Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1976, Blaðsíða 4
'AM- SÆTIN SVEIT- INNI Kaupstaðabúar, einkum og sér í lagi Reykvíkingar, hafa almennt litla hugmynd um allt það félagslíf, sem viðgengst í félagsheimilum sveitanna, þar sem fram fara jöfnum höndum bitlaböll, leiksýningar, hjónasamkomur, samsæti, málfundir og erfisdrykkjur. Enn lifir sú skoðun, að víða í sveitum sé mikið fásinni, einkum að vetrarlagi. Það sanna er þó kannski öllu frekar á þá lund, að fásinnið rlkir í frystikistublokkunum í úthverfum höfuð- borgarinnar, þar sem kjarnafjölskyldan einangrast í ein- hverri kommóðuskúffunni; situr öll kvöld framan við sjónvarpið og kemur sárasjaldan á samkomur. Til sveita hefur orðið gerbreyting á þessu með tilkomu félagsheimilanna. Auk þess er því likast, að til sveita búi með fólki ríkari þörf á að hitta fólk og blanda geði við náungann. Almenn bilaeign hefur og útrýmt þeim erfið- leikum, sem áður voru því samfara að komast á innan- sveitarsamkomu að vetrarlagi. Mönnum vex heldur ekki [ augum að aka á samkomur í næstu sveitum og kunningsskapur hefur af þessum sökum aukizt. Stundum er rætt um, að flytja list um landið og látið í það skina, að menninguna vanti. Þá er átt við einhverja sparimenningu, sem atvinnumenn standa fyrir. Það er þó regin misskilningur, að einhverskonar menningar- leysi ráði ríkjum í samkomuhaldi til sveita. Þar fæst einmitt sannur þverskurður af Sslenzkri samtíma menn- ingu eins og hún birtist í dreifbýlinu. Kannski eru leikþættir ekki alltaf mjög „professional", en aungvu að sfður hafa allir gaman af. En þegar kemur til hins talaða orðs, eru margir sem ekki þurfa að biðja einn eða neinn afsökunar og gætu margir lært af mergjuðu orðfæri þeirra. Þesskonar íþróttir iðka menn gjarnan í sam- sætum, þegar haldið er uppá afmæli, eða einhver kvaddur, sem er að flytjast á brott. Til fróðleiks — og vonandi nokkurrar skemmtunar — skal nánar brugðið Ijósi á þetta með því að skyggnast inn úr dyrum á félagsheimilinu Árgarði I Lýtingsstaðahreppi, þar sem sveitungar héldu samsæti Birni Egilssyni frá Sveinsstöðum þar í sveit, nýlega sjötugum. Þar flutti Björn sjálfur tölu, sem hlýtur að teljast harla sérstæð, svo sem hans er von og vísa. Björn Egilsson hefur raunar oft skrifað í blöð, þar á meðal Lesbókina og hefur nú í smíðum ákveðið greinarefni, sem Lesbókin fær til birt- ingar. Hér á undan er ávarp Guðmundar Halldórssonar, rithöfundar frá Bergsstöðum, og síðan svarræða Björns. Þeir Guðmundur og Björn búa nú báðir á Sauðárkróki. „Ræðir ileira en skepnuhöld og tíðarfar" ræðirum heiðursgestinn, Björn Egilssonfrá Sveinsstöðum, ísam- sæti íÁrgarði íLýtingsstaðahreppi Það er vel við hæfi, að merkra tímamóta í ævi Björns á Sveins- stöðum sé minnzt með einhverj- um hætti í þessari sveit. Heiðurs- gestur þessa samkvæmis varð sjö- tugur í ágúst i sumar og flestum að óvörum eins og stundum verð- ur, þegar ungir og gangfráir menn verða allt í einu gamlir eft- ir lyktarvondum kirkjubókum. Margir hefðu kosið að vera nær- staddir Birni einhverja stund úr þeim degi, til að votta honum virðingu og