Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Page 6
BÆR MEÐ SÖGU OG SÁL SkrúSgarður Helgu Guðjónsdóttur á Litlu-Hðeyri. Skemman er á miðri mynd. Húsið með valmaþakinu var fært i þetta nýtlzkuform á slðari árum, kjarninn I þvl er slðan fyrir 1890 og hét þá „Jóns sterkabær". austan við það er geymsluhús. Næst er kartöflugarður frð Litlu- Háeyri. Gamla húsið utast til vinstri, er gamalt Ibúðarhús, sem notað hefir verið. sem heyhlaða alllengi. Húsið með kvistinum heitir Sæberg og er nýlegt, byggt af Magnúsi Þórarins- syni. Næsta hús heitir Akur. Það var byggt 1907, af þeim bræðrum Jóni og Kolbeini Sigurðssonum frá Akri, sem slðan urðu þekktir togaraskip- stjórar I Reykjavlk. Lengst af hefir búið þar Árni Helgason og fjölskylda hans. Hann var öndvegisformaður og einn hinna fyrstu frumkvöðla I vélvæðingu bðta- flotans og lifir enn I hárri elli. Hús þetta var Iðtið halda hinu forna bæjarnafni, sem fyrir var ð lóðinni og bendir ótvlrætt til kornyrkju fyrr á öldum. Annað hús, sem stóð vestar I þorpinu, en nú er löngu horfið, benti til hins sama. Næsta hús heitir Blómsturvellir byggt um slðustu aldamót. Þar næst kemur Túnberg, hús Ólafs Helgasonar kaupmanns, byggt 1914. Þá taka við Nýjabæjar- húsin, það sem bezt blasir við. var byggt um 1908 af Sigurði Þorsteins- syni föður séra Árna Frfkirkjuprests I Reykjavlk. Þegar blaðið Suðurland hóf göngu slna 1910, var húsið keypt undir prentsmiðjuna. Einnig bjó I þvl annar prentarinn, Karl Bjarnason. Húsið með svölunum á vesturgafli heitir Gunnarshólmi. Það reisti Eirlk- ur Glslason trésmlðameistari 1915. Yzt á myndinni, nokkru nær, sést svo ð hornið ð húsi, sem Hvoll heitir, byggt 1913 af Sveinbirni Ólafssyni verzlunarmanni. Slðan var þar sýslu- skrifstofa Ámessýslu og bústaður Magnúsar Torfasonar sýslumanns. Þar ð eftir var það gjört að prestsetri, þar bjuggu hver eftir annan prest- arnir GIsii Skúlason, Árillus Nlelsson og slðast Magnús Guðjónsson. Tveir bátar I dráttarbraut Eyrarbakka sem dæmdir voru til niðurrifs, Björn og Emma. Örlög skipa geta verið margslungin, eins og mannanna. Báðir voru þeir smiðaðir I Danmörku 1916, báðir seldir til Eyjafjarðar og gengu þaðan bæði til þorsk- og sfldveiða. Þaðan bárust þeir til ýmsra staða, Vest- ma'nnaeyja, Faxaflóahafna og vlðar og voru góð aflaskip. Báðir höfnuðu þeir svo slðast ð Eyrarbakka á sjöunda tug aldarinnar og luku þar æfinni ð sama hátt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.