Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 12
Ljósmynd: Þðr Magnússon ÞJOÐ- minjar eftir ÞÓR MAGNÚSSON þjóðminja- vörð SIÐASTA HÁKARLA- SKIPAF STRÖNDUM ÞAÐ ER kannske ofrausn að kalla Sfldina, bát Bjarna Jóns- sonar f Bjarnarhöfn skip, en fyrrum voru bátar af þessari stærð kailaðir svo meðan landsmenn áttu yfirleitt ekki stærri fleytur en teinæringa. Og mörg hákarlaskipin á Ströndum hafa vafalaust ekki verið stærri en það, sem hér er mynd af. Bjarni Jónsson, sem hér stendur við bát sinn, bjó I Asp- arvfk f Strandasýslu til 1951 er hann fluttist f Bjarnarhöfn, og f Asparvfk er hann fæddur og uppalinn. Hann stundaði há- karlaveiðar á þessum bát, Sfld- inni, meðan hann var f Aspar- vfk og var sfðasti hákarlafor- maður norður þar. Og þetta voru veiðar eins og fyrrum gerðist, meðan hákarl var sðtt- ur af kappi, þvf að oft var legið úti svo dægrum skipti. Hákarlaveiðarfæri sfn sendi Bjarni Þjððminjasafninu 1951 og hann skrifaði einnig mjög greinargððan þátt um dogga- rððrana, sem svo voru nefndir, f Arbók fornleifafélagsins 1954. t safninu má sjá veiðitækin, stóra og mikla járnsókn með keðju og járnsökku, gðmbft, hnall, skálm og krfu, en hver hlutur gegndi sfnu verki f viðureigninni við þann gráa. En báturinn, Sfldin, er ekki sfður merkilegur, þðtt hann sé að vísu talsvert breyttur frá þvf, sem í upphafi hefur verið. Hann er afgamall að stofni til, en gegnir enn sínu hlutverki vel kominn með vél og rúff f stöfnunum. Vitað er, að hann er þegar til árið 1880 vestur við Isafjarðardjup og er nú eina skipið sem til er með hinu gamla Bldungavfkurlagi, sem tfðkaðist f Bolungavfk og verstöðvunum þar vestra á sfð- ustu öld og fram á þessa. Talið var, að bátar með þvf lagi væru allir horfnir, en nú kemur f Ijðs, að hér er einn eftir og væri f rauninni sjálfsagt að ganga svo frá málum, að hann verði einnig varðveittur á safni að lokum, er hann fellur úr notkun, á sama hátt og sfð- ustu hákarlaveiðarfærin af Ströndum. Þekktasta hákarlaskipið er án efa Öfeigur frá Ofeigsfirði, sem varðveittur er á Reykjum f Hrútafirði. Hann er talsvert stærri en Sfldin og með ölfku lagi, enda smíðaður gagngert til að sækja á honum á hákarl f vetrarveðrum norður f Dumbshaf. Onnur slfk skip eru öll horfin, enda langt sfð- an hákarlaveiðar Iögðust af yf- irleitt norður þar. Þegar Bjarni Jðnsson fluttist suður f Helgafellssveit og hætti há- karlaróðrum lauk merkilegum þætti f þjððmenningu Islend- inga, sem Jfklega verður aldrei tekinn upp á svipaðan hátt og áður var, þðtt enn þyki vel verkaður hákarl lostæti og muni svo lfklega lengi verða. BROTA- BROT Framhaldafbls.il „Þú ert heppin, að Höskuldur er þessi blessaður engill." „Já, ég er heppin. Hann gerði áreiðanlega aldrei svona lagað." „Maður veit náttúrulega aldrei, hvað gerist," sagði Sigrún. „Þetta hélt ég lfka um Kalla." „Heyrðu, ég þarf að flýta mér," sagði konan. „Ég á bókstaflega allt eftir að gera." „Kfktu inn eínhvern tímann," sagði Sigrún. „Eg er hjá mömmu núna. Þú veist hvar hún byr, er það ekki? A Asvallagötu?" „Jú, ég man hvar hún býr. Eg þekki húsið." „Við erum að selja fbúðina," sagði Sigrún. „£g hefði kannski getað fengið hana, en það er of langt að búa uppf Arbæ þegar maður er orðinn einn. Eg ætla að reyna að f á eitthvað hérna f nágrenninu." „Það er langbest að búa f vesturbæn- um,"sagði konan. „Þá getur maður labbað I bæinn, ef það er gott veður." „Einmitt það sem mér f innst." Umræðuefnin virtust á þrotum. Það varð stutt þögn. „Jæja, ég þarf að fara að koma mér heim," sagði konan. „Ég kfki kannski inn einhvern daginn." „Gerðu það endilega" sagði Sigrún. „Eg er alltaf heima. Það var gaman að hitta þig. Maður hittir varla nokkra hræðu nú orðið." Konan kvaddi og hélt áfram göngu sinni. fnnst inni vissi hún að hún myndi aldrei fara til Sigrúnar. Hún fðr aldrei neitt. Hún kom sér ekki af stað. Heimsóknir urðu að óvinnandi risum f huga hennar og hún drð þær á langinn eins lengi og hún mögulega gat. „Sigrún að skilja," hugsaði hún. „Hver hefði trúað því? Greyið. Og hann hélt framhjá henni. Það myndi Höskuldur þð aldrei gera." En óvissan hrærðist f