þakklæti fyrir per- sónuleg kynni og margþætt störf í þágu sveitar og héraðs. Og undar- leg mætti sú tilhögun kallast, ef hann, sem búinn er að sitja svo margar veizlur og flytja ræður í þeim öllum,slyppi sjálfur við slík- ar hremmingar. Björn er af mörgum talinn vera ekki eins og fólk er flest. Mér þykir það síður en svo nokkur ókostur við manninn, heldur þvert á móti, og það mun flestum finnast, er þekkja hann eitthvað að ráði. Hugsanir mannsins, orð og athafnir falla ekki alltaf í sama farveg og hjá almenningi. Mér verður minnisstætt þegar ég kom ókunnugur í f jarlægar byggðir, að ég var gjarnan spurður hvaða bóndi ætti flest fé í sveit minni. Björn spurði aftur á móti: Hvur á flestar bækur í þinni sveit? Þetta lýsir manninum vel. Þegar almenningur spyr og ræðir lon og don um skepnuhöld og tíðarfar, finnur Björn sig þess tilknúinn að Ijúka upp munni um lögmál orsaka og afleiðinga; karmað utan um menn, afstæðis- kenningu Einsteins og fleira sitt- hvað þess háttar. Á stórum kont- órum, þar sem lítið heimsvanir sveitamenn gleyma stundum þvi sem þeir ætluðu að segja og fára að stama, lyftist fyrst brúnin á Birni. Hann réttist í sæti sínu. Svipurinn verður í senn harður og ágengur og málfarið fagurt og áhrifamikið. Hann hefur gert sér ljóst, að á slíkum stöðum borgar sig ekki að biðja um smátt. En kontórstjórinn hugsar kannski undir lestrinum, um leið og hann lítur til Björns og af honum til dyranna, að betra hefði nú verið og þægilegra að fá einhvernveg- inn öðruvísi oddvita inn á sig, kjarkminni og ekki svona and- skoti rökvísan, orðheppinn og töl- ugan. Hitt vita svo Lýtingar betur en ég, hvað Björn hefur komið með af fjármunum úr stjórnstöðvum landsins á meðan hann var odd- viti fyrir þessa sveit. Varla hefur það sem fékkst ódrýgzt til muna í ferðakostnað, þótt Hansensbræð- ur vilji hafa eitthvað fyrir snúð sinn. Það var mikill f járhagslegur ávinningur fyrir Lýtingsstaða- hrepp í oddvitatíð Björns hvað hann var hræddur við loftleiðina milli Sauðárkróks og Reykjavik- ur. Hann var enn þá hræddari við flugið en sjálfan Rauða herinn. Næst langar mit til að skýra frá því, að Björn gekk eitt sinn á fund Sveins Guðmundssonar kaupfé- lagsstjóra og bað hann um vinnu. Mun hann þá hafa verið búinn að losa sig við skepnur sínar að mestu. „Vinnu," endurtók Sveinn i stríðnistón. „Nei, ekkert hægt með þig að gera, þú ert svo vit- laus; seldir ærnar fyrir hálfvirði og folöldin fyrir ekki neitt." Viðskiptum þeirra sveitung- anna lauk svo með því, að Sveinn bauð Birni að taka við endurskoð- un á reikningum kaupfélagsins. Þetta sýnir hvaða álit og traust Björn hafði út á við, þrátt fyrir að sjálf ur telur hann sig vart læsan á tölustafi og fjármálavit a.m.k. ekki fyrir sjálfan sig. En honum er illa við að borga undir sig með bílum. Björn Egilsson er býsna af- kastamikill rithöfundur, og grein- ar hans fjölbreyttar að efni. Væru skrif hans öll komin á einn stað mundu þau fylla nokkrar bækur ósmáar. Þau eru gædd sterkum persónulegúm einkennum, og þar sem honum tekst bezt, sérkenni- legum töfrum. Margt af greinum hans og