Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Page 8
HP76 Halldór Pétursson hefur gert þessa teikningu eftir gamalli mynd, og getur þar að líta Verzlun Guðlaugs Pálssonar og aðrar byggingar á Eyrarbakka, ásamt með þeirri hestvagnaumferð, sem einkenndi Evrarbakkaá ákveðnu tfmabili. Þrettán verzlanir á Eyrarbakka 1917 Guðlaugur Pálsson kaupmaður Framhald af bls.7 var mikið framboð á gulrófum á Eyrarbakka og næsta nágrenni, enda uppskera garðávaxta með langmesta móti. Kaupmaðurinn tók sig nú til og brá sér til Reykja- víkur með rúmlega tvö tonn af gulrófum og hugsaði sér að seija framleiðsluna fyrir viðskiptavini sína á almennum markaði þar. Þegar til átti að taka, þá var enginn markaður fyrir gulrófur um þetta leyti í Reykjavik og offramboð á vörunni. Nú var ekki gott í efni og engin úrlausn sjáan- leg. Þá kom til skjalanna hinn kunni listunnandi og velgerðar- maður Ragnar í Smára, enda ættaður að „austan“. Hann keypti gulrófurnar af Guðlaugi fyrir 5 krónur 100 kílóin eða tunnuna. Segi og skrifa fimm krónur tunn- una komna til Reykjavíkur eftir framlagðan flutningskostnað, um- búðir og fl. En til samanburðar er gaman að geta þess að í dag er verðlag á þessum garðávexti, eða nú eftir um 45 ár, sem næst kr. 10.000-, tíu þúsund krónur tunnan, — það er um 2000 sinnum hærra í krónu- tölu svo mikill er nú munurinn. Það er eflaust margt sem örvar hina góðu eiginleika Guðlaugs, þegar hann gerist sjálfur athafna- maður á Bakkanum. Frá upp- vaxtarárunum minnist • hann hinnar miklu verslunarmið- stöðvar staðarins, er teygði við- skipti sin í ýmiss konar vöru- skiptum aðallega, allt frá Vík í Mýrdal að austan og til Grinda- víkur að vestan. Á þessu svæði eru 5 sýslufélög sem þá var um 1/5 hluti allra landsmanna — og blómlegur búskapur flest ár um hin víðlendu héruð Suðurlands. Hann minnist þeirra daga, þegar skipin komu með hvít, þanin segl beint af úthafinu til og frá útlönd- um með allar hugsanlegar nauð- synjar til viðurværis og lífsaf- komu fólksins, tii baka voru flutt- ar dýrmætar afurðir úr landi frá útvegs- og landbúnaðarbændum, oft fyrir „skammtað“ verðlag Fyrstu kaupskipin komu um miðj- an apríl ár hvert og síðan allt til ágústloka, segir Guðlaugur okkur. Stærð skipanna var almennt 90 til 110 tonn. Á þessum uppvaxtarárum hans var ennfremur mikið félags- og menningarlíf á Eyrarbakka, sem hann tók virkan þátt í. Þá má ekki gleyma að sterk guðstrú og sögurnar hennar ömmu hafa ef- laust haft sitt að segja-í mótun góðs uppeldis. Sem dæmi um það má nefna að Guðlaugur minnist þess sérstaklega frá sinni æsku, að það var lengi í minnum haft að einum af skipstjórum kaupskip- anna tókst svo vel sigling milli Kaupmannahafnar og Eyrar- bakka eitt vorið, að áður en hann lagði af stað frá sinni heimahöfn siðla sunnudags var það hans síðasta verk að hlýða messu áður en haldið var á úthafið með kaup- farið og áhöfn, og næsta sunnu- dag gekk áhöfn sama skips til guðsþjónustu í Eyrarbakka- kirkju. 1917 eru hvorki meira né minna en 13 verslanir á Bakkanum, en það er um það leyti, er Guðlaugur Pálsson byrjar sína verslun þar, svo áræði mátti koma til. Árið 1920 er fólksfjöldi kauptúnsins um 1200. í dag eru aðeins 2 verslanir á Eyrarbakka en ibúa- tala varla helmingur sem var 1920. Á þessum samanburði má sjá hvað „sveitaverslunin" hefur verið mikill þáttur í lífi fólksins þar til samgöngur breyttust á svo margvíslegan hátt, sem raun ber vitni. Þegar nú Iitið er yfir farinn veg og þá vandasömu götu er Guð- laugur Pálsson, kaupmaður á Eyr- arbakka, hefur gengið á sinni Iífs- braut, þá getum við samglaðst honum fyrir velheppnuð störf í þágu atvinnulífs og afkomu síns sveitarfélags. Hann hefur leitast við að haga seglum rétt ekki síður en skip- stjórinn danski er áður var minnst á. Kaupmaðurinn setti sig inn í þarfir fólksins og lífsafkomu þess, á hverjum tíma, eftir efnum og atvinnuháttum. Velgengni við- skiptavinanna var einnig hans og Framhald á bls. 14 Gunnlaugur Stefán Gfslason. REALISTI 11 FIRÐINlf Meðal fslenzkra myndlistar- manna hefur ekki verið margt um nákvæma ransæismálara, eða realista, sem gjarnan eru nefndir svo. Sumpart stafar það ef til vill af því, að ekki er langt sfðan frjálslyndi f myndlist var nánast ekki til. En uppá síðkastið hefur rétttrúnaðurinn, sem nú er orð- inn harla broslegur, vikið fyrir ýmsum viðhorfum; sumir hafa unnið í anda popplistarinnar, en fáir snúið sér að rcalisma, sem blómstrar þó mjög vfða erlendis. Einn örfárra, sem leggja stund á realisma er ungur Hafnfirðingur, Gunnlaugur Stefán Gfslason, fæddur þar í bæ 1944. Gunnlaugur Stefán stundaði nám við Mvndlista- og handíðaskólann um tveggja vetra skeið, en lét það duga og var eftir það við nám í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Hann hefur unnið hvað sem til féllst, kennt myndlisl f Neskaupstað og í Vestmannaeyjum og unnið um tíma f Eyjum. Um þcssar mundir mundar hann reglustikuna á teiknistofu verkfræðinga. Gunnlaugur Stefán hefur tekið þátt f nokkrum samsýningum og vann lengst af í anda ahsfrakt- stefnunnar og síðar voru verk hans mjög nærri popplistinni. Nú hefur hann hinsvegar alveg snúið sér að realisma og notar til þess vatnsliti. Viðfangsefnin eru ýmist úr rfki náttúrunnar eða hús og húshlutar. Eins og raunar má sjá, eru sterk áhrif frá ameríska realistanum Andrew Wieth, sem kynntur hefur verið í Lesbókinni, En Gunnlaugur Stefán kveðst leggja áher/.lu á að handsama þá sérstöku birtu, sem cinkennir ts- land.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.