Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Side 13
EIGIN- KONAN GAFST UPP Á ÞRIFNASTA MANNI í HEIMI Dómstóll í Vfnarborg ákvað nýverið að veita 43 ðra gamalli konu skilnað frá eiginmanni sfnum. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu, að hreinlæt- iskröfur mannsins væru strangari en svo, að sanngjarnt væri að ætlast til, að nokkur eiginkona byggi við þær. Snyrtimenni þetta heitir Leopold Steiner, er kaupmað- ur og hefur einn um fimmtugt. Árum saman hafði hann þver- tekið fyrir það að kyssa konu sfna, nema hún skolaði munn sinn fyrst með sðtthreinsandi og sýkildrepandi vökva. Þá krafðist hann þess, að hún hafði hanzka á höndum, er hún bar fram mat. Föt, sem fjölskyldulimirnir fóru í út, várð að skilja eftir frammi við, er heim kom. Skó varð að setja f ker með sótthreinsunar- vökva. Enginn mátti koma inn f húsið, nema hann færi f bað eins og skot. Ef einhver snerti við rúm- fötum eða nærfötum án þess að hafa þvegið sér sérstaklega áður var þeim strax stungið f þvottavélina. Á öllum hurðar- húnum voru sérstakar pappfrs- hlffar, sem skipta mátti um strax og einhver hefði snert á þeim. Þrisvar í viku gerði hús- bóndinn nákvæma ryksugun- arkönnun. Fyndi hann ein- hvers staðar fis varð að þrffa alla fbúðina hátt og lágt. Dómarinn mun hafa verið tíu mfnútur að gera upp hug sinn. Konan fékk skilnaðinn, og hélt báðum börnum þeirra hjóna. Þegar hún heyrði úr- skurðinn trúði hún dómaran- um fyrir því, að það væri bjargföst ætlun sfn að snerta ekki ryksugu í hálft ár að minnsta kosti... SKAK Hinn 5. desember 1936 kom hingaS til lands þýzki skákmeistarinn Ludwig Engels. Skáksamband íslands hafði forgöngu um komu hans. og var tilgangurinn fyrst og frerrst sá, að Engels skyldi þjálfa Islenzka skákmenn. Engels, sem var einn sterkasti skákmaður Þýzkalands um þetta leyti. dvaldist hér á landi I þrjá mánuði. kenndi skák, tefldi fjöltefli. og tók þátt I kappmóti. Ekki verður annað sagt en að Engels hafi látið hendur standa fram úr ermum þvl hann tefldi hér fjöltefli daginn eftir að hann kom til landsins. Hann ferðaðist slðan um og tefldi fjöltefli og klukkuskákir. auk þess að leiðbeina. Var frammistaða Islenzkra skákmanna mjög góð I þessum keppnum, og yfirleitt fékk Engels lægra vinningshlutfall I fjölteflum hér en hann átti að venjast I heimalandi slnu. Koma Engels vakti mikla athygli, og jókst skákáhugi mikið hér á landi. Til marks um þetta má nefna, að um þetta leyti fór útvarpið fyrst að hafa skákþætti á dagskrá og fréttaflutningur fjöl- miðla um skák jókst mjög. ÞÆTTIR LJR SÖGU ÍSLENZKR- AR SKÁK- LISTAR Eftir Jön Þ. Þör Segja má að hámark heimsóknar Engels hafi verið Engelsmótið svonefnda, sem haldið var I desember 1936. Þátttakendur I mótinu voru alls 15, meistara- og 1. flokksmenn. Úrslit urðu þau að Engels sigraði örugglega, hlaut 12 v.. tapaði einni skák, fyrir Baldri Möller. í 2. sæti varð Ásmundur Ásgeirsson með 10Vi v., 3. — 4. Baldur Möller og Þráinn Sigurðsson 10 v., 5.—6. Einar Þorvaldsson og Steingrlmur Guðmundsson 9 v., 7. Eggert Gilfer 8V2 v., 8. Konráð Árnason 6V2 v., 9. Sturla Pétursson 6 v. 10. Gústaf A. Ágústsson 5'/2 v. 11. Magnús G. Jónsson 4V2 v.. 12. Kristján Kristjánsson 4V2 v., 13. Benedikt Jóhannsson 4 v., 14. —15. Jóhann Jóhannsson og Ásgrimur Ágústs- son 2'/2 v. í fréttum „Skákblaðsins" af mótinu segir að það hafi verið illa teflt, og er m.a. timaskipaninni kennt um, en fyrir fyrstu 50 leikina hafði hver keppandi tvær og hálfa klukkustund, og eftir það varð að leika 20 leikjum á klukkustund. Því miður hef ég ekki undir höndum skákir Engels úr þessu móti, en við Ijúkum þessu spjalli með þvi að birta eina skák úr mótinu. Hvitt: Þráinn Sigurðsson Svart: Gústaf A. Ágústsson Slavnesk vörn. 1. d4 — d5, 2. c4 — c6, 3. Rc3 — Rf6, 4. Rf3 — dxc4, 5. a4 — Bf5, 6. Re5 — Rbd7, 7. Rxc4 — e6, 8. f3 — Bb4, 9. Db3 — a5. 