Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 5
Tólf bátar blSa framsetnings úr Dráttar- braut Eyrarbakka (vertfSarbyrjun 1958. Þessi mynd er tekin eftir endilangri sjávar- götunni á Litlu-Háeyri. Öll býli á Eyrarbakka höfSu sina ákveSnu leiS til sjávar, á tlmum árabátanna, bæSi til fiskifanga, sölvatekju og þangskurSar. Sá, sem myndina tók, hefir staSiS þvi sem mest ( sjógarSshllSinni. Litlu-HáeyrarhúsiS, moS kvistinum, var byggt 1932, af þáverandi ábúendum GuSjóni Jónssyni og Jóhönnu Jónsdóttur. Heima á hlaSinu fyrir miSri mynd, eru skemman og heyhlaSan. Næsta hús til vinstri heitir Frambæjarhús, þaS var byggt fyrir siS- ustu aldamót. af Jóni, föður Sveinbjarnar Jónssonar hæstaréttarlögmanni i Reykjavik. HúsiS þar næst sömu megin heitir Eyri byggt um 1910 af SigurSi Gtslasyni, sem seldi þaS svo GuSfinni Þórarinssyni, sem bjó þar siSan ásamt konu sinni Rannveigu Jónsdóttur. Næst er SuSurgata. sem SigurSur byggSi llka og bjó i um tfma, siSan hafa ýmsir átt þaS og búiS þar. Hinum megin viS götuna er svo eitt tbúSarhús, þaS er byggt 1907, af Þorbirni Hjartarsyni, sem bjó þar ásamt Elinu Páls- dóttur konu sinni, mcSan þeim entist aldur, nú býr þar dóttir þeirra Geirlaug. Hús þetta stendur fast viS götuna og heitir Akbraut. Nafn þetta er táknrænt aS þvi leyti aS á þessum árum var gatan aS breytast frá þvi aS vera klyfjalestagata i akbraut, meS tilkomu hestvagnanna, sem þóttu mikil samgöngubót. Næstu hús báSum megin eru svo fjárhús frá Litlu-Héeyri og ýmsum nágrönnum. Á neSri myndinni sjást sömu hús frá aSeins öSru sjónarhorni. þegar sú kynslóð er gengin, sem nú gerir sér þau að góðu. Kannski eru þau of lítil og kannski eru þau ekki nægilega vel einangruð og á einhvern annan hátt lakari mannabústaðir en nútfma hús ci ii. Ég veit það varla; þó er ég sjálfur uppalinn f sveit f einu af þessum bárujárnsklæddu timbur- húsiim, sem byggð voru á kreppu- árunum og held að það hafi hvorki verið kaldara né að öðru leyti lakara en gengur og gerist um hús. Aftur á móti búa hús af þessu tagi yfir sérstökum töfrum, sem vart verða fundnir f steinhús- um. Það brakar kannski eilftið meira f þeim - og brestur f stór- viðrum, en bárujárnið hefur þann kost, að þessi hús halda vatni. Þar eru yfirleitt ekki hafðir balar á stofugólfunum. Þegar leið mfn hefur legið um þorpin á ströndinni, Eyrarbakka og Stokkseyri, á undanförnum árum, þá hef ég tekið eftir því, að ég lft þau nú f allt öðru ljósi en ég gerði um tvftugsaldur á Selfossi. Lfklega hefði mér þá þótt sjálf- sagt að jafna þetta allt við jörðu og byggja almennilega stein- kassa. Nú finn ég hinsvegar, það sem ég skildi ekki þá, að þessir bæir hafasál. Það er meira en hægt er að segja um flest af þvf, sem byggt er á vorum dögum f krafti marg- falt betri efnahags. Ég fann þetta vel f sumar eftir að hafa glaðzt yfir þvf umhverfi, sem auganu mætti á Eyrarbakka. Að vfsu var aðalgatan holótt og frekar fáir á ferli, en það var hressandi að kenna seltuna frá fjörunni; sjá alla kartöflugarðana með hlöðn- um grjótveggjum f kring, sum- staðar rænfang ellegar gras og nóg af rabarbara, sem allsstaðar virðist vera hægt að rækta. Allt virðist þetta sem betur fer hafa verið byggt áður en reglu- stikan var upp fundin. Göturnar gætu upphaflega hafa verið göngustlgir eða slóðar, sem sveigðust eftir þvf sem landslagið bauð, — og það megineinkenni hafa götur á Eyrarbakka ennþá. A eftir Iá leiðin upp að Selfossi, sem hvorki er ver né betur byggð- ur bær en gengur og gerist f sam- tfmanum. Megnið af bæjar- stæðinu er að vfsu marflatt og kannski verður þá enn auð- veldara að byggja samkvæmt lög- málum reglustikunnar. Þarna eru þráðbeinar götur og nýbyggð hús. Samt skortir með öllu þá töfra, sem ég fann í svo rfkum mæli á Eyrarbakka. Þá vaknar sú spurn- ing, hvort vélaöldin og tæknin hafi komið f veg fyrir að hægt sé að byggja samsvarandi mann- eskjulega og gert var af vanefn- um fyrr á öldinni, — eða hvort vera kynni, að útlitið skánaði eitt- hvað með árunum. Atakanlegt dæmi um þetta er að finna f Hafnarfirði. Kannski er hvergi til á landinu öllu fallegri byggð gamalla húsa en f hrauninu við Hafnarfjörð. Hraunið myndar sjálfkrafa svo fagra tilbreytingu f byggingarstæðin, að unun er á að horfa. En hvað gerist svo á tækni- öld? Jarðýtan kemur til sögunnar og öllu þvf fegursta sem náttúran lagði til málanna er skóflað út — gert að grárri jafnsléttu undir malbik. Gfsli Sigurðsson. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.