Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Qupperneq 11
lausn lffsgátunnar. En heili konunnar glfmdi ekki lengur við slfk vandamál. Hugsanir hennar voru ðskipulegar og sundurlausar og heili hennar ðvanur leikfimi. Konan hellti aftur upp á könnuna og veiddi f jögramfnútnaegg upp úr sjðð- andi vatni og setti það f kalt vatn f glási f vaskinum. Maðurinn rakaði sig. Hann flautaði og hljððið barst inn f eldhúsið til kon- unnar. Maðurinn flautaði alltaf á morgnana. Hann var hress og úthvfld- ur og reiðubúinn að leysa heimsvanda- málin á fimm mínútum, ef slfks hefði verið krafist af honum. Morgungleði mannsins var eitur f beinum konunnar. Hana klæjaði undan flautinu eins og viðkvæma húð undan ullarbol og hana langaði að klðra sér. Segja eitthvað hvasst og bftandi, sem fengi manninn til að hætta að flauta og rændi hann morgun- gleðinni. En maðurinn kom inn, og kyssti hana á kinnina og bauð henni góðan dag. Og konan sagði ekkert. Maðurinn settist við borðið og smurði ristaða brauðsneið. Hann beit hugsandi f brauðið og leit yfir forsfðu- fréttirnar f Morgunblaðinu. Konan settist á mðti honum og kveikti sér f sígarettu. Hún borðaði aldrei á morgn- ana, drakk bara kaffi og reykti. Maður- inn leit upp eitt andartak, og sagði: „Þú ættir ekki að reykja á fastandi maga, ástin mfn.“ „Nei,“ sagði konan. „Ég veit það.“ Maðurinn ætlaði að segja eitthvað meira, en hætti við það og hélt áfram að borða ristaða brauðið og lesa Mogg- ann. Þegar hann væri búinn með brauðið, æti hann eggið. Sfðan fengi hann sér annan bolla af kaffi, liti á klukkuna og flýtti sér af stað. Allir morgnar voru eins og konan vissi framhaldið. Hún drakk kaffið sitt annars hugar og horfði á manninn lesa blaðið sitt. Hún var hætt að lesa blöðin. Hún hafði engan áhuga á þeim lengur. Fréttirnar komu henni ekki við. Þó leit hún yfir fyrirsagnirnar af skyldurækni, uppfull af fyrirmælum kvennablaða um að fylgjast með, svo hún gæti haldið uppi samræðum við manninn sinn og vini hans. En áhugi hennar á heimsmálun- um var enginn og stjðrnmál, sem hún hafði einu sinni fylgst vandlega með, voru aðeins veikt bergmál f huga henn- ar. Tfminn leið og dagarnir gránuðu og hún hafði engan áhuga á neinu lengur. „Hann elskar mig ekki lengur," hugsaði hún. „Ég er orðin að vana hjá honum. Hvernig gæti hann Ifka elskað mig, einsog ég lft út? Ég er alveg hætt að mála mig, greiða mér...“ Hönd hennar barst annars hugar upp að úfnu hárinu... hún var á leið yfir götu með barna- vagninn. hún var á leiðinni heim. hafði verið að kaupa f matinn og var með fullt af pinklum. hún var að flýta sér. maðurinn kæmi bráðum heim úr vinnunni og hún varð að vera komin áður. skyndilega kom bfll... hún vissi ekki hvaðan. bfllinn bremsaði það hvein f hemlunum en það var of seint og hann skall á henni. hún fann þungan dynk og skall f götuna. barna- vagninn þeyttist eitthvað I burtu og hún heýrði barnið gráta. svo varð allt svart og hún missti meðvitund. einhver stöðvaði vagninn og huggaði barnið en konan lá á götunni og það blæddi úr vitum hennar og úr sári á enninu. bflstjðrinn var kominn útúr bflnum miðaldra maður með gleraugu og f snyrtilegum gráum jakkafötum. hann starði skelfdur á hana og gat sig hvergi hrært en stundi f sffellu: bremsurnar... ég gat ekki brcmsað... bremsurnar... enginn hlustaði á hann. áhorfendahðpurinn stækkaðí sffellt, flokkur fðlks sem loks fékk einhverj'a tilbreytingu f hversdagslffið. eitthvað til að segja frá heima. hálsar teygðust fram og forvitin augu störðu á blððið lita malbikið. einhver vildi setja jakkann sinn undir höfuð konunnar en var stöðvaður. það má aldrei hreyfa neitt á slysstað var honum sagt og aðeins læknir koma við slasaðan mann. maðurinn með jakkann þagnaði og sagði ekki meir hálft f hvoru feginn að hafa ekki skemmt jakkann sinn með blðði konunnar en jafnframt ánægður með að hafa boðið fram aðstoð sfna. einhver hafði hringt á lögregluna. sfrenur hvinu í fjarska — lögreglan komin á vettvang og sjúkrabfll fylgdi fast á eftir. konunni var lyft á börur og lyft inn f sjúkrabflinn. einhver ðkunnug kona kom með og hélt á barn- inu. sjúkrabfllinn ók með leifturhraða rauðum Ijðsum og sfrenum og konan var sett á gjörgæsludeild á spítalanum þegar þangað kom. hún var enn með- vitundarlaus þegar maðurinn kom að rúmi hennar. hann hneig grátandi niður á stðl við hlið hennar og alvöru- gefinn læknir lagði höndina huggandi á öxl hans. það er Iftil von um að hún komist aftur til meðvitundar sagði hann og maðurinn grét og kallaði linda linda farðu ekki frá mér ég elska þig linda farðu ekki... Konan hrökk upp og starði skilnings- vana á manninn. Hann hafði verið að segja eitthvað. „Ég sagði að ég þyrfti að fara núna,“ endurtók maðurinn þolin- mðður. „Klukkan er að verða nfu. Þú ættir að leggja þig aftur, ástin mfn, þú ert þreytuleg. Var snáðinn óvær f nótt?“ „Nei, hann var ðsköp góður,“ sagði konan. „Ég svaf bara illa. Ég legg mig kannski." „Jæja ég hleyp þá,“ sagði maðurinn. „A ég eitthvað að gera fyrir þig f bænum?“ „Nei ég fer sjálf,“ sagði konan. „Bless vinur.“ Maðurinn klæddi sig f jakka og frakka, kyssti konuna á ennið og fðr. Konan horfði á eftir honum áhugalaus og hellti meira kaffi f bollann. Hún kveikti sér f annarri sfgarettu. Að utan barst henni hljðð bfls, sem settur er f gang og ekið burt. Maðurinn var farinn að sinna kröfum þjððfélagsins, horfinn inn f sinn heim. Heimur konunnar var annar en hans. Hún drakk kaffið sitt og las stjörnuspána f Mogganum: „Allt sem þú hefur skipulagt í dag kann að fara út um þúfur. Láttu það samt ekki á þig fá og reyndu að aðlaga þig breyttu ástandi. Taktu stefnuna fram á við.“ Konan drakk kaffið sitt. Brátt yrði hún að fara að klæða sig. Barnið færi að vakna og heimta matinn sinn og baðið sitt. Hún var þreytt og dagurinn var hafinn og hann var grár. Konan gekk eftir Austurstræti og ýtti á undan sér barnavagninum. Hún var á heimleið úr bæjarferð með fjöl- marga pinkla f grind undir barna- vagninum. Barnið svaf. Það svaf oftast f gönguferðum með móður sinni, hrist- ingur vagnsins og hreina loftið verkuðu á það eins og deyfilyf. Það var vor f lofti, sðlin skein og fðlkið leitaði út úr húsunum, sem það hafði falið sig f yfir veturinn.Það rétti úr baki, drakk f sig sólina og settist jafnvel niður. Undir vegg Utvegsbankans sátu margir og flestir bekkir voru fullir. Konan leit varfærnislega í kringum sig eins og maður, sem kemur til Reykjavfkur eftir langa f jarveru og finnst allt hafa breyst og vera öðruvfsi, en vill þð ekki viðurkenna ðkunnug- leika staðarins fyrir sjálfum sér. Tvær unglingsstúlkur, sem gengu framhjá henni, litu á hana og brostu breitt. Konan hrökk við, eins og einhver hefði staðið hana að verki við eitthvað ósæmilegt. Voru þær að hlæja að henni? En hún minntist þess, að eitt sinn var hún Ifka ung og hlæjandí og varp öndinni léttar. Hún reyndi að brosa, en munnur hennar herptist aðeins f óeðlilegar viprur og hún flýtti sér að setja upp grfmu ungu húsmóður- innar, sem hefur mörgu að sinna og er að flýta sér heim á leið. Ungur maður gekk að henni og rétti henni einhvern bækling. „Hefurðu lesið þetta?“ spurði hann á eilftið bjagaðri fslensku. Konan leit á titilinn: Hin GuIInu Hlið Guðsrfkis og hristi höfuðið. Hún hafði ekki lesið þetta. „Hvað kostar það?“ spurði hún hikandi. „Ekkert,“ sagði hann. „Bara frjáls framlög." En það að draga upp budduna sfna og finna einhverja viðeigandi upphæð, var konunni ofviða. Hún rétti unga manninum blaðið aftur og umlaði: „Nei, takk, ekki núna. Seinna.“ „Þú mátt eiga það,“ sagði pilturinn og rétti henni það aftur. Konan hristi bara höfuðið og lagði á flðtta. Við Reykjavfkurapðtek voru tveir lögregluþjðnar að reyna að koma manni inn f lögreglubfl. Hann streittist á mðti, dró á eftir sér fæturna og nefndi þá öllum illum nöfnum. Þeir héldu ðtrauðir áfram, báðu hann að vera rólegan og tðkst loks að troða honum inn f bflinn. Maðurinn var áberandi drukkinn. Lftill hðpur áhorf- enda hafði safnast saman og fylgdist með af talsverðum áhuga. Konan var á báðum áttum um hvort hún ætti að slást f hðpinn, en hætti við og hélt áfram ferð sinni. Hún beygði inh á Austurvöll. Hádegisbarirnir voru að loka. Fólk tfndist út af þeim á mismunandi stig- um ölvunar. Ungir og gamlir, konur og karlar, þð flest karlmenn. Tveir þétt- kenndir félagar komu á móti henni, og spurðu hvort hún væri ekki með að stúta einni bokku. Konan vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við eða hverju ætti að svara, svo hún sagði ekkert en hélt áfram. „Svona djöfuls borgarapfkur,“ sagði annar náunginn. „Maður er ekki of gðður að þræla og púla til að halda uppi þessum helvítis snfkjudýrum, en svo virðir þetta pakk mann ekki einu sinni svars.“ „Slappaðu af, Addi,“ sagði hinn. „Láttu hana vera. Komdu maður.“ Þeir héldu sfna leið og konan sfna. Hún kom að Tjörninni, himinblárri úr f jarska en skolpgrárri þegar nær dró. Sólin lék sér að vatnsfletinum, braut á honum geisla sfna og dansaði glaðlega á milli andanna, sem enn höfðu enga unga að annast. Einnig hér var fðlk. Sumir átu nesti, aðrir horfðu út yfir vatnið eða hver á annan. Börn hlupu hávær fram og aftur á vatnsbakkanum og hentu brauðbitum f endurnar, sem svömluðu framundan. Þær voru saddar og velfóðraðar og höfðu lftinn áhuga á brauðinu, en nokkrar grágæsir gleyptu allt, sem þær náðu f af sinni alkunnu græðgi. Konan settist ekki niður eins og hitt fðlkið, heldur gekk hægt af stað og beygði upp Tjarnargötu. Þar voru fáir á ferli og hávær miðbærinn f jar- lægðist æ meir. Nokkrar mýflugur voru komnar á kreik og fylgdu djarflega köllun þess kyns að kvelja mannskepnuna. Þær hringsóluðu f kringum konuna og reyndu af fremsta megni að gera henni lffið leitt. Þær frökkustu flugu hik- laust upp f nasir hennar og eyru, en aðrar ðframfærnari létu sér nægja að sveima umhverfis höfuð hennar. Konan bandaði frá sér. Hún sá eftir að hafa ekki frekar gengið Suður- götuna. En allar hennar ákvarðanir voru rangar, og hún iðraðist alltaf eftirá, þegar það var orðið of seint að snúa við. Þvf reyndi hún af fremsta megni að forðast ákvarðanir og láta manninn um að taka þær ef slfkt var mögulegt. Einu sinni var hún sjálfstæð og örugg, og tók ákvarðanir rétt eins og að drekka vatn og þær voru oftast réttar. En mynd þessarar ákveðnu konu var aðeins skuggamynd, leiftur, sem brá fyrir f huga konunnar, og hún horfði eilftið undrandi á eitthvað sem henni var ðviðkomandi. Þetta var ekki hún — þetta gat ekki hafa verið hún. Og myndin var gleymd. Eftir þvf sem ofar dró á Tjarnargöt- unni fækkaði mýflugunum. Sólin skein enn og lék sér að gruggugu Tjarnarvatninu. Konan var á heimleið. „Ég þarf að þvo bleiur,“ hugsaði hún. „Svo þarf ég að ryksuga. Kannski lfka þvo eldhúsgðlfið — ég athuga það þegar ég kem heim.“ A horni Skothúsvegar og Suðurgötu voru menn að vinnu. Konan fann óöryggið læðast um sig, og kerrti hnakkann. Hún reyndi að láta sem hún sæi þá ekki, en nærvera þeirra brenndi vitund hennar Ifkt og eldur. Þeir litu á hana áhugalausir og héldu áfram vinnu sinni. Ungur, ljðshærður piltur barðist við bor. Grannur lfkaminn réð ekki fylli- lega við verkfærið, en ákveðnir drættir við munnvikin sýndu, að heldur myndi hann detta niður dauður en gefast upp. Þegar vinnudeginum væri lokið, myndi hann staulast heim til sfn með þreytukippi f hverjum vöðva og bölva vinnunni yfir kvöldmatnum. Kannski legði hann sig eftir matinn og svæfi jafnvel þar til vekjaraklukkan kallaði hann til nýs vinnudags. Um helgar færi hann áreiðanlega á fyllirf með vinum sfnum og gleymdi um stund striti hversdagsins. . Konan gekk mcðfram kirkjugarðin- um. A bekkjunum hér var fðlk eins og annars staðar f þessu veðri. Flest voru vistmenn elliheimilisins, en þarna voru Ifka ungar konur með börn. Konan gekk áfram og leit hvorki til hægri né vinstri. Það var kallað: „Linda, Linda!“ Hún hrökk við og leit snöggt á bekkina. Þarna sat gömul kunningja- kona hennar með Iftið barn f kerru við hlið sér. Það var hún sem hafði kallað. Konan sneri við og gekk til hennar. „Nei, Sigrún — blessuð!“ Þær höfðu unnið saman einu sinni, og farið nokkrum sinnum út að skemmta sér saman. En svo hafði Sigrún orðið ðfrfsk og gift sig og konan hafði kynnst manninum og ekkert séð annað. Eftir að Sigrún hafði hætt á skrifstofunni, hafði hún aðeins hitt hana einstaka sinnum f bænum. „Langt sfðan maður hefur séð þig. Att þú þetta? Hvort er það?“ „Það er strákur“ sagði konan og fann til svolftils stolts. Hún fðr lfka örlftið hjá sér. „Guð, en gaman,“ sagði Sigrún. „Eins og minn. Má ég kíkja?“ Hún stóð upp og gægðist inn f vagninn. Af barninu sást Iftið annað en nefbroddurinn og stðrt, blátt snuð. „Ægilega er hann sætur,“ sagði Sigrún hrifin. „ Hvað er hann gamail?" „Sex mánaða,“ sagði konan. „En þinn?“ „Hann er einsoghálfs,“ var svarið. „Hvað ertu að gera núna?“ „Ég? Ég er ekkert að gera. Ég er bara heima. En þú?“ „Ég er að leita mér að vinnu. Ég er að skilja. Mamma ætlar að passa strákinn." „Að skilja? En þið voruð svo agalega lukkuleg,“ sagði konan. „Lukkuleg? Þetta var soddan djöfuls drullusokkur," sagði Sigrún. „Held- urðu ekki að helvftið hafi fundið sér aðra. Hann var búinn að halda við hana f meira en hálft ár, þegar ég komst að þvf. Svona eru þessir bölvaðir karlmenn." „Ó,“ sagði konan og vissi ekki hvað hún átti að segja meir. „Ertu búin að prófa að tala við þá á skrifstofunni aftur? Þú færð ábyggilega vinnu þar.“ „Nei, þangað fer ég ekki fyrst um sinn,“ sagði Sigrún ákveðin. „Þetta er ekkert kaup, sem þeir borga manní. Það var auðvitað allt f lagi á meðan maður var einn, en nú hef ég strákinn. Ég var að hugsa um að tala við ein- hvern lögfræðinginn. Þeir borga vfst vel. Svo borgar kallinn auðvitað með mér fyrsta árið. Hann skal sko ekki sleppa billega. Eg skal sjá um, að hann hafi það ekki of gott með þessum mell- um sfnum.“ „Þð það nú væri,“sagði konan. Framhald á bls. 12 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.