Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Page 2
BÖKMENNTIR OG LISTIR yix þwi at n ti arln PaV Þegar Olafur Jóhann Sigurds- son tekur nú við bókmenntaverð- launum Norðurlandaráðs fyrstur tslendinga má það verða tilefni þess að augum sé rennt yfir rit- feril höfundarins og reynt að glöggva sig á einkennum skáld- verka hans. Þess hefur verið ósk- að að hér vcrði fjallað almennt um vcrk Ólafs f stuttu máli. Að undanförnu hcfur margt verið rætt f hlöðum hcima og erlendis um verðlaunavcitinguna og Ijóð Olafs sér í lagi. Kkki er þar allt af mikilli þckkingu eða skilningi mælt. Vitaskuld er ekki ncma eðlilegt að skoðanir manna séu skiplar um viðurkenningu á borð við hókmenntavcrðlaun, enda enginn sá kvarði til sem unnt sé að bregða á ólfk skáldvcrk og ma'la þau hvert við annað svo að óvggjandi sé. Kn hitt ætti engum sem sæmilega þekkir til rita Olafs Jóhanns að blandast hugur um, að hann er vel að þessum heiðri kominn. Oildir þá einu hvort litið er á Ijóðasöfn þau sem hann er nú sæmdur fyrir, ellegar skáidferil hans í heild sinni og framlag hans til íslcnzkra bók- mennta sfðustu áratugi. Ritum Olafs má skipta f fjóra flukka: Barnasögur, skáldsögur smásögur og Ijóð. Hér vcrður far- ið nokkrum orðum um hvern flokk fyrir sig og sfðan vikið að megincinkennum í list hans og Iffsskoðun f Ijósi þess hver er söguleg staða hans f bókmcnntun- um. Olafur Jóhann var aðeins sext- án aia gdmall þegar fyrsla hók hans kom út, harnasögurnar Við Alftavatn (19:54). Ari síðar kom annað safn, Um sumarkvöld. Báð- ar þessar hækur hafa orðið býsna lifseigar og hefur fyrri bókin ver- ið prentuð fjórum sinnum. Um svipað leyti samdi Olafur einnig barnasöguna Glerbrotið sem hirt- ist í /Kskunni 193fi, en hún var ekki gefin Ú1 i bökarformi fvrr en 1970. llygg ég það fágætt að verk jafn ungs höfundar hafi staðizt álíka vel tím- ans tönn og þessar einföldu og yfirlætislausu harnasögur Ölafs. 1 fyrra kom safn þeirra út í danskri þýðíngu og er víst enn hið eina sem til er eftir höfundinn á þeirri tungu, þótt brátt verði nú úr því bælt. Á síðari áratugum hefur Ölafur aðeins birt eina stutta barnasögu, Spóa (1962). Hún er listavel sam- in og skemmtileg, stendur langt framar obbanum af því lesmáli sem nú er fastast haldið að ung- um börnum. Það er skaði að Olaf- ur skuli ekki hafa fengizt meira við þessa grein en raun hefur á orðið. Lengi vel ríkti það rang- snúna bókmenntamat að ritun barnabóka væri á einhvern hátt ómerkari iðja en að skrifa handa fullorðnum. Eimir reyndar eftir af því enn í dag. Á þessu fékk til að mynda Stefán Jónsson að kcnna, sá höfundur sem af mestu listfengi lagði rækt við ritun sagna handa börnum og ungling- um. Sumar sögur hans eru á al- mennan mælikvarða i fremstu röð islenzkra skáldsagna, en þær voru ekki metnar að verðleikum fyrr en að höfundi látnum. Að Stefáni slepptum hefur enginn af beztu höfundum okkar starfað að marki á þessum vettvangi. Ég hygg að Olafur Jóhann hefði getað eflt hróður íslenzkra barnabók- mennta verulega. Vonandi á hann enn eftir að leggja þar hönd á plóginn. Þörfin fyrir góðar barna- bækur hefur ef til vill aldrei verið hrýnni en nú þegar hrat og lág- kúra fjölmiðlanna er nærtækast ungum lesendum. Fyrsta skáldsaga Ölafs Jóhanns kom úr þegar hann var átján ára, Skuggarnir af bænum (1936). Sem vænta má er þetta ófullburða verk á ýmsa lund, en hér má i viðhorfum og viðfangsefnum sjá visi þess sem koma skyldi. Sagan segir frá ungum dreng, sem miss- ir föður sinn, hrekst síðan til vandalausra og er þar við illan aðbúnað unz hann strýkur að heiman. Þetta er býsna dapurleg saga, harðneskja og ranglæti heimsins yfirþyrmandi, en þó má sjá að vonin um betri tíð visar veginn: „... engin orð eru þess umkomin að túlka þjáningu ver- aldarinnar, enginn maður getur skilið hana til neinnar hlitar. Þess vegna er háð barátta fyrir því að höllin í skugganum verði að veru- leika, að draumarnir um sól og vor megi rætast". Næsta saga, Liggur vegurinn þangað? (1940) er af öðrum toga. Skuggarnir af bænum er sveita- saga, en nú er sviðið Rcykjavík samtímans i þungum skugga kreppunnar. Ymsar manngerðir koma hér við sögu, fulltrúar ólíkra þjóðfélagshöpa. Aðalper- sónan er ungur rithöfundur sem býr við slíkan skort að hann verð- ur tvívegis að sclja pennann til að hafa ofan i sig. Hann snýr baki við unnustu sinni og ætlar að heyja strið sitt einn. Lifsskoðun höfundar kemur gleggst fram i þessu innskoti eða útleggingu: „Hann grunaði ekki að þjáning hans var óaðgreinanleg frá þján- ingum annarra, eins og aldan er óaðgreinanleg frá djúpinu. Og sá sem berst gegn sjálfs sín böli, án þess að berjast gegn böli annarra, vígir sig glötuninni." Ymislegt má að þessari sögu finna. Einkum eru fulltrúar hinna betur stæðu borgara yfir- borðskenndar og ósennilegar manngerðir og sagan í heild stendur ekki undir sér sem trú- verðug umhverfislýsing. Bókinni var lika illa tckið og þótti auk heldur til marks um það að ís- lcnzkar bókmenntir væru á glöt- unarleið. En á ferli höfundar sins er hún áfangi sem ekki verður horft framhjá. Það er líka fróð- legt að bera hana saman við tvær seinni Reykjavíkurskáldsögur Ól- afs sem birtust löngu siðar. Að þeim mun brátt vikið. Það vekur furðu að svo hörð hrið skyldi gerð að Liggur vegurinn þangað? á sinni tið. Hitt er ljóst að höfundur hefur enn ekki fundið þann tón sem honum er eiginlegastur eða GunnarStefónsson ^ „DREYRA SKAL BRÚUÐ" Nokkurorðumskdldrit Ölafs Jöhanns Sigurðssonar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.