10. Bf4 — Rb6. 11. e4 — Bg6, 12. Hd1 — 0-0, 13. Be2 — Rxc4, 14. Bxc4 — De7, 15. 0-0 — Rd7, 16. Ra2 — Rb6, 1 7. Be2 — f5, 18. Rxb4 — axb4, 19. Ha1 — Hfd8. 20. a5 — Rd7, 21. Bd2 — c5, 22. dxc5 — Rxc5, 23. Dxb4 — Hxd2, 24. Dxd2 — Rb3, 25. Dc3 — Rxal, 26. Hxal — Dd7, 27. Hdl — Da4. 28. b4 — Bf7, 29. Dc5 — e5, 30. De7 — Be8, 31. Bc4 — Kh8, 32. Df8 mát. J. P. Priestley Fyrsta greinin mín Sextán ára að aldri var ég þegar farinn að semja greinar og bauð þær hverj- um ritstjóra, svo fremi ég gæti haft uppi á heimilis- fanginu hans. Þessar greinar voru tvenns konar. Onnur tegundin, sem ég undirritaði svo iskyggilega ,,J. Boynton Priestley", var alvarleg, mjög alvar- legs eðlis, full af orðum á borð við „endurreisn", „mikilvægi" og „afleið- ingar", og bar það með sér, að höfundur grein- anna væri um það bil hundrað og fimmtíu ára. Enginn kærði sig um þess- ar greinar. Menn vildu ekki þiggja þær að gjöf. Enginn ritstjóri hafði á sinum snærum lesendahóp nógu aldurhniginn fyrir slikar greinar. Hin tegund- in, það voru brandarar, grínþættir og gamanmál yfirleitt og samdar eftir hinum harðákveðnu hug- myndum um fyndni, sem birtast i skólablöðum. Skopblað nokkurt í London tók eina þeirra til birtingar, lét prenta hana og greiddi mér fyrir. Ég var kominn fram á sjónarsvið- ið. (Faðir minn, sem aldrei var fjarri við slík tækifæri, gaf mér einn fimmkróna- vindilinn sinn. Ég hafði þá gert leynilegar tilraunir með þá um nokkurra mán- aða skeið og ég býst við því, að hann hafi grunað það). Blaðið með grein minni kom nú í heiminn. Ég var á ferð í sporvagni i leið frá Duckworth Lane til Godwin Street í Bradford. Ég kom auga á miðaldra konu, sem var að opna ein- mitt þetta blað, en vissi þó sizt, eins og ég sagði þegar við sjálfan mig, að einn úr hópi þeirra stórsnjöllu höf- unda, sem i það rituðu, var staddur i aðeins tveggja metra fjarlægð og varla það. Hún fletti blaðinu og ég fylgdist með. Hún kom að síðunni. Hún hikaði við. Hún nam staðar. Hún hóf að lesa greinina mina. Ó — en sú hamingja! Min, að visu — ekki hennar. Og mér hélzt ekki lengi á henni heldur, varla nerna andartak. Þá færðist yfir andlit konunnar svipur, sem ég hef ótal sinnum séð upp frá því, en hef nú lengi reynt að leiða hjá mér. Það var hinn dæmi- gerði svipur lesandans, áheyrandans, viðskiptavin- arins. Hvernig get ég lýst þessum undarlega svip? í honum birtist einhvers konar sakleysi (og ef svo væri ekki hugsa ég, að ég væri löngu hættur að skrifa), en dálítið leiðin- lega blandið gætni, og jafnvel tortryggni meira að segja. Spurt er efablöndn- um huga: „Hvað er nú þetta?" Og stolt og bros andi skáldið og skaparinn steypist niður í afgrunn ef- ans. Allar götur upp frá þessari sporvagnsferð hef ég aldrei komið svo auga á lesandann, áheyrandann eða viðskiptavininn, að ég reyndi ekki þegar í stað að klifrast upp á hamarinn, þann, sem gnæfir yfir hina svörtu tjörn efans. Ekki hefur mér fyrr tekizt þetta, en glampar á blálitan væng — og fugl gleðinnar er floginn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.