Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 3
náð alls kostar persónulegum tök- um á skáldskap sínum. Lýðveldishátíðarárið 1944 gef- ur Ólafur Jóhann út þá skáldsögu sem tekur af öll tvimæli um hæfi- leika hans, Fjallið og draum- inn. Höfundurinn lýkur við verk- ið hálfþrítugur. Ég efast um að annar íslenzkur höfundur hafi á þeim aldri skilað jafnþroskuðu og listrænu skáldverki. Sagan er löng, ýmsum þótti hún orðmörg úr hófi fram, en hún er auðug að skáldlegri fegurð og skýrum mannlýsingum. Hún gerist í sveit um aldamótin og segir frá upp- vexti Herdísar Hermannsdóttur frá sjö ára aldri og þar til hún er að hef ja búskap með unnusta sln- um, bláfátækum pilti. Fyrirferð- armest i sögunni er fóstra Herdís- ar, Sigurlaug, sem býr með sveim- hugulum og veikgeðja bónda sín- um. Sambandi hennar og Herdis- ar er einkar næmlega lýst. Ann- ars er sjálf sagan i Fjallinu og draumnum veikari en ivaf verks- ins, hinar ljóðrænu náttúrumynd- ir sem gefa frásögninni minnileg- an blæ. Að þessu vikur Snorri Hjartar- son i ritdómi í Helgafelli (1944): „Það sem einkennir þennan stíl hans (Ölafs) er fylling og litauðgi, samfara innileik, en mikil og óslitin ljóðræna fram- ar öllu. Það má segja að þess- um höfundi verði allt að ljóði, ekki aðeins náttúrulýsingar, dýralíf og gróður, heldur einnig samtöl, atvik, mannlýs- ingar. Athyglisgáfa hans er óvenjunæm og enginn hlutur svo smár að hann hafi ekki nokkurt gildi i augum hans... A þennan hátt verður höfundi mikið úr litlu efni, hver heildarlýsing byggð upp úr ótal smáatriðum, hvert at- vik samruni smærri atvika. En undantekningarlitið tekst honum það sem mest á riður: að gæða frásögn sína lífi, handsama hverf- ul ljósbrigði og angan heimahag- anna, svip fólksins og raddblæ, ævikjör þess og innri mann." Þessi ummæli Snorra Hjartar- sonar sýna að dómbærum lesend- um blandaðist ekki hugur um að hér var fram kominn höfundur sem mikils mátti af vænta. Saga Herdísar Hermannsdóttur skyldi rakin áfram, en sjö ár liðu þar til framhaldið birtist, Vorköld jörð (1951). Hún gerist tíu árum eftir að Fjallinu og draumnum lýkur og segir frá búskap Herdísar og manns hennar, skáldsins Guð- manns Eiríks, baslinu og hinni sifelldu togstreitu i sál bóndans milli skyldunnar og skáldhneigð- arinnar, sem að lokum verð- ur honum ofraun. Þannig er þessi saga mun dramatískari en hin fyrri, persónulýsingar fastmótaðri og tök höfund- ar öll öruggari en fyrr. Vorköld jörð er einnig laus við þær málalengingar sem þóttu veikja Fjallið og Drauminn. Hið ljóðræna ivaf fellur hér þéttara að efni sögunnar og höfundur heldur sparlegar á þvi. Það er nú bundið við annan son þeirra hjóna sem erft hefur skáldhneigð föður sins. Ölafi Jóhanni skeikar ekki hér eða annars staðar i næm- legum lýsingum á sálarlifi barna. Vorköld jörð er veigamesta skáldsaga Ólafs Jóhanns að minni hyggju og fortakslaust I fremstu röð íslenzkra skáldsagna. Mætti ætla að menn hefðu tekið slíku verki tveim höndum. En sann- leikurinn er sá að sögunni var tekið af furðu miklu tómlæti þeg- ar hún kom út og enn hafa bók- menntafræðingar varla gefið henni nokkurn gaum. Ef til vill geldur hún þess hve seint hún kemur fram. Sveitasögur af þess- ari gerð var örðugt að skrifa eftir að Sjálfstætt fólk kom til. En hvað sem samanburði liður er