Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 14
Jóhann Loftsson, fyrrum lesta- maður á áttræðisaldri þegar myndin er tekin. f greininni um Eyrarbakka frá fyrri tíma, er minnst á fjóra trausta ferSa- og lestamenn er séu um flutninga me8 hest- vögnum á allskyns varningi milli Eyrarbakka — Reykjavik — Eyrarbakka á fyrstu áratug- um Ifðandi aldar. Einn af þessum þá þekktu lestamönnum er enn á llf i og á heima á Bakkanum sinum að Háeyri. Hann varS 84 ára 24. janúar s.l. Þrettán verzlanir á Eyrarbakka 1917 Framhald af bls. 9 á þessum tímamótum sem endra- nær getur afmælisbarnið glaðst yfir að eiga marga vini og enga óvini eftir langt og heilladrjúgt þjónustustarf, það er meira en margur getur sagt í dag í hinum margslungna viðskiptaheimif En hinar almennu vinsældir, er Guðlaugi Pálssyni hafa hlotnast, eru ekki minnst því að þakka að verslun hans hóf þegar frá byrjun að selja á almennum markaði garðávaxta- framleiðslu Eyr- bekkinga, sem var stór þáttur í atvinnulífi þeirra og er enn þó það sé ekkert nærri þvi eins al- mennt og áður var. Auk garð- ávaxta verslaói hann einnig með aðrar landbúnaðarvörur, s.s. ull, gærur, egg og fl. Það má því segja að V.G.P^hafi verið fyrst til að setja ísl/kartöfi- ur á almennan verslunarmarkað, en það var vorið 1919. Það ár óskaði Heildverslun Magnúsar Kjaran í-Reykjavík fyrst eftir að fá sendar kartöflur frá Eyrar- bakka og fór fyrsta sendingin af stað 7. mai kl. 5 að morgni. 1 þessari ferð voru kartöflur send- ar með 12 hestvögnum eða kerrum. Reiknað var með að ferð- in tæki rúman sólarhring og stóðst sú áætlun því að morgni næsta dags um kl. 8 voru Eyrar- bakkakartóflurnar komnar á markað í Reykjavík. Þessi við- skipti jukust síðan ár frá ári við ýmsar verslanir í bænum, þar til myglan herjaði og lagði að nokkru i rúst um tima þessa ræktun Eyr- bekkinga en framleiðsla þeirra þótti góð og var almennt seld undir vöruheitinu „Eyrarbakka- kartóflur". Síðar eða eftir 1950 kom önnur plága í kartöflurækt Eyrbekkinga, hnúðormurinn, og var það til þess að ræktun á kartöflum varð að hætta þar á stórum landsvæðum og hefur farið þar minnkandi síðan, enda sjávarútvegur og fiskverkun aðal- atvinnuvegur kauptúnsins í dag. Oft vandasamt verk að koma afurðum óskemmdum á Reykjavíkurmarkað hvenær sem kallið kom. Þegar hafðir eru i huga þeir samgönguerfiðleikar er þá voru hér á milli framleiðslu og markaðsstaða, Eyrarbakka og Reykjavfkur, þá má telja það mikið áræði að fara út í slíka flutninga, með jafn viðkvæma og áhættusama vöru og garðávextir eru yfirleitt. Sem nefnt, þá voru það 12 hest- vagnar, sem lögðu upp í þessa fyrstu ferð. Hæfílegt magn í hvern vagn, er einn hestur dró, var talið 350 til 500 kg. En upp .hina illræmdu Kamba mun vera algjört hámark 400 kg og þá aðeins að um úrvals góða dráttar- hesta væri að ræða. Þessar lesta- ferðir þörfnuðust mikillar að- gæslu s.s. að varningur skemmd- ist ekki af frosti eða á annan hátt. Þá var að sjálfsögðu áríðandi að aktygi og annar aðbúnaður hest- anna væri í fullkomnu lagi svo slys og meiðsli yrðu umflúin o.s.frv. Guðlaugur Pálsson minnist þessara lestamanna með hlýjum en hýrum svip. Þeir voru og urðu að vera ákaflega duglegir, gætnir og reglusamir. Traustir ferða- menn. Þeir sem með þeim síðustu stunduðu þessa atvinnugrein, áður en flutningabíllinn tók við á Eyrarbakka, um 1925, voru Ingvar Guðmundsson, Guðjón Guðmundsson, Jóhann Loftsson og Kristinn Hróbjartsson. Þeir voru allir orðlagðir úrvals ferða- menn, sem skíldu sitt vandasama hlutskipti. Engu að síður mátti búast við aó ýmis vandkvæði kæmu upp i þessum löngu og ströngu lesta- ferðum. Eitt sinn var t.d. talið að lestamenn frá Reykjavík kæmu með mjög hættulegan smitandi sjúkdóm frá höfuðstaðnum og voru þeir þvi settir i sóttkví á ísbreiðu, sem tjaldað var á, austan Eyrarbakka, en þetta var um hávetur. 