byggja á Selfossi. Þetta hlaut allt að heyra til liðinni tfð, sem aldrei kæmi aftur; þeirri tfð, þegar Lefoliiverzlun var og hét og menn sátu með kúluhatta f góð- viðri utan dyra og kneifuðu danskt öl, en sveitamenn komu um Iangan veg með ullarpokana sfna. Það er skemmtilegt að virða fyrir sér þær fáu ljósmyndir, sem fil eru af lúnum bændum og þurrabúðarmönnum annarsvegar og yfirstéttinni á Bakkanurh hins- vegar. Þar var mikið djúp staðfest á milli. Nú stendur Húsið eitt til minningar um þessa vel mennt- uðu Dani, sem stóðu fyrir verzluninni. En þvf miður hafa hús Lefoliiverzlunar verið rifin. Aftur á móti standa litlu báru- járnshúsin enn f góðu gildi á Kyr- arbakka og það er trúlega talandi tákn fyrir það breytta viðhorf, sem menn öðlast með árunum, að nú finnst mér þau i senn merki- leg, falleg og gersamlega ómiss- andi. Ég kom sfðast á Eyrarbakka f sumar er leið og tók þá nokkrar myndir, sem Sigurður skipstjóri á Litlu Háeyri hefur verið svo vin- samlegur að skrifa dálftið með. Vonandi sýna myndirnar eitthvað af þeim töfrum, sem Eyrarbakki býr yfir og vonandi fáum við ekki steinsteypukassa með flötum þök- um í staðinn. Þvf var eitt sinn spáð, að framtfð byggðar á Eyrar- bakka væri öviss sökum þeirra augljósu erfiðleika, sem þar eru á hafnargerð. En er ekki unnið að stórkostlegri hafnargerð f Þor- lákshöfn? Þá þarf ekki annað en brú yfir Ölfusá f Oseyrarnesi og þarmeð er aðeins stuttur spölur fyrir Eyrbekkinga útf Þorláks- höfn og óþarft að streða frekar f illmögulegri hafnargerð á Bakkanum. Aftur á móti mundi þetta tryggja, að fólk héldi áfram að búa á Eyrarbakka og Stokks- eyri og jafnvel að bæirnir iniimlu fremur vaxa en dragast saman. Kannski er r6inaiili.sk ósk- hyggja að gera þvf skóna að fólk haldi áfram að búa f litlu báru- járnshúsunum á Eyrarbakka, HúsiS á miðri myndinni heitir Tjörn byggt um 1908, þar hafa ýmsir búiS, en þó lengst Bjarni Eggertsson búfræSingur og verkalýSsforingi. HúsiS til vinstri heitir Sæfell byggt um 1946 af þeim bræSrum Ólafi og Halldóri GuSmundssonum. HúsiS til hægri er Eyri og er minnst á þaS annars staðar. HúsiS, sem sést aS nokkru leyti bakatil heitir Deild, byggt á fyrsta tug þessarar aldar. Þar bjó lengst SigurSur Danlelsson gullsmiSur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.