Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Síða 7
Kaupmannshúsið á Eyrarbakka, löngum nefnt aðeins „Húsið“. Skrif- stofa bæjarins er nú 1 hluta þess, en hluta þess eiga erfingjar Halldórs útgerðarmanns í Háteigi. Því er vel við haldið og er að þvf bæjarprýði. Myndin er gömul og er Lefolii kaupmaður og hans fólk á henni. Ljósm.: Inger H. Bóasson Eyrarbakki um vetur Sfðasta bæjarhúsið sem enn stendur uppi af bæjunum á Grfmsstöðum. Aftan við það er eitt húsanna, sem reist var handa Vestmannaeyjafólk- inu, sem flúði undan eldinum þar, 1973. Eyrarbakki uppúr aldamótum. E.B. Malmquist ÞRETTÁN VERZLANIR ÁEYRARBAKKA ÁRIÐ1917 Gömul mynd af Verzlun Guðlaugs Pálssonar á Eyrarbakka. Á þessu herrans ári 1976, þann 20. febrúar, er hinn síglaði og kunni kaupmaður, Guðlaugur Pálsson á Eyrarbakka, 80 ára. En hann hefur þá stundað verslunar- störf og lengst af sjálfstæðan rekstur í nær 60 ár. Ef við höfum í huga hinn langa starfsdag Guð- laugs, ekki síst fyrr á árum, þegar hann um tvitugsaldur byrjaði verslunarrekstur, þá mun senni- lega ekki of í lagt að hann hafi unnið yfir kvartmilljón vinnu- stunda eða sem næst helmingi lengri tima en nú er ætlast til að hver einstakur leysi af hendi dag hvern, samkvæmt núgildandi vinnulöggjöf og „vinnu- samningum". Það mun þó síst hvarfla að þeim er þekkja Guðlaug í sjón og raun, hans léttu og fjaðrandi hreyf- ingar enn þann dag í dag, að þessi áttræði maður hafi að staðaldri unnið látlaust frá árdegi til kvölds flesta daga ársins, allt frá barnsárum sinum. En þeirri venju heldur hann enn, eftir þvi sem ástæður leyfa og þörf krefur, þar sem hann er verslunarstjóri í sinni fyrri verslun, sem nú er eign hlutafélagsins Hafnar á Sel- fossi. Skyldan við fólkið og vinnulip- urðin er aðalsmerki hans. Hin sanna vinnugleði hefur verið hans dýrmæti arfur, því er hann svona unglegur enn, segja þeir, sem hans fyrirgreiðslu njóta og best til þekkja eftir langan starfs- aldur. Guðlaugur er fæddur á Blöndu- 0 ósi. Þar dvaldist hann ekki nema til rúmlega tveggja ára aldurs, en foreldrar hans höfðu þá slitið samvistum. Sveininum unga var þá komið fyrir i fóstur hjá föðurömmu sinni suður á land, til Eyrar- bakka. Þar ólst hann upp í góðu yfirlæti og undir hæfilegum aga á þeirra tíma visu, sem i dag mundi ef til vill vera talinn til ótta og þrældóms. Amma Guðlaugs var Ingveldur Þorgilsdóttir frá Rauð- nefsstöðum á Rangárvöllum. Á uppvaxtarárunum var starfið fljótt margbreytilegt, eftir því hvað til féll fyrir umkomulítinn einstæðing. Um sumartimann voru það helst snúningur i sveit og aðstoð við búskapinn, eins og titt var um unglinga. En áræði og athafnaþrá kom snemma í ijós hjá Guðlaugi, ef miðað var við jafnaldra hans á Bakkanum í þá tið. Ösjálfrátt dettur manni í hug að hið liflega atvinnulíf og umfangsmikla versl- un þar á staðnum, hafi haft sin áhrif á djarft hugsandi uppvax- andi mannsefni. Söðla- og skósmiði var þá m.a. vaxandi iðngrein hér á landi, ekki minnst á jafnstórum verslunar- stað og Eyrarbakki var. Guðlaug- ur vildi gjarnan prófa skósmíði og stundaði hana um þrjú misseri til að kanna hvort það mundi vekja áhuga hans í iðngreininni. Mikil þörf var fyrir vörslu bú- fjár s.s. hesta, kúa og kinda og var þetta algengt starf unglinga á þessum árum eftir aldamótin, áður en girðingar komu nokkuó að ráði til sögunnar. Þau prófaði Guðlaugur einnig og margt annað, er tii féll, sem kom sér vel fyrir fátækan, foreldralausan ungsvein. Starfsþrá og gott upp- eldi hjá ömmunni hefur eflaust haft sitt að segja og stuðlað að því er síðar kom fram i stráknum að norðan. Því fljótlega fór að bera á skarplegum athygliseiginleikum hjá Guðlaugi. Minni hans á verð- lag og viðskipti varð honum fljót- lega leikur einn og er enn, þrátt fyrir þetta háan aldur. Verzlun með fjöl- breylt vöruúrval jafnframt sölu út á við og hvers konar framleiðslu heimamanna. Kaupmaðurinn minnist þeas aó þegar hann byrjaði sjálfstæðan verslunarrekstur 4. desember 1917, þá rúmlega tvitugur að aldri, mjög ungur á þess tíma mælikvarða, að fyrsta daginn voru inntektir búðarinnar 28 krónur og þótti ágætt og vel af stað farið með viðskiptin. Annað viðskiptadæmi nefndi Guðlaugur, sem ekki var eins hag- stætt. 1931 eða rúmum áratug eftir að verslun Guðlaugs Páls- sonar á Eyrarbakka byrjaði að versla með landbúnaðarafurðir, Framhald á bls. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.