Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 10
BROTABROT Smásaga eftir Magneu J. Matthías- dóttur ® þetta var grár morgunn. þetta yrði grár dagur og sú vissa lá þegar f loftinu og birtist f næturhúm- inu sem upplitaðist smámsaman og vék loks fyrir litlausri dögun og grárri morgunskfmunni. allir dagar voru gráir dagar og sóiglit liðinna stunda jafn f jarlægt og minning hæruskotins gamalmennis um draum sem það dreymdi f bernsku. dagarnir voru gráir og langir og urðu stöðugt grárri og lengri og umbreyttust loks f Iangan borða tilbreytingarleysis. gráan borða sem teygði sig frá fortíð til framtíðar án upphafs án endis. borða sem var með engan f lekk dekkri eða Ijósari en gráan grunnlitínn. og ekkert gerðist. grámi dagsins var grámi gangstéttar- hellnanna grámi regnskýjanna grámi steinhúsa sem stóðu keik með hárbeitt horn sfn og þyrsti f mannsblóð að lita eggjar sfnar. gráminn speglaðist f and- litum vegfarenda lífi þeirra og þreytt- um augum. hann smaug allsstaðar inn — var allt. gráminn var f huga hennar. stundum þyrsti hana f tilbreytingu — eitthvað til að lýsa upp gráan dag- inn eða stóra svarta skellu. eitthvað gott — eitthvað slæmt. það kom út á eitt. aðeins eitthvað sem gæti vakið sljóan huga hennar hrist svefndrung- ann úr sal hennar og breytt einhverju — eða ölln. hún þráði að vera á valdi sterkra ástrfðna og tilfinninga kastast fram og aftur f hringiðu ástar og haturs. sveiflast á milli alsælu og svörtustu örvæntingar. mála umhverfi sitt sterkum litum — grænum gulum bláum rauðum — mest rauðum. springa út gjósa gera eitthvað! en aldrei gerðist neitt og gráminn var allsstaðar nálægur og óbreytanlegur og umvafði sál hennar einsog bðmull eða þokuslæða. léttur. þéttur. öumflýjan- legur. þrá hennar dð smátt og smátt vegna súrefnisskorts. kafnaði f grámanum. og eftir var aðeins doði. hún varð grá og gráminn var f huga hennar og hún var gráminn. Barniðgrét. Konan rumskaði og reyndi af fremsta megni að safna saman sfðustu leifum draumsins. Hann rann inilli fingra hennar eins og sandur, hún mundi hann ekki, og barnsgráturinn meinaði henní að hverfa aftur til draumheima að leita hans. Barnið grét enn og konan andvarpaði. Andvarpið var hennar fyrsta morgunverk og á kvöldin hvíldi það enn á vörum hennar þegar svefninn hreif hana með sér. Það var hennar kennimerki. Konan teygði höndina undan hlýrri sænginni og leitaði að snuðinu f barns- vöggunni. Þegar hún fann það, stakk hún því upp f æpandi munninn. Barnið þagnaði og tottaði snuðið af græðgi. Brátt myndi það uppgötva svikin og láta til sfn heyra á nýjan leik/Konan andvarpaði aftur og settist upp. Það var kalt f herberginu — morgun- kuldi, sem nfstir alla þá, sem neyðast til að yfirgefa hlý og notaleg rúm sfn hálfsofnir og með enga von um skemmtilegan dag. Naktir fætur konunnar leituðu að inniskónum á köldu gólfinu en fundu aðeins annan. Hún beygði sig, fálmaði eftir hinum með hálflukt augu og fann hann loks langt innundir rúminu. Ógreinileg spurning myndaðist f svefn- drukknum heila hennar: „Hvernig fara þeir að því að flytja sig á meðan ég sef?" En hún leitaði einskis svars, vænti ekki svars vildi ekkert svar. Inniskórnir fluttu sig á nóttinni til þess eins og ergja hana, einhver öfl, sem hún ekki vissi hver voru, léku sér að þvf einu að gera henni Iffið leitt. Konan stóð á fætur og kastaði yfir sig peysu. Það var jafnvel enn kaldara f eldhúsinu en svefnherberginu, og hún þurfti að ná f pela barnsins. Hún leit á manninn, sem kúrði áhyggjulaus f hlýrri holu sinni og gat sofið í tvo tfma enn, áður en vekjaraklukkan kallaði hann til nýs vinnudags. Konan gnfsti tönnum. Hún hataði manninn. Hún hataði hann alltaf um þetta leyti morg- uns — hataði hann blint og stjórnlaust og með tryllingi, sem hún vissi ekki einusinni sjálf að hún ætti til. Á morgnana hataði hún alla — manninn, barnið, sjálfa sig. Minnst barnið. Er Ieið á daginn dofnaði þetta hatur henn- ar, hvarf undir grfmu hversdagsleik- ans og sljóleikinn heltök huga hennar. Við og við gaus upp angi af því spúandi eitri eins og slanga, en hún flýtti