1 sóttkví var þeim haldið þarna í 3 til 4 sólarhringa eða þar til fullvíst var talið að þeir hefðu ekki tekið veiki þessa. Þessa upprifjun í tilefni merkistimamóta vinsæls athafna- manns á Bakkanum síðustu 60 ár er ástæðulaust aó hafa óllu Iengri. Hann hefur skipað sér i hóp annarra dugandi, sivinnandi elju- manna þjóðar okkar. En saga Eyrarbakka i þrem bindum, sem út kom fyrir nokkrum árum, hefði ekki orðið jafn glæsileg og raun ber vitni ef við ættum ekki í öllum kyn- slóðum nokkra slíka menn eins og Lauga á Bakkanum. Arið 1927 giftist Guðlaugur Pálsson Ingibjörgu Jónasdóttur frá Garðhúsum, Eyrarbakka. Hann er þakklátur forsjóninni fyrir það gæfuspor, honum hlotnaðist góður maki. Börn þeirra hjóna eru þessí: Ingveldur, gjaldkeri — áður gift Geir Gunnarssyni ritstjóra. Jónas, starfar við eigið fram- leiðslufyrirtæki. Kvæntur Odd- nýju Nicolaisdóttur. Haukur, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Kvæntur Grímhildi Bragadóttur. Páll, ökvæntur og starfar við starffræðivísindi í Svíþjóð. Stein- unn, gift Magna R. Magnússyni, kaupmanni. Guðleif, gift Leifi Magnússyni, hljóðfærasmið. Eina dóttur eingaðist Guðlaugur áður en hann gekk í hjónaband, Guð- rúnu, sem er gift Magnúsi Vil- hjálmssyni, skipásmið. Barnabörn og barnabarnabörn eru nú 23 fædd. Sköld undir skinnfeldi Framhald af bls. 3 þekkja af ljóði eftir Stefán frá Hvítadal. Hann sagði að það væri gott minningarljóð um „þennan dreng frá Ulvik, sem lagði stund á verkfræði, en fékk tæringu og fór af þeim sökum á heilsuhæli í Sogni. Stefán fór tii Björgvinjar og síðan Islands og orti ljóðið, þegar hann frétti lát þessa norska vinar síns." Stefán segir m.a. i ljóðinu: Þá sást i hilling það sveinaval. Um Island og Noreg við áttum tal... Er Hel í f angi minn hollvin ber, þá sakna ég einhvers af sjálfum mér. Skáldlegast væri að ljúka þessu greinarkorni hér. En trúin á landið og þá arfleifð sem birtist með meiri mælsku en listrænni fegurð i Búnaðarbálki Eggerts Ólafssonar, krefst þess, að því sé bætt við, að Olav H. Hauge er útlærður garðyrkjumaður og ég sá ekki betur en hann hefði jafnvel meiri áhuga á að tala um jarðyrkju en aðrar yrkingar. Því til stuðnings vitna ég i lokin í setningar sem ég punktaði niður á minnsblöð: „Hann talaði um góða jörð hér á landi... Spurði um landbúnað... Hrósaði mjólkinni og sagði að hún væri „sérlega góð"... spurði hvort við ræktuðum kartóflur... Einnig hvaða orð við notuðum yfir kartöflur... Það væri minnsta- kosti ekki norrænt orð að uppruna". Norska sköldiö 0LAV H. HAUGE Framhald af bls. 2 Mjótt er á munum, þegar þessar tvær systurtungur eiga í hlut, is- lenzkan og Asens mál, enda er spurning, hvort Olav H. Hauge hefur nokkurn tíma gert betra kvæói en þetta hnitmiðaða Ijóð. Það birtist í hans fyrstu bók. Glör i oska, 1946, þegar höfundurinn var teimur vetrum miður en fer- tugur. Flest það sem gerir hann að því skáldi, er síðar verður við- urkennt, birtist hér — nema ef til vill frjálsmannlegra lífsviðhorf, sem blæs gegnum hans Dropa í austanvindi. I einu kvæða sinna gerir hann sig að tréskðsmið, segir enn frem- ur, að ljóðið eigi að bera hugann áfram: Holur skal tréskór og hæfa skankanum eins skáldverk smfðast f skð handa þankanum. Garðyrkjumaðuriníi verður að vera þúsund þjala smiður. Af því skapast samlíkingin. Fossinn, fjörðurinn og snæfannirnar, stjörnur og kirsiberjatré, furan sem verður gulli brydd í morgun- sárið, hefilbekkurinn og fjalhögg- ið