Vorköld jörð svo kostamikið skáldverk, að ótrúlegt má þykja ef hún öðlast ekki í vitund manna þann sess meðal islenzkra skáld- sagna sem hún verðskuldar. A milli saghanna af Herdisi Hermannsdóttur birti Ölafur Jóhann stutta skáldsögu, Lit- brígði jarðarinnar (1947). Hún er að likindum vinsælust skáldsagna hans og ætti að vera kunnari en svo að fara þurfi um hana mörg- um orðum. Hefur hún verið prentuð þrisvar, siðast í útgáfu handa skólum. Sagan gerist á kreppuárum í sveit og lýsir sálar- lffi unglings eins og ýmsar aðrar sögur höfundarins. Ast piltsins, tilhlökkun hans og síðan sárum vonbrigðum er lýst af fágætu ör- yggi og næmleik, og ekki síður því hversu þessi reynsla hefur þrosk- að hann. Að sögulokum er hann staðráðinn i að freista gæfunnar i Reykjavík og láta enga örðugleika draga úr sér kjark. Lýriskur seið- ur þessarar sögu og ljóslifandi lýsingar á tilfinningamálum ung- lingsáranna, iljaðar hlýrri kimni: allt þetta veldur þvi að enginn gleymir sögunni, að minnsta kosti ekki þeir sem lesa hana á unglingsaldri. Síðustu skáldsögur Ólafs eru Reykjavikursögur: Gangvirkið (1955) og Hreiðrið (1972). Fyrr- talda sagan gerist við upphaf striðsins og segir frá ungum rit- höfundi og blaðamanni, ferli hans og kynnum við borgarlifið á upplausnartímum. Sagan var les- in í útvarp í fyrra og mun ýmsum í f ersku minni. Höf undur hugsaði sér I öndverðu að birta framhald sögunnar og enn er þess að vænta. Er þvi rétt að bfða með að gera grein fyrir verkinu þar til það liggur fyrir f heild. En ríkt ein- kenni á Gangvirkinu er skop og ádeila sem aldrei hefur raunar látið Ölafi vel. Þess vegna býst ég vi< i að sveitasögur hans muni flestum lesendum hugstæðari sem skáldverk. Reykjavíkursögur hans eru á hinn bóginn fróðlegur vitnisburður um viðhorf höfund- ar og afstöðu, viðbrögð hans við ýmsum fyrirbærum i samtima sín- um. Þetta á ekki sizt við Hreiðrið, nýjustu skáldsögu höfundar. Um hana var meira skrifað en flestar aðrar sögur I seinni tið og sýndist sitt hverjum. Ekki skal hér tekinn upp sá þráður að sinni. En sagan er að likindum merkilegasta upp- gjör höfundarins við samtið sína. Hún lýsir mikilli andúð hans á þvi sem hann telur rangsnúið verð- mætamat og á menningarlegri og siðlegri upplausn sem hann þyk- ist sjá, og ýmis þau módernísku bókmenntaverk sem hæst hefur borið verða honum dæmi um. Þetta bókmenntamat sem meðal annars kemur fram i orðræðum nokkurra gagnrýnenda i sögunni angraði suma lesendur, enda eru og þeir kaflar umdeilanlegir frá listrænu sjónarmiði. AUt um það er sagan vönduð og djúphugsuð og vinnur á f vitund lesandans eftir þvi sem betur er í hana skyggnzt. Aður en við þetta er skilizt skal bent á stutta sögu, Bréf séra Böðvars I bókinni Leynt og Ijósl, tvær sögur, (1965). Þetta er ein af beztu og nærfærnustu sögum höfundarins. Hún lýsir svipaðri samfélagsafstöðu og Hreiðrið, I hnitmiðaðri frásögn. Með þvi að fylgja öldruðum presthjónum kringum Tjörnina bregður höfundur upp ljósri mynd af um- Myllu- kofinn á Kolbeinsá Sums staðar má sjá við bæjarlæki rústir af myllu- kofum, sem reistir voru þar sem smákvísl úr lækn- um gat snúið kvarnarstein- unum og tekið þannig erf- iðið við kornmölunina af fólkinu, en þeim starfa er oft lýst sem miklu erfiðis- verki. Víðast voru hand- kvarnir á bæjum og