sér að bæla það niður og gleyma þvf. Blygðunin sem fylgdi á eftir, ruglaði hana og var henni óskiljanleg. Þá hringdi hún gjarna f manninn eða mðður sfna eða þvoði gólfin. Hatrið var eini liturinn f Iff i konunn- ar, og það hvarf með dagsbirtunni. Upplitaðist. Gránaði. Konan fðr fram f eldhús að hita mjólkina barnsins. Konan sat með barnið i fanginu og gaf þvf pela. Augnalok hennar sigu oft og á hana sótti svefn. Barnið var sælt og saug pelann sinn ákaft. Magi þess var hálffullur og þurr bleyja við Iftinn rassinn. Móðurfaðmurinn var mjúkur og hlýr og öruggur, og barnið rumdi af vellíðan. Konan hrökk upp og leit niður á afkvæmi sitt. Værðarhljóð barnsins fyllti hanaeinkennilegri hamingju- kennd, og hún horfði um stund á dott- andi krflið. Hlýjan straum lagði um hana og skuggi af brosi lék um varirn- ar. Barnið sofnaði út frá pelanum. Konan lagði það skyldurækin upp á öxl sfna og klappaði á bossann. Barnið ropaði. Lftil mjólkurgusa rann upp úr þvf og niður bak konunnar. Hún kipptist við andartak, lagði barnið í rúmið og þurrkaði þvf um munninn. Konan þurrkaði bak sitt og skreið undir sæng. Kúiniit var ekki jafn hlýtt og notalegt og áður, en Ifkamshiti hennar velgdi það fljðtt. Súrlyktin myndi loða við hana það sem eftir var dagsins. Það skipti reyndar engu máli, það var alltaf af henni súrlykt og mjðlkurblettir í iillmn hennar fötum. Mjðlkurlyktin var hennar angan, henn- ar ilmvatn og einkennismerki. Kannski ætti hún að fara oftar f bað. Hún nennti því ekki, kaus frekar svefninn. Hún var alltaf þreytt. Barnið var sofnað. Reglubundinn andardráttur þess blandaðist lágum hrotum mannsins. Konan horfði andar- tak á 111 aiiiiiiin. Hann sneri f hana baki. Hann sneri alltaf í hana baki, meðan hann svaf. Konan velti sér á hliðina. „Fyrst hann snýr f mig baki, sný ég lfka í hann baki," hugsaði hún þrjðsk. Og hana dreymdi... þau lágu undir tré hann og hún f faðmlögum. það var vor og angan f lofti af birkitrjám og nýútsprungnum blðm- um f morgunsárið og dagurinn var þrunginn fyrirheitum. tær lækur skoppaði og hjalaði skammt frá þeim og fuglar sungu uppf grænu limi trés- ins og hann sagði eitthvað og hún hló og þau voru hamingjusöm. grasið var grænt og mjúkt eínsog aðeins gras get- ur verið á vorin meðan það er ungt og ferskt. og þau elskuðust og ekkert skyggði á sðiina. framundan þeim flugu alltieinu upp nfu hvftir fuglar og skinu í sðlarljósinu. hún spratt á fætur og hlð og hrðpaði: komdu! og hún hljöp á eftir fuglunum og ætlaði að ná einum þeirra og eiga hann. en hann lá kyrr og vildi ekki koma með henni og sagði henni að koma aftur. og hún var komin að læknum og maðurinn kallaði á hana aftur og hún hikaði og hann kallaði aftur. og hún hikaði og vissi ekki hvort hún ætti að snúa til hans eða stökkva yfir lækinn og fylgja fuglunum. og maðurinn var með barn- ið f fanginu og hann kallaði og rödd hans var há og hvell og kref jandi og barnað grét og hiín varð að taka ákvörðun... Konan hrökk upp. Vekjaraklukkan hringdi hátt og skerandi og vakti hana af draumum sfnum. Hún teygði höndina vélrænt út og slökkti á klukkunní. Maðurinn gerði það aldrei. Hún vissi ekki hvort hann vaknaði við hringinguna eða ekki, hann lá alltaf kyrr og beið þess að hún kallaði á hann eða kyssti hann. Hún hafði oft spurt hann, hvernig hann hefði farið að þvf að vakna áður en þau fðru að búa saman, en þá hlð hann bara og sagðist ekki vitað það, Einu sinni hafði henni fundist gaman að þessu, en nú erti þessi siður taugar hennar eins og svo margt annað. Konan andvarpaði. Þá var komið að morgunverði. Hún beygði sig yfir niaiminii og kyssti hann á eyrað. Konan stðð við eldavélina og hellti upp á könnuna. Hún var f bleikum sfðum slopp, sem hún hafði keypt sér áður en hún lagðist á fæðingardeild- ina. Þær voru allar.f nýjum sloppum, frumbyrjurnar. Þær eldri ogreyndari voru f gömlum sloppum. Þvf slitnari sloppur — þvf fleiri börn. Einhvers staðar voru þarna tengsl á milli og jafnvel hægt að þrða reglur og sanna þær og kannski meira að segja finna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.