úti á hlaðinu — allt er hans, verður mynd og sendiboð, verður að smiði I skó fyrir hugann. Tök- um sem dæmi kvæðið Kvöld í Nóvember: Hann birgir loftið. Að fer kul og kal. Um káigarð minn og aldinreit ég lft Þar hangir epli efst á grein. Ég hlýt að eiga von á gððu Stafla skal ég viðí f köst og kálið skera. Trjám er komið mál að planta. Brjóta vil nú land og mörk, þótt lftið sé um yl og kingi niður snjð á hnjúkum hám. að hlfðum miðjum, heppnast f átt eitt mér, en haug af eplum tekst að bjarga þð, þá húmar að og haustið að oss f er. 1 vestri mánasigðin hvassan hjð á himni, einnig gjörn að bjarga sér, er saknaðsgeislum glitar jörð og sjð. Á norsku: Han sperrar loftet. Njatti kjem med frost. Eg fer med augo yver hagen, veit det hent att eple í ein topp. Egleit pá mildver enno.Veden skal I kost, og kálen takast upp og kulast, tre skal pjantast, og det burde vorte tid til nybrot óg. No ser eg hausten lid og marki frys og snöen kaster ned midtlides og eg veit eg rekk ikkje mitt Den epleslumpen f ær eg berga, kor som er, so er i minsto ei sut kvitt. I vest er mánesigden ute, stor og haustkvass, gjerug med á berga sitt ein saknadssolbunde át ei myrk jord. Það er ekki neinn symbolismi, engin dulin merking í kvæðínu, þar segir bara frá vestlenzkum bónda í hversdagsklæðum. Sagt er bara frá manni, sem á heima í landslaginu: snjór á fjöllum niður í miðjar hlíðar. Eplin eru þroskuð á greinum trjánna. Bjarga skal því, sem bjargað verður, þótt ekki heppnist allt. Hann hugsar og hef- ur áform um að brjóta land og gróðursetja tré. Haustsvipur er yfir. Tunglið varpar þunglyndis- legum blæ yfir allt og alla, enda dylst ekki, að honum er þungt um hjartað.---------- Lítill akur, karl og kona hálf- bogin við vinnu. Það er björt vor- nótt, grasið er fagurgrænt, hér og þar aldintré í blóma. Bak við steingarð og dimma skugga af ald- intrjám sér í vatn. Lengst bak við eru dimm fjöll með snjóhvítan jökul á tindum. Tungl er á lofti og speglast i bláu, leyndardómsfullu vatni. Þannig eru höfuðdrættirnir í málverki eftir þekktan norskan málara, Nikolai Astrup Vornðtt I garðinum. Ut af þessari mynd hefur Olav H. Hauge lagt í einu af sínum allra beztu kvæðum, og nefnir það Til eit Astrup-bilete, prentað i bókinni A Arnarþúfu 1961. Það er náttúrulýsing, en al- veg einangruð frá umheiminum, í kring, landslag, sem þegar hefur verið umskapað í listaverk. I vandasömu formi sonnettunn- ar tekst Hauge að miða allt við verk sitt, hina frjálsu hrynjandi. Hvergi er orði ofaukið, né heldur vantar neitt, til þess að gera fasta, en þó eðlilega skópun, svo að allt er blátt áfram, látlaust og fagurt og eðlilegt. Kvæðið hefur verið túlkað sem vernd um draum gegn aósteðj- andi háska, steingarðurinn er tákn þeirrar verndar. Hann veitir og er hlíf gegn kulda gegn eyð- ingu, háska, einsemd. En jafn- framt er það tákn samræmingar við náttúruna, þar sem öll fjar- lægð er útilokuð, bæði i tíma og rúmi, en tómið er umskapað í heilagan, jurtagarð draums og gróðrar: Má vera dreymdi þau um þennan fund, er þeim var leyfður jarðarkringlu á með hegg og eplablöðin björt og smá, er blómgast dulargræna vorsins stund við f jörðinn? Saman grððursetja á grund, f gæf u vfgðan akur fræjum sá, sem þar á bak við steingarð þroska ná, af þeim var lagður kringum helgan lund. Þau rfkið erfa rækta sfna jörð. Og roða draumsins slær á Ijðsan svörð. Þau tðku ekki eftir komu hans, er of an af jöklum steig á vatnsins flðð, til griðastaðar gengu, þegar trðð í gullnum kufli máninn léttan dans. A norsku: Kan hende drömde dei om dette her á mótast pá ein klote, pá ein stad ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.