mölun- in ætluð börnum og ungl- ingum, niðursetningum eða förumönnum, en flest- um þeim, sem sagt hafa frá mölunarstarfinu ber sam- an um, að það hafi langt í frá verið barnaleikur. Kornið fluttist ómalað til landsins og varð því hvert heimili að annast sina möl- un sjálft. Á stöku stað voru vindmyllur og stendur reyndar ein vindmylla enn hér á landi, í Vigur á ísa- fjarðardjúpi, en vatnsmyll- ur voru algengari þar sem svo hagaði til, að þeim varð komið upp með góðu móti. Þurfti talsvert hugvit og lagni til að ganga svo frá útbúnaðinum, að korn ið malaðist vel. Læknum var veitt um skurð að mylluhúsinu og þar tekinn inn í stokk, og rann bunan á spaða á lóð- réttum möndli. Ofan á möndlinum voru steinarn- ir, tiðast talsvert stærri en handkvarnarsteinar, og var stokkur umhverfis fyrir mjölið. Yfir steinunum var svo kassi, sem korninu var hellt í og rann það svo með jafnri ágjöf eftir trekt niður í augað á yfirsteininum og milli steinanna þar sem það malaðist við núning- inn er þeir snerust. Mjölið sáldraðist siðan jafnt og þétt út á milli steinanna og i stokkinn umhverfis. Kvarnarsteinarnir voru tíðast innfluttir, liklega yf- irleitt norskir. En til var þó, að þeir væru höggnir hér- lendis úr hraungrýti. En ÞJOÐ- MINJAR eftir Þör Magnússon Þjöðminja- talsvert mun efnið hafa verið misjafnt sem hér á landi fékkst og hæpið, að verulega góðir kvarnar- steinar hafi fengizt úr innlendu efni. Voru þó sums staðar námur, til dæmis í Hafnarfjarðar- hrauni, þar sem menn höfðu tekið efni í kvarnar- steina og höggvið þá til. Myllukofarústin á mynd- inni er rétt fyrir utan bæ- inn á Kolbeinsá í Hrúta- firði, fast ofan við gamla veginn. Drengurinn stend- ur í skurðinum, þar sem vatnið rann aftur úr kofan- um eftir að hafa snúið möndlinum, sem enn má sjá hér i miðjum kofanum ásamt braki af spöðunum. Þetta eru minjar um einn þátt þess daglega lífsstrits, sem fyrri tiðar menn urðu að inna af hendi til þess að sjá sjálfum sér og sínum fyrir daglegu brauði. komuleysi þeirrar menningar sem hann er sprottinn af og full- trúi fyrir, í heimi sem horfir öfug- ur við. Ólafur Jóhann hefur samið fjölda smásagna. Liggja eftir hann sex söfn ef bókin Leynt og ljóst er meðtalin. Kornungur tók hann að birta sögur, ein hin fyrsta kom i upphafsárgangi Rauðra penna 1935. Fyrir fáum árum tók hann saman f bók ellef u smásögur sem orðið höfðu viðskila við fyrri söfn (Seint á ferð, sögur 1935—1942, útg. 1972). Gefst þar færi á að glöggva sig á þvi andrúmslofti sem ríkti á þeim ár- um sem Ólaf ur Jóhann er að hasla sér völl, viðhorfum hans og við- fangsefnum. Af svipuðum toga eru sögurnar í Kvistum f altarinu (1942). Ekki er ráðrúm til að dveljast hér við einstakar sftgur, en ástæða er til að benda sérstak- lega á eina smásagnabók Ölafs, Teninga f tafli (1945). Þar er að finna nokkrar snjöllustu sögur hans: Hengilásinn Reistir pýra- mídar og Stjörnurnar i Konstantinópel. Sumar þessar sögur hafa orðið kunnar og farið víða, en bókinni var samt tekið af furðu miklu áhugaleysi þegar hún kom út. Ef til vill stafar það af þeirri hjátrú að smásögur séu jafnan einhvers konar innskots- yerk sem skipti litlu á ferli höfundar sins. En það á að minnsta kosti ekki við um Ólaf Jóhann. AUar þær þrjár sögur sem að Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.