Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 16
Merkur rithöfundur komst að þeirri niður- stöðu, að einungis þeir svellríkustu og snauð ustu I hverju þjóðfélagi, gætu leyft sér þann munað að hafa ekki aura á sér. Flestir aðrir verða að láta sér lynda að taka æði oft upp budduna og hafa mikið samneyti við verzlanir. En hvorttveggja er, að verzlunarhættir breyt- ast, — og verzlanirnar sjálfar ekki síður. Á stríðsárunum kom ég I fyrsta sinn gestkomandi til Reykjavíkur og sá ekki betur en fólk hlypi út í búð eftir einu vínarbrauði með kaffinu. Það yar eins og ekkert væri til matarkyns á heimilunum; allt varð að sækja út í búð jafn- óðum, enda heyrði kæliskápurinn þá til draumórum og mjólkurflöskurnar voru látnar út á svalir eða tröppurnar til að sfður súrnaði í þeim. Sumar verzlanir voru á þessum tfma yfirmáta „finar forretningar", trúlega eftir dönskum fyrirmyndum; samt var flnna að láta þær heita eftir enskum borgum: Edinborg, Manchester, Liverpool, Glasgow, Bristol og London. Þrátt fyrir „den danske máde" í afgreiðsluháttum, var ekki til nokkur búð sem héti Roskilde eða Odense. Innan við afgreiðsluborðin í þessum „fínu forretningum" gengu brilljantlngreiddir menn með hálstau og stífelsi ! flibbanum. En það var líka stífelsi I kurteisinni, búkt og beygingar og þéringar að sjálfsögðu. Allt andrúmsloftið var I þá veru, að það hlyti að vera mikil náð að fá afgreiðslu. Til að auka á lotninguna fylgdi þessum stöðum sérstök búðarlykt, sem nú er víst ekki lengur til. Að minnsta kosti er hún öðruvísi. Fínu búðirnar með ensku nöfnin hafa víst flestar lagt upp laupana og heyra til sög- unni og síðast kom ég í búð af þessu tagi árið 1960, — það var úti i Kaupmannahöfn. Á sínum tíma voru kaupfélögin mynduð með þá hugmynd fyrir augum að útvega félags- mönnum lífsnauðsynjar á lægsta hugsanlegu verði. Þingeyingarnir stofnuðu á sínum tíma einskonar Hagkaup og skiptu upp mélpokunum í sjálfboðavinnu. En fljótlega uppúr aldamótum var byrjað að reka kaupfélögin eins og venju- legar kaupmannaverzlanir — nema hvað gróðinn af verzluninni, sem nefndur var arður, átti að útdeilast til félagsmanna eftir árið. Meginreglan varð hinsvegar sú, að sjaldnast var hægt að greiða neinn arð. Sumpart var það vegna þess að gróðinn ázt upp við það eitt að halda uppi þjónustu, en sumpart var það vegna þess að kaupfélögin misstu sjónar á upphaflegu takmarki sínu og fóru að ausa fé ( þá fásinnu að koma uppfínum búðum. Kjörbúðir voru boðorð dagsins og ég man til dæmis að talað var um það að ný verzlun Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli sem opnuð var að mig minnir 1956, væri ein fínasta samvinnuverzlun á Norður- löndum. Vonandi hafa Rangæingar kunnað vel að meta það; hvort þá hefur munað mikið um arðinn er svo annað mál. Uppá síðkastið er svo kominn til skjalanna gersamlega nýr verzlunarmáti sem byggir á að halda kostnaði í lágmarki, forðast dýrar innrétt- ingar og láta viðskiptavininn njóta þess með lægra verðlagi. Lengi vel voru þeir í Hagkaup einir um hituna; Nú hafa fleiri bætzt við: Vörumarkaðurinn, Fjarðarkaup og freiri eru á leiðinni. Hér er I rauninni kominn sá strætis- vagn, sem kaupfélögin misstu af og hefðu átt að hafa forgöngu um. Þetta er sú verzlun sem flestir kjósa nú á dögum: Að geta farið svo sem vikulega á bílnum og gert helztu innkaup á einu bretti og sjá það svart á hvítu, að innkaupin hafa þrátt fyrir allt komið mun léttar við pyngj- una en ella hefði orðið. Það er raunverulegur arður; í þesskonar verzlun er einhver vitglóra. Vonandi verður ástæðulaus iburður samferða þéringunum fyrir fullt og allt úr verzluninni. í stað hins kuldalega ávarps: „Hvað var það fyrir yður?" heyrist nú miklu oftar spurt: „Get ég aðstoðað?" eða eitthvað ámóta, óhátíðlegt og þægilegt. Sem sagt; þetta er á réttri leið og hinar nýju „magnverzlanir", sem gegna nú upphaflegu hlutverki kaupfélaganna, eru áreiðanlega framfaraspor. Ég hygg að æði margir láti sig litlu skipta, hvort þeir ganga á steingólfinu beru, eða hvort hillurnar séu gerðar úr óvönduðu efni, ef sjálf verzlunin hefur fjárhagslegan ávinning í för með sér. Gísli Sigurðsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 6ut> ÍÍ*P~ P rrrr MM. rrjrer p—— __ ^T ím -* mcsm **mm wtia m A N c ft v 0 R $ U R 1 s tírtn & A F A R D(ÍKK •> o L J Rut>f\ fuu 7 'o M fí Mtrt tAHM ^ A P Mirn s K l T A f M e T ^ H e F N D A R M 'o f> U R ÍK£L fLPK A i> ff ir;-i«í« e F L H '& L 'o A H tiffji R A U 0 i N Hí»tt i M b Ð u M HB£/it vc o T HcrL R "I L '(ll FUC.L IflK- M I S> U K M o K T t O 3 E R /" V L S R R I N b ft rfrri R ú Ð A VIII-VlttT K A m A rrrs í*t.\T. L A b E V i> A rrrz-i R 'o L U fr K A i> A L L ínni-NiT- MTÚKT L l N T .¦.:¦.-¦ T A K HIU' lr>H / L / N fíou e T N Lt ttÍM UTD N o T A f o tíP R 0 L A ÍKÍM< (tóu 6. L O R A R 'o M a R ** F R N L\ A * fi fiuj d A F L N / M H A R A f*\ L A c*. A 5> / P N A M \; MEHtJl LlMD ftufi uar ZtíA M KL- ftvci BeVsí u ffíUKCA Hm HUU HW SPft |JCM A-PI gÖKíM ftí Ví fvftt-- U\m KEYTH 5fiLT- LSa MUÞ fLoÞS W $ v -Ví- ra:|6- D^Rft: m FÆRI MflUNS- MÉMM fíÁAl p'arj Ki/fi© fi/i5i(í eiwí ¦> EbK- AR ^" Rt k HÍM NflFN Fwík: 'A irte- FtTo'TI n^i> /A/fl M/M Fyt9lR 5/Ðf? .rt-VA/fl-l |AM6eö e-BT$ LMSh KflLK: ^Æ-T^ KEiH H1.T. SflKfl íflM- Hi-T. í/JTo tv H AURfr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.