ræðum geyma persónu- lýsingar og aðra sannfræði. Sumir segja of margorður, aðrir segja allt í lagi með það, af því að höfundurinn sé svo eðlilegur og skemmtilegur í frásögn, og skrifi alltaf eins og út úr manns eigin hjarta. Myndin verði alltaf heil- steypt og lifandi og ég get tekið undir að þá sé vel. En lifandi myndir koma aldrei nema frá opnum huga. Þessu til stuðnings nefni ég atómbréfin til Indriða G. Þorsteinssonar. Mér er kunnugt um, að þau vöktu athygli víða um Iand fyrir frumlegt málfar, óvenjulegt hugmyndaflug og frjálslega afstöðu til bókmennta og höfunda þeirra. Þótt bændur séu að mínum dómi yfirleitt greindir og víðsýnir, þá gerist það sannarlega ekki á hverjum degi að rosknir menn í þeirri stétt kynni sig með líkum hætti á síð- um dagblaðanna. Ég tel mig ekki fara neitt óvar- lega með staðreyndir, þótt ég segi, að Björn hafi lagt Tímanum til ekki óverulegt magn af líflegasta aðsenda efni hans um þrjátíu ára skeið. En nú er framkvæmda- stjóri Timans, Kristinn Finnboga- son „kraftaverkamaður", búinn að taka Tímann af Birni um aldur og ævi og launa þannig dygga þjónustu. Fannst þá mörgum, að honum hefði ekki átt að vera illt of gott. Þá hefur verið sagt að Björn og Friðrik læknir hafi haldið lífinu í blaðinu Einherja siðan ég fór að sinna því. Ég get ekki látið vera að tjá þeim báðum þakklæti fyrir lífgjöfina ef svo er. En ég verð sjálfsagt einn um það. Seinasta blaðagrein, sem ég hefi séð frá hendi Björns, fjallar um hálfgert „ævintýrafólk" og áætlanir þess um að sökkva miklu gróðurlendi undir vatn vestur á heiðum. Þá mundi fljóta yfir verulegan hluta af bezta afréttar- landi margra sveita í Skagafjarð- ar- og Húnavatnssýslum, þar með talin Ferðalok Jónasar Hallgríms- sonar, að sumra sögn. Það getur aftur á móti ekki flokkazt undir ritmennsku, þegar Björn labbaði á slönguskónum til Jóhannesar Kjarvals listmálara og bað hann að mála fyrir sig mynd af Guði almáttugum. Guð- speki Björns á ég annars ekki gott með að skilja eða meta og svo er um fleira fólk. öðru hef ég tekið eftir. Húfuskyggni hans veit allt- af nokkuð upp á höfðinu. Ásjóna hans vísar einnig til sömu áttar, upp á móti himni og sól, þangað sem guðdómurinn hefur lengi haft sitt höfuðból og stjórnarset- ur. Lfklegt þykir mér, að Björn muni fara sinu fram, eftir að þangað væri komið, eins og hér á meðal okkar og hafa samvizku sína fyrir sitt leiðarljós og stefnu- mark. Bústaðaskipti í þeim skiln- ingi eru þó væntanlega ekki i nálægð. Vonandi eiga siðustu spor Björns á Sveinsstöðum eftir að geymast í grasi þessarar fögru sveitar, þar sem Svartáin líður út í byggðina hægstreym og tær. Hér eru líka handarvik hans flest. Ég veit að niður hennar lætur Birni ljúft i eyrum. „Allt, sem mest ég unni og ann, er í þínum faðmi bundið" var einu sinni ort um fagra sveit af góðum dreng. Björn hefur með vissum hætti verið að yrkja um sveit sína og börn hennar lífs og liðin. Hann getur ekki talizt lang- ferðamaður, þegar veröldin er lögð til grundvallar, en hefur samt farið nógu langt og dvalið Framhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.