brjðsti hennar eins og napur gustur, og minnti hana á ðmálað andlit, úfið hár og sffellda þreytu. ég þarf að tala víð þig linda sagði maðurinn. það var kvöld og þau sátu saman og horfðu á framhaldsmynda- flokk f sjónvarpinu. það getur ekki beðið sagði hann svo. það er búið að bfða alltof lengi. jæja vinur hvað er það þá sagði konan og hugur hennar var hálfur hjá sjðnvarpsmyndinni. ég er búinn að hitta aðra sagði maðurinn og það var greinilega erfitt fyrir hann að koma orðunum útúr sér. ég elska hana og hún elskar mig. ég vil f á skilnað svo ég geti gifst henni. konan hrökk við einsog hann hefði slegið hana utanundir og spurði skelfd: hvað sagðirðu? hvað um mig og barnið? hvað verður um ykkur? þú hefur foreldra þfna sagði hann. hún á engan. hún á von á barni — mfnu barni. konan fann hvernig augun þrútnuðu f höfði hennar eins og þau ætluðu að strjúka úr þröngum tðftunum. hálsinn þornaði upp og örvæntingarfull spurning stóð f henni eíns og heit kartaf la. en hún kom engu orði upp. maðurinn hélt áfram: hún vinnur með mér og þetta æxlaðist bara svona. ég ætlaði ekki að láta þetta ganga svona langt. en þú varst alltaf svo köld eftir að þú áttir strákinn og ég réð ekki við mig þú skiiur og svo urðum við ástfangin. hún er ðfrfsk — það átti heldur ekki að ske það var óhapp. og nú verður hún að hætta að vinna og hún á engan að nema mig. konan stðð á fætur náhvft í and- liti. hún reikaði fram að dyrum og varjJ að styðja sig andartak við dyra- karminn. ég... ég ætla að leggja mig stundi hún upp. heimur hennar var hruninn til grunna og örvæntingin ein eftir. augu hennar voru blinduð tárum. hún fór inn f svefnherbergið og kastaði sér á hjónarúmíð. nú var öllu lokið. lfkami hennar titraði f grátkippum og sjálfásökunin nfsti huga hennar einsog hnffsblað. ég hefði aldrei... ég hefði átt... ef bara ég fengi annað tækifæri. hún grét lengi og grátur hennar stilltist lftið. barnið svaf. ef ekki hefði verið barnið hefði hún drepið sig. en barnið þarfnaðist hennar og hún gat ekki svikið það. hún gat ekki einu sinni dáið. hennar hlutur var einmana- leikinn ðhamíngjan hún átti ekkert lengur ekki eínusinni dauðann. maður- inn kom inn ánþessað hún tæki eftir þvf. hann settist hjá henní og strauk varlega yfir hár hennar. en hann kunni engin ráð að sefa þennan mikla harm. hann þagði. konan greip f hann krampakenndu taki og sagði milli ekkasoganna: reynum aftur ég skal vera gðð ég skal gera hvað sem er reynum aftur barnsins vegna. en maðurinn hristi höfuðið og sagði það er lfka annað barn sem þarfnast föður sfns. þú hefur fðlk sem vill þér vel. hún á ekkert hin. ég skal reyna að létta undir með þér einsog ég get. þú veist mér þykir vænt um þig og barnið. og liiín grét áfram og hrðpaði ég vil ekki peninga ég vil bara þig ég elska þig... Konan var komin heim. Hún setti vagninn f bremsu fyrir utan, safnaði saman pinklum sfnum og gekk upp tröppurnar. Barnið myndi sofa úti einhverja stund. „Eg vil ekki missa hann," hugsaði konan. „Ég ætla að punta mig. Fara f bað og ná af mér mjðlkurlyktinni. Setja f mig ilmvatn og mála mig. Og auðvitað greiða mér. Uppgreiðslu? Nei, það er of virðulegt. Bara venju- Iega. Og fara f græna kjólinn." Hún setti pakkana á eldhúsborðið og fðr úr kápunni. Sfðan tðk hún að raða vörunum inn f skápa. „Svo kem ég stráknum snemma f rúmið," hugsaði hún, „og við borðum saman og ég hef kerti á borðinu. Alveg i'ins og f gamla daga." Henni létti f skapi við þessa ákvörðun, og gekk rösklega f ram á bað til að taka saman ðhreinar bleiur. En þegar hún hafði sett bleiurnar f þvottavélina, vaknaði barnið og var þyrst. Og þegar hún hafði skipt á barninu og gefið þvf að drekka, var komið að bleiunum aftur. Hún hengdi þær upp og f ann þreytuna læðast um líkama sinn. Brátt kæmi maðurinn heim og hún þyrfti að elda kvöldmat. Og maðurinn kom, og konan rétti honum kinnina að kyssa eins og hann var vaiuu; sagði honum hvað væri f matinn og strauk hendinni yfir úfið hárið. „A morgun," hugsaði hún. „A morgun geri ég þetta allt, þegar ég verð ekki svona þreytt